Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

..en af hverju þá ESB???

ég er alveg hættur að skilja þessa VG-liða..fyrst felldu þeir tillögu um að draga umsóknina til baka..svo núna er okkar hagsmunum best borgið utan ESB..skil ég þetta þannig að þeir vilja særa þjóðina??
mbl.is Hagsmunum best borgið utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokkur sem er ekki traustverður!

Vinstri Grænir eru búnir að stimpla sig sem flokkur sem er ekki hægt að stóla á..þeir segja eitt..og gera annað..í stefnuskránni segir meðal annars...

"Samskipti við Evrópusambandið ber að þróa í átt til samninga um viðskipti og samvinnu, m.a. á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópursambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað"

Ég skil þetta sem svo að aðild að ESB komi ekki til greina..er þetta ESB rugl ekki vilji 20% Íslendinga..örfárra komma í Samfylkingunni..það var fullt af fólki sem kaus VG einmitt út af andstöðunni við ESB..en ég er nokkuð viss um að ansi margir muni snúa baki við þessu afli þegar til kosninga kemur næst.


mbl.is ESB tillaga felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

..þá bara hækka skatta!!

Írarnir hljóta að leita aðstoðar til Íslands..um hvernig skal leysa málin..og þá kemur væntanlega skattahækkun sem besti kosturinn til þess að halda bönkunum gangandi..bönkum sem eru ofmetnustu stofnanir heimsins.

Við skríllinn verðum bara að njóta þess að vera á sviðinu með fíflunum..og misgáfuðum stjórnmálamönnum...þetta skítahyski sem er á þinginu ætti að koma með tillögur til lausna á vandamálum Írlands..og geta farið með til vina sinna í AGS..og helst ekki koma aftur!!

c_a-21_aa-new_imf-world-bank_847830_974060


mbl.is Ungir Írar flýja land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur J Versus Grasrótin??

Þetta er athyglisvert..og átti að mínu viti að vera komið fyrir löngu síðan..annars er ekki nægt að álykta..það verður einnig að fylgja þessu rugli eftir..það eru all flest lönd að yfirgefa skútuna..þá ætlar þessi stjórn inn..hverslags rugl er þetta að verða.

Grasrót VG..verður vara að taka í taumanna og segja þessum Steingrími til syndanna..er kannski svo komið fyrir þessum flokki eins og var með Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn í "denn"..þar réðu bara tveir menn því sem átti að ráða.


mbl.is VG tekst á um ESB-inngöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott verklag!

Jóhanna Sig...forsætisráðherra hlýtur að vera alveg í skýjunum með þetta verklag..hvernig þessi ríkisstjórn tekur á málunum..ef þú gerir ekki svona..þá skaltu ekki eiga von á góðu..hvers konar vinnuhættir eru þetta..Steingrímur lætur þetta allt vaða yfir sig..eingöngu til að halda stólnum.

Hvenær segja þingmenn Vg..hingað og ekki lengra..er kannski kominn sami háttur á og var við lýði þegar Halldór og Davíð stjórnuðu sínum flokkum með harðræði..það skyldi ekki vera.


mbl.is Hótað embættismissi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekar að lækka laun þingmanna!

Ætli það sé ekki skynsamari hugmynd að lækka laun þeirra sem hafa ollið þessum skaða í gegnum árin..eins og t.d. þingmenn allra landa..væri ekki nær að lækka laun þeirra sem eru virkilega vandinn um allavega 40%!!!
mbl.is Atvinnulausir vinni launalaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

4-flokkurinn búinn að vera!

Þetta kemur mér ekkert á óvart...4-flokkurinn hefur sýnt það og sannað undanfarin ár að hann er ekki hæfur til þess að fara með völd í landinu..og ber að víkja.

Ég bara biðla til fólks að kjósa allt annað en 4-flokkinn ef það vill breytingar..það verður að koma þessum 4-flokk frá undir eins..hann er búinn að rústa heimilum landsins..og það virðist enginn geta leyst hinn af...allir eru vanhæfir..og á Alþingi þarf að hreinsa út...bara eins og eftir vinnu í fiski..eftir aðgerð..það þarf að spúla slorið út!!


mbl.is Fylgi ríkisstjórnarinnar hrynur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband