Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Gleðitíðindi.

Þetta eru gleðitíðindi fyrir okkur Íslendinga og gott að fólk er að fara að sjá gegnum glæpamennskuna sem hefur verið í gangi undanfarin ár, og einnig ef þetta gengur eftir þá mun arðurinn verða eftir á Íslandi í Íslandshöndum sem er gott, krossleggjum fingur um að þetta verði að veruleika..til hamingju Ísland.Smile
mbl.is Eignast meirihluta í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórleikur á Elland Road!

Athyglisverðir leikir þarna og sér í lagi leikur okkar við Leeds..Bolton-West Ham gæti einnig orðið spennandi..Man Jú-Wolves einnig þar sem ég býst við að Ferguson noti yngri strákanna í liðið, og Man City-Fulham líka, gæti orðið spennandi leikir þarna.


mbl.is Dregið til 3. umferðar í ensku deildabikarkeppninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá bara verður samið aftur!!

Þá bara verður samið aftur, og vonandi að við sendum þá nefnd sem er skipuð mönnum sem hafa vit á því sem er verið að tala um, og fá allra virtustu lögfræðinga Íslands í þjóðréttum, ég er ekki að skilja af hverju að láta þessa Hollendinga kúga okkur svona..semjum eins og við getum sem mest borgað..% af hagvexti.
mbl.is Semja verði aftur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Fyrir alla aðila"

Þetta hljómar nú ekki eins og samningurinn var gerður í fyrstu..veit ekki betur en að það hafi allt hallað á okkur Íslendingana í þessum samning, þessi samningur var bara einhliða og átti bara að þjóna erlendum hagsmunum, en vegna nísku fjármálaráðuneytis voru sendir einhverjir trúðar til þess að semja fyrir Íslandshönd..og sem kom svo á daginn að nenntu ekki að standa í þessu og gættu engann veginn hagsmuni Íslendinga í þessum samning.

En athyglisvert þykir mér þessi afstaða...

Eins og búast má við mun Bretland skoða vandlega þau skilyrði, sem láninu hafa verið sett til að tryggja að þeir séu raunhæfir," segir í yfirlýsingunni, sem breska ríkisútvarpið BBC vitnar til.

„Þetta lán er mikilvægt og jákvætt skref í rétta átt fyrir alla þá sem tengjast málinu og það er mikilvægt að við tökum okkur tíma til að fara yfir málið til að tryggja bestu niðurstöðuna fyrir alla aðila."


mbl.is Bretar skoða fyrirvarana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sáttur með riðill Liverpool.

Ég er sáttur með riðillinn sem Liverpool leikur í og riðill sem ættum vinna og komast upp úr, svo verður spennandi að sjá riðillinn sem Barcelona er í með Inter, Eto'o nýgenginn í raðir Inter..og svo mætast AC Milan og Real, Kaka nýgenginn frá AC til Real, þetta verður gaman.

E-riðill
Liverpool
Lyon
Fiorentina
Debrecen


mbl.is Spennandi riðlar í Meistaradeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munu launin lækka??

Mun þessi maður bara ekki fá griett í öðru formi..þetta lið fer nú ekki að telja launin sín niður, nokkuð viss um að launin séu 1,5 mill og svo bónus í einhvers konar formi.
mbl.is Laun framkvæmdastjóra Stoða lækka um 70%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki bara tala..gera líka!!

Það að koma með tillögur er af hinu góða, en tillagan er gagnslaus ef hún fer ekki í ferli og verði virkuð er ekki komið nóg af mótmælum til þess að stjórnvöld vakni og átti sig á því að fjármagneigendur eru búnir að fá stóra sneið í sinn hatt, og nú áður en allt fer að fara í kaldakol enn meir, er þá ekki kominn tími á aðgerðir..hættið kjaftæðinu og látið hlutina tala það er ekkert sem pirrar mig meira en kjaftöskur út í loftið en eru svo bara innihaldstómar blöðrur sem er ekkert marktakandi á..kominn tími á aðgerðir svo fyrr hefði verið.


mbl.is Höfuðstóll lána verði lækkaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilld!

Glæsilegur sigur á Hollendingum..komst ekki en fylgdist með á hliðarlínunni og gaman að sjá hálfleikstölur 59-31 og ekki slæmt að leggja Hollendinga að velli eftir alla umræðunna um þetta Ísleifsrugl, en tveir sigrar í röð fyrst á móti Dönum og svo Hllendingum bara snilld..áfram svona.

Áfram Ísland.


mbl.is Hollendingar lagðir að velli í Smáranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara viðskiptalegs eðlis og ekkert annað!!

Mig varðar ekkert hvað fjölmiðlar segja, það sjá allir þeir sem vilja sjá að Bretar höfðu ekkert val í þessu máli, þeim var hótað, annars hafa þeir verra af...bara eins og þeir hóta okkur, svona eiga dílar að ganga, með þvingunum út í eitt.
mbl.is Réðu viðskiptahagsmunir lausn Líbýumanns?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" þeir hljóta að halda,“?????

Er þetta ekki haft eftir " Utanríkisráðherra" ...." þeir hljóta að halda"..er maðurinn ekki viss eða hefur hann ekki hundsvit á því sem hann er að gera, hvað á maður að halda, ég persónulega er slétt sama, var við öðru að búast, þetta Samfylkingarlið hefur bara eitt mál á sinni stefnu ESB..ef annað kemur upp þá vita þau ekki í þennan heim né annan, er lífið ekki yndislegt..kyrjaði einhver.

Áfram Ísland...sem sjálfstæð þjóð.Whistling

Three Amigos!!


mbl.is Fyrirvararnir hljóta að halda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband