Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Krónan okkar!

Krónan okkar styrkist á erlendum mörkuðum, sem er gott væri fínt að fá evruna niður fyrir 200 kallinn sem fyrst, og með aukinni framleiðslu og eftir fylgni SÍ við gjaldeyrishöftum verði fylgt eftir og ef allur peningur kæmi heim myndi krónan styrkjast, með þessu móti að evran styrkist erlendis minnkar bilið á milli evru erlendis og hérlendis sem þýðir að menn fara kannski að flytja peninginn heim fyrir þær vörur sem þeir eru að selja erlendis.


mbl.is Munur á gengi krónu minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta verður fróðlegt.

Hvað er málið, krónan búin að hrynja um 120%, atvinnuleysi úr 1,5% í 10%, fullt af fólki búið að tapa húsum sínum og vinnu, útrásarvíkingar ganga lausir og stoltir, og við sitjum uppi með Iceslave....HALLÓÓÓÓÓ!!!

Ég vil ekki þennan stöðugleika takk fyrir, ég vil styrkingu á öllum sviðum, ég vil styrkingu krónu, lækkun atvinnuleysis, og þá sem komu okkur í þessa stöðu verði látnir borga, þegar uppgangurinn var sem mestur, var mér ekki boðnir milljarðar, ekki var mér boðið í þyrlu á Formúlu, ekki var mér boðið í hinar og þessar veislur....en núna þegar veislan er búin og allir búnir að éta yfir sig, þá á ég að borga...HALLÓÓÓÓ!!!

Það er bara eitthvað í þessu sem er ekki rétt, stjórnvöld og útrásarvíkingar borga þetta, og stjórnvöld styrkja krónuna og láta fólkið í landinu í friði, það sem stjórnvöld gera...ekki gera!!


mbl.is Halda áfram viðræðum í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skapar gjaldeyri.

Þetta eru góð tíðindi, gaman að sjá að fólk er að vinna í framleiðslu allskonar, en ekki vera gapandi á A-4 blöð allan daginn og ekkert gerist, þetta eru fyrirtækin sem skapa okkur gjaldeyri og gera land okkar og þjóð að sterkarra vígi, 70 manns við vinnu getur bara talist gott á þessum tímum og á bara eftir að gera gott fyrir okkur Íslendinga í framtíðinni.

Ég myndi gjarnan vilja spyrja Kristján "meistara" Loftsson hvort væri ekki ágæt hugmynd að reisa stúku fyrir almenning svo fólk gæti séð hvalaskurð og það væri hægt að bjóða upp á veitingar allskyns, það væri hægt að vera með borð og menn gætu skipst á hugmyndum, ég tel þetta vera góða hugmynd, vera í hvalaskoðun, og veiða hval, ekkert athugavert við það.


mbl.is Búið að veiða fjóra hvali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir að yfirgefa " Draumaliðið"

Hvað er þetta eiginlega, er þetta ekki draumahöllin að fá að spila fyrir júnætid, en svo hverfa markaskorarnir á braut af hverju er það, Ronaldo farinn og núna Tevez, þeir eru nú enn með leikmann ársinsTounge svo þetta er ekki alsæmt, en verður fróðlegt að sjá hvaða leikmenn koma til Júnætid í sumar, er ekki Tevez á leiðinni til Man. City, það skildi þó ekki vera að hann færi til erkifjendanna.Whistling

Flott viðtal.Grin


mbl.is Tévez yfirgefur Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki slæm hugmynd.

Það gustar um karlinn um þessar mundir, Bankasýsla Ríkisins gæti orðið nokkuð athyglisvert og verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessum ríkisbankastjórnun, allt bankakerfið á ekki að vera í einkaeigu, og FME verður gersamlega að vera óháð stofnun sem má ekki eiga neina tengingu við stjórnendur bankanna, mér skilst að bankarnir séu yfirfullir af peningum og bíði eftir að komast á markaðinn og fara að vinna, það eru spennandi tímar framundan, og verður fróðlegt að sjá efnahagsrekining "Nýju Bankanna" í næsta mánuði.
mbl.is Stofna Bankasýslu ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða læti eru þetta!!

Allt þetta tal um slaka dómgæslu í umræddum leik, vísa ég til föðurhúsanna, norski dómarinn dæmdi bara þokkalega án efa hafa fleiri dómarar átt slakari leiki en sá norski átti í þessum leik, leikmenn Chelsea ættu bara líta sér nær og gera betur og klára leikinn, þeir fengu fullt af færum en voru ekki nógu góðir til að klára leikinn, þá er bara að kenna dómaranum um það að Chelsea voru ekki nógu góðir er afskaplega lélegt, þegar allt er á botninn hvolft voru það Chelsea menn sem klúðruðu þessu við leikinn, en ekki norski dómarinn.

drogba snar!!


mbl.is Chelsea ætlar að áfrýja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengi krónunnar haldið viljandi uppi af SÍ!

Þessi frétt kemur mér ekkert neitt ofsalega á óvart, þetta veika gengi krónunnar er mylla á borð útflytjenda og stjórnvalda, útflytjendur fá vel borgað fyrir veika krónu, svo geta þeir selt gjaldeyrir erlendis stjórnvöld fá meira í kassann frá fiskútflytjendum, og svo eru ferðamenn "ginkeyptari" á ferðalag til Íslands vegna veikrar krónu, þannig að það er margt sem gerir veikinguna betra fyrir stjórnvöld.
mbl.is Fara framhjá gjaldeyrishöftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líklega rétt.

Þetta eru líklega réttmæli hjá Carra, brotthvarf Ronaldos mun veikja stöðu Man Utd. á kostnað annarra liða, ég héld að all flestir knattspyrnufræðingar séu sammála þessu, en hvort þetta dugi hjá okkur Liverpool mönnum til þess að landa titlinum skal ósagt látið, en vonum það innilega að sjálfsögðu.
mbl.is Carragher: Brottför Ronaldo mun hjálpa okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðitíðindi!

Þetta er flott, tvö dýr á leiðinni í land, einmitt sem okkur vantar á þessum tímum, ég vona að ég geti farið um einhverja helgina og séð þegar Hvalur kemur inn, gott að þessar veiðar eru byrjaðar að nýju, nóg til af hval.


mbl.is Hvalur 9 á leið til lands með tvær langreyðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þetta vildi FLUGFREYJAN!!

Þetta er algjör snilld, eigum við að vera í skuldafangelsi, eigum við bara ekki gefa skít í þetta Breta og Hollands rugl, og borðum bara það sem við eigum, við þurfum ekkert á þessu Holland og breta viðbjóð að halda, Breta eins og allir vita eru rottur heimsins og Holland er að falla inn í þennan hóp, ég segi nei við þessu viðbjóð sem Svavar Gestsson samdi fyrir okkur, og fáum fagmenn í samninganefndina, ekki gamla stjórnmálamenn.Angry
mbl.is Icesave-samningar birtir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband