Sorglegt lið..

Fólk skilur greinilega ekki hvernig lýðræði virkar..en það virkar einmitt best eins og þessi kosning sýndi..þar sem almenninur fékk að kjósa, og lýðræðisleg niðurstaða var út skal úr ESB...meira bullið.


mbl.is Brexit-andstæðingar mótmæla í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona eins og Brexit liðið, sem  skilur greinilega ekki hvernig lýðræði virkar, er búið að láta í þau 41 ár síðan Bretar héldu þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild.

Espolin (IP-tala skráð) 2.7.2016 kl. 19:00

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Ert greinilega ekki svo gamall, en þegar Bretar gengu fyrst í þetta bandalag..var þetta efnahagsbandalag..en svo komust kommarnir að..og fá góð laun...og gátu skipað öðrum fyrir..og þá var þessu breytt í Evrópusamband..sem er að drepa allann hagvöxt í álfunni..þökkum hinu miðstýrða ESB fyrir það.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 2.7.2016 kl. 19:16

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já sorglegt lið.

Miklu sorglegra er samt allt það lið sem tjáir sig nú um þetta mál án þess að hafa gert sér grein fyrir þeirri einföldu staðreynd að Brexit þjóðaratkvæðagreiðslan var alls ekki bindandi.

Íslendingar hafa reynslu af því að halda þjóðaratkvæðagreiðslur sem voru bindandi og líka eina sem var ekki bindandi. Þær sem voru bindandi leiddu af sér glæstan sigur réttlætisins yfir tilraunum þeirra stærri og sterkari til að kúga smærri aðilann. Hin sem var ekki bindandi hefur leitt til þess að tæpum fjórum árum seinna er enn rifist um hvað niðurstaðan þýddi eða þýddi ekki, og fæstir sem rífast hafa gert sér grein fyrir því að hún þýddi alls ekkert.

Af þessu má draga þann lærdóm að það getur aldrei leitt gott af sér að boða kjósendur til þýðingarlausrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Það mun aldrei skapa sátt um neitt mál heldur aðeins auka sundrungu.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.7.2016 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband