Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Engin útrásarvíkingur!!

Var það ekki árið 2007 sem eitthvað af þessu útrásarrugl liði fékk fálkaorðuna, væri ekki lag að veita þeim einnig einhverjum á þessum tímapunkti, svona í þakklætisskyni fyrir hvað þeir eru búnir að gera fyrir land og þjóð, við getum nú ekki annað en verið stolt af þessu "liði" oohhhh hvað er maður er stoltur að vera ÍSLENDINGUR!!Whistling
mbl.is Tíu sæmdir fálkaorðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem koma skal??

Þetta er skelfilegt að sjá, en er þetta ekki sem gæti alveg farið að gerast, fólk sem er búið að missa sitt og fær ekki leiðréttingu á sínum málum, gersamlega sturlast og gerir svona hluti, ekki að maður sé stuðningsmaður svona verka, en mörgum er eins og stjórnvöldum er alveg sama um fólkið í landinu, sorgleg stjórnvöld.
mbl.is Bankinn fékk ekki lyklana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi ætti að taka þetta sér til fyrirmyndar!!

Ég myndi segja eftir alla vitleysuna að Alþingi ætti að taka þessa frétt sér til fyrirmyndar, eftir allt ruglið sem stjórnvöld eru búin að valda Íslensku þjóðinni, Íslenska þjóðinn á meira skilið frá þessu Alþingisdæmi, væri bara ekki lag að lækka laun þingmanna niður í 400.000 fast, menn uppskera eins og þeir sá.
mbl.is Fólk beðið að vinna kauplaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ragnheiður Ásta..nei afsakið..Ásta ragnheiður..bjalla.

Er (Forseti Alþingis) að verða gúgú gaga, hverslags bjánaskapur og dónaskapur er Sigmund Davíð sýnt með að ljúka ekki máli sínu ragnheiður Ásta..nei afsakið Ásta Ragnheiður fyrirgefiði...sami bjánaskapurinn á þinginu mun verða svona um ókominn ár með þessarri blessuðu Samfylkingu, ömurleg sjón.
mbl.is Einleikur forseta á bjöllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil mistök hjá Barcelona!

Ef af þessu verður þá verður þetta mikil blóðtaka fyrir Barcelona, ég kalla þetta að vera sofandi á verðinum, á meðan Real Madrid fær til sín hverja stjörnuna á fætur annarri þá er Barcelona að losa sig við besta mann liðsins sem er að meðaltali með 30 mörk á tímabili, hverslags vitleysa er þetta ef Eto'o fer og Zlatan ofmetni fer til Barcelona, þá verður á brattann að sækja fyrir Barcelona á komandi leiktíð, mitt mat.
mbl.is Slegist um Eto'o
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítalykt af málinu??

Einkennilegt að núna skuli koma upp sú umræða að reisa verksmiðju á Íslandi, þegar félög tengd þessu hafa verið tengt eignarhaldi gamla KB banka og svo núna eru allir vinir og eru tilbúnir að greina hagkvæmni að reisa verksmiðju hér...ég spyr hvað hangir á spýtunni.

Felst í greiningunni einhvers konar niðurfelling af einhverju tagi, maður spyr sig alls konar spurninga á þessum tímum, þetta félag hafði nægan tíma til þess að koma upp verksmiðju hér á landi, en að sjálfsögðu sjá þeir tækifæri í að reisa fyrirtæki hérna, gömlu bankarnir búnir að eyðileggja krónuna okkar og hvað er betra en að koma til Íslands í veikum miðli og reisa verksmiðju, þeir sjá væntanlega veikann miðil næstu ár.


mbl.is Verksmiðja Bakkavarar gæti skapað 750 ný störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snúum okkur að kvennaboltanum!

Þetta fer nú að verða algjör brandari þetta karlalandslið, telja sig vera einhverjar svaka stórstjörnur þegar þeir koma saman til þess að spila landsleiki, en hafa ekki enn áttað sig á því að þeir eru mörgum klössum fyrir neðan all margar þjóðir heimsins.

Ekki er svona farið með kvennalandsliðið sem er komið í úrslit í sinni keppni og eiga hrós skilið, og mættu karlalandsliðið alveg taka tillit til kvennanna og fara á æfingar og fá smá kennslu hvernig á að gera þetta.


mbl.is Ísland tapaði í hitasvækju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska þjóðin gegn Útrásarvíkingum og Alþingi Íslands.

Þetta fer að verða þvílíkur farsi, ég tel að ástandið eigi bara eftir að versna ef eitthvað er, stjórnin gerir ekkert fyrir fólkið í landinu, og við eigum bara gjöra svo vel að borga skuldir annarra manna og halda kjafti, hvað er að frétta af þessum mönnum sem voru í þessu Icesave og edge dæmi, var ekki talað um á sínum tíma að bankastjórar landsins þiggðu svo há laun vegna þess að þeir bæru svo mikla ábyrgð???...ábyrgð á hruninu ætla ég, og hrunið er komið, þá vantar okkur ábyrgðina frá þessu fólki sem lofaði..en ekkert heyrist.

 


mbl.is Blekkingar, heimska og hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland og Norður Korea á sama bát?

Það er ekki slæmu að líkja okkur við Norður Kóreu, við eigum við þennan kvilla líka að eiga við, þ.e.a.s. að vera hryðjuverkamenn í fingurgóma, maður stendur gersamlega á nálum og veltir fyrir sér hvaða næstu hryðjuverk Íslendingar og Norður Kóreumenn skyldu taka að sér næst, spurning hvort við ættum ekki að gera Norður Kóreu að okkar vinaþjóð, fyrst við erum svona miklir hryðjuverkamenn inn við beinið.
mbl.is Bandaríkin aðvara N-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar FAGNA!!!

Fyrirsögnin er lýsandi dæmi um hverslags aumingja stjórnvöld eru í samningum, auðvitað fagna Bretar þessu með rétt eigum við Íslenska þjóðin ekkert að vera borga nema það sem er til í sjóðum til þess arna, og það eru ekki neinar 450 milljarðar, það er víst...talandi um að vera tekinn í........
mbl.is Bretar fagna Icesave-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband