Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

Spurning um kálver..ekki álver.

Þetta er alltaf spurning um hvað skal gera...nú á að reisa fiskeldi á suðurnesjum, og svo stendur til að reisa álver þarna líka...en er ekki þörf á kálveri í stað álvers.

Ég er nú þannig gerður að við eigum að auka flóru þess sem við framleiðum...og spurning hvort við séum á endastöð með álverin..og ættum að einbeita okkur að kálverum, og tómats ræktun ræktun á agúrkum, auka fiskeldi..og þess háttar..sem myndi ekki þurfa eins mikla orku.


mbl.is „Eitthvað annað“ arðbærara en álið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt af stærstu kjaramálum landsmanna.

Þetta er án efa eitt af stærstu kjaramál landsmanna..og verður fróðlegt að sjá hvernig til tekst..ég treysti því að Sigmundur með sitt teymi leysi þessi mál..og komi okkur út úr þessum höftum sem fyrst.
mbl.is Ný áætlun um losun hafta í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel orðað.

Þetta er orðað eins og meirihluti Íslendinga hefði viljað hafa það...Ísland vill ekki um borð í Titanic.

ESB er fallandi...ESB hefur ekkert fram að færa..nú vilja þetta lið sem vill inn...sjá samninginn...sjá hvað..það er ekkert að sjá..nema þann samning sem á borðinu er...Lissabon sáttmálinn....ég veit ekki hvað vakir fyrir þessu fólki.

ESb vill okkur inn...vegna auðlinda okkar...við með okkar auðlindir..höfum ekkert þangað að gera.

Skerum niður í utanríksmálum um 5 milljarða....og ég treysti núverandi Utanríkisráðherra til þess..að loka Evrópustofu..og við förum að einbeita okkur að Íslandi.

Áfram Ísland. 


mbl.is „Ísland vill ekki um borð í Titanic“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun meira áfall fyrir ESB en Ísland.

Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir ESB..að Ísland hafi séð af sér og tekið rétta afstöðu til þessa mála sem snýr að því að draga þessa umsókn til styrkjabandalagsins til baka...og fara að hlúa að málum Íslands.

Ég mæli með því að við drögum all verulega úr útgjöldum til utanríkismála...við erum að setja um þessar mundir um 11 milljarða í þetta ráðuneyti..og mætti alveg klárlega skera þetta niður um 5 milljarða sem gætu nýst hér heima fyrir 5 milljarðar á 10 árum...eru 50 milljarðar..það mætti gera eitthvað við þá fjármuni.


mbl.is Áfall fyrir Evrópusambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt mat.

Þetta eru gleðitíðindi fyrir Íslendinga..og ber að fagna á hverju horni...nú brettum við upp ermar..og tökum til í okkar eigin ranni...ef við ætlum að vera sjálfstæð þjóð..þá verður að lækka skuldir umfram allt..og beina skútunni að skuldlausa landi.Smile

Er þetta ekki Laugarvatnsstjórnin.Wink

Áfram Ísland.


mbl.is Aðildarferlið verður stöðvað strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerum ekkert...

Við bara gerum ekkert...skerum niður í utanríkisþjónustunni um 50%..lækkum útgjöld til utanríkismála um 5 milljarða á ári....sem mætti nota til heilbrigðismála hér á landi...og setjum þessar viðræður á bið næstu 20 árin.
mbl.is Spyr um breytta stöðu á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málefnin skipta mestu.....

Að mínu viti eru það málefnin sem skipta mestu máli...ekki hver það er sem fær hvaða ráðuneyti...ef stjórnarsáttmálinn sé góður..málefnin góð..og unnið fyrir heimili og almenning þessa lands...það er það sem almenningur vill...ekki hver fær hvaða stól.

Það sem skiptir máli klárlega..er sem ég bloggaði um í gær og þessi mál eiga klárlega vera í þessum málapakka sem þessi stjórn mun koma með.


mbl.is Tíðinda er að vænta innan skamms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drögum þessa umsókn til baka..

Það er kominn tími á að þessi aðildarumsókn verði dregin til baka...við höfum ekkert inn í þetta styrkjabandalag að gera..það sem þarf að gera er að taka til í ríkisfjármálum...þetta ferli er aftast í röðinni...nema að þetta bull verði dregið til baka...þá ætti það að verða 1 af 10 fyrstu málum næstu stjórnar.
mbl.is „Mögulegt að velja hvort tveggja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimm af stóru málum næstu stjórnar.

1. Skattleysismörkin og tryggingargjaldið

Algert lykilatriði næstu stjórnar er að hækka skattleysismörkin og lækka tryggingargjaldið.

2. Heimilin í landinu

Þetta er hlutur sem verður að laga..sem síðasta stjórn átti að gera 2009, þar sem hún var í kjörstöðu til þess að laga til í bönkunum og lánasafni heimilana...þá er tillaga Framsóknar í þeim málum 20% leiðrétting, hefði bjargað miklu.

3. Vogunarsjóðirnir

Þetta er hlutur sem verður að taka á...það gengur ekki að hér séu fyrirtæki...eins og þessir vogunarsjóðir...sem hafa ekki starfsleyfi hér á landi...skuli enn vera að störfum..og hugsar bara um það eitt að hagnast...en heimilin mörg blæða.

4. Draga ESB umsókn til baka. 

Algert lykilatriði..og áttum aldrei í fyrsta lagi að sækja um þetta styrkjabandalag..drögum aðildarumsóknina tilbaka.

5. Skerum niður bætur.

Skerum niður barnabætur, húsaleigubætur og vaxtabætur..og lækkum skatta frekar niður í 35%..til að byrja með...ríkið á ekki að standa í þessu...almenningur á að fá peninginn beint í vasann...og með þessari aðgerð...yrði meira fjármagn í umferð...og ríkið fengi meira í formi vsk.


Beckham til ÍBV...

Spurning hvort Beckham ætti ekki að skella sér til eyja....hann er búinn að vinna meistaratitla með 4 liðum..og væri ekki ónýtt að setja þann 5 inn...með ÍBV...spurning hvort DJ og Hemmi setji sig í samband við Beckham og fái hann til eyja..myndi gleðja marga knattspyrnumanninn.
mbl.is Beckham fór grátandi af velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband