Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Úff!!

Þetta var nú meira streðið..ég hélt að þetta myndi ekki hafast..en hafðist..þetta eru án efa tvö af bestu liðum landsins, og leikur 5 verður bara gaman...áfram KR.
mbl.is KR jafnaði metin í Stykkishólmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er enginn frjálshyggjuflokkur til á Íslandi!!

Sóley hefur ekki hugmynd um hvað hún er að bulla um...það er eins og sumir sem taka oddasæti að þeir geti bara bullað allann fjandann..ef hún á við Sjálfstæðisflokkinn..þá er sá flokkur eins mikill sósíalískur flokkur eins og nokkuð getur verið..frjálshyggja og glæpamennska er ekki sami hluturinn..það eru allir flokkar á Íslandi sósíalískir flokkar..bara mismikið.

Og ef eitthvað er þá er Samfylkingin einna mest til hægri.


mbl.is VG í uppgjöri við frjálshyggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá Steingrím!

Þetta eru gleðitíðindi..þau bestu í langann tíma, og gott fyrir Ísland sem þjóð..alls ekki taka lán bara til þess að taka lán..

„Ísland hefur enga sérstaka þörf fyrir lán frá AGS akkúrat nú. Miðað við stöðuna í dag þá björgum við okkur út 2010,“  segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra!

Vonandi að atvinnuleysi minnki einnig og fullt af fólki fari af atvinnuleysisskrá.


mbl.is Nei við fátækrahjálp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besti flokkurinn stóð sig best!!

Ég horfði á þetta og mér fannst Sigurjón sem var í málsvari fyrir Besta flokkinn standa sig best í þættinum..hann talaði að vísu sem Kópavogsbúi..en kom bara þessu vel frá sér..aðrir sem voru þarna voru bara í spólförunum..sama tuggan.
mbl.is Heitar umræður oddvitanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður virðingarinnar!

Það eru ekki margir stjórnmálamenn eða embættismenn sem maður tekur mark á þessa daganna..en Ögmundur er án efa sá maður sem ég tek mark á og hlusta á..ásamt Lilju Mósédóttur eiga þau tvö hrós skilið fyrir að vera föst á sinni sannfæringu..þegar Ögmundur talar þá hlusta ég..topp maður.
mbl.is Í skjóli leyndar þrífst spillingin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert óeðlilegt!

Þetta er bara ósköp eðlilegt að skotar skuli hafa þessa skoðun...þar sem við höfum ekki marga greinda einstaklinga sem stjórna fyrirtækjum á Íslandi..í því ljósi finnur maður samúð með Skotum..og segja..við biðjumst afsökunar á því..hvé margir ógreindir yfirmenn í fyrirtækjum á Íslandi eru..bara sorry!!
mbl.is Skotar með ofnæmi fyrir Íslendingum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð tíðindi!

Þetta eru gleðitíðindi fyrir okkur að aukning sé í fluginu..sætanýting hækkar sem er vel..og vonandi að þetta gangi vel hjá Icelandair..og starfsmenn þessa fyrirtækis fjölgi og fái traustann starfsgrundvöll..Áfram Icelandair.
mbl.is Farþegum Icelandair fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vöruskiptin hagstæð..gott!

Þetta eru gleðitíðindi..svona á að vinna á hlutunum, við eigum svo að byggja á þessum vöruskiptahagnaði..hægt og rólega, ef við höldum þessu striki áfram sem er óskandi, verður leið Íslands bara upp á við, óska Íslendingum til hamingju með þessar tölur..frábært.
mbl.is 11 milljarða afgangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju lán..en ekki að rífa efnahaginn upp með fyrirtækjum landsins!

Þetta er ekki gott..lán er algert neyðarbrauð..kannski er staða okkar svo slæm að við neyðumst til þess að taka þessi lán..en lán verður að borga (nema útrásarvíkingar)..væri ekki nær að hleypa meiri kraft í fyrirtæki landsins og þannig fá meiri tekjur..og fá fleiri út á vinnumarkaðinn..þannig sköpum við tekjurnar og styrkjum ríkiskassann!
mbl.is Loksins ber stritið árangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsta bankarán Íslandssögunnar!!!

Haft var eftir honum Jóni Ásgeir þegar ríkið ákvað að taka yfir Glitni..að þar hefði orðið stærsta bankarán Íslandssögunnar..maður er dálítið "lost" í þessu..nú saka eigendur Glitnis aðra um græsku..þetta fer að líkjast spennu þriller!!

Áfram Ísland.


mbl.is Munu senda saksóknara tilkynningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband