Þjóðin klofin....hún vill ekki..

Þetta er alveg magnað..ÖJ segir að skiptar skoðanir er um það innan þingflokks VG hversu langt aðildarviðræðurnar eigi að ganga....nú var það þannig í stefnuskrá VG..að innganga inn í styrkjabandalagið ESB skyldi ekki verða....og þeir fengu góða kosningu út af þeirri stefnu..en núna þegar 1 ár er í kosningar hefur heldur fjarað úr fylginu...fylgið mælist í kringum 11%...sem er í meira mæli.

Þetta segir Ögmundur réttilega í pistli rétt fyrir jól...

"Ef þjóðin segir nei, þá getum við hætt að senda flugvélafarma af starfsfólki fyrir gríðarlega fjármuni til að fletta pappír suður í Brussel og notað tímann og peningana sem sparast til uppbyggilegra verka. Okkur liggur á að komast út úr þessu endemis rugli"

Með réttu væri best að draga þetta til baka....evrusinnar hafa gert ótal skoðanakannair hjá Gallup sem hafa verið þeim í óhag, og það kemur ekki fyrir almenningssjónir...skiljanlega fyrir það fólk.

En þjóðin vill ekkert í þetta styrkjabandalag að gera...og vill fríverslunarsamninga frekar við önnur ríki!!


mbl.is Getum ekki beðið eftir ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Engu síður sína kannanir að meirihluti vilji ljúka viðræðum og fá að kjósa um niðurstöðuna.

Nú er ég enginn sérstakur ESB aðdáandi en úr því sem komið er þá er ég þeirrar skoðunar að vilja fá að kjósa um inngöngu eða ekki.

Guðmundur (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 00:04

2 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Ég er sammála Guðmundi.

Tel að Ísland sé ávalt tengt Evrópu.

Erum það í gegnum EES og þurfum að taka mikið af regluverki ESB án þess að fá neitt um það að segja.

Skoðum hvað samningar færa okkur og gerum svo upp hug okkar.

Annað væri bara vitleysa.

En við Íslendingar erum svo miklir kóngar í okkur, en erum ekkert annað en leigubændur eins og fyrr á öldum :-)

Leigan okkar núna er okur verðtrygging og verðbólga í 120% eða gengið fellt.

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 10.4.2012 kl. 03:02

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er til eitthvað millistig á milli þess að telja sig kónga eða vera rollur. Okkur var neitað um að fá að kjósa um það hvort lagt væri upp í þessa bjarmalandsför.  Fannst ykkur það í fína lagi?

Það hefur alltaf verið ljóst hvað okkur stendur til boða þarna. Að halda öðru fram er spuni eða botlaus heimska. 3/4 hlutar þjóðarinnar vill ekki þarna inn. Það er nóg. Farið var í þetta brölt á meirihluta sem valt á einu atkvæði eftir að Samfylkingin hafði haft í hótunum um stjórnarslit. 

Það er ekkert lýðræðislegt við þetta ferli í neinu tilviki. Það á að hætta þessu nú þegar. Þetta ofbeldi hefur tætt þjóðarsálina nóg og tafið allar framfarir og afturbata.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2012 kl. 06:57

4 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Blablabla !!!

Fengum við að kjósa um að fara í EES ?

Var þá ekki Sjálfstæðisflokkurinn við völd.

Persónulega vil ég sjá hvað samningurinn hefur uppá að bjóða og fá svo að kjósa já eða nei.

Meiru bullukollarnir þessir and ESB sinnar :-)

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 10.4.2012 kl. 07:49

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Ægir mikið er ég sammála þér og það er ekkert vit í öðru en að leyfa Þjóðinni að ákveða næsta skref...

Jóhannes B.P. blablabla hvað....

Þessi málflutningur ykkar ESB sinna er orðin ykkur ESB sinnum til minnkunar og skammar, þið þorið ekki einu sinni að leyfa Þjóðinni að ráð för í þessu ferli og það er búið að vera einkenni ykkar ESB manna frá upphafi þessa ferlis og eins og ég segi ykkur til minnkunar og skammar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.4.2012 kl. 08:33

6 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Ingibjörg

Hvaða málflutingur hjá and ESB sinnum er málefnalegur ?

Tökum dæmi !

Það hefur alltaf verið ljóst hvað okkur stendur til boða þarna ?

Hver bjó til þessa vitleysu annar en Jón Steinar Ragnarson

Ef hann veit hvað mun standa í samningum (alla 33 kaflana ) þá skal hann rita það niður og birta á MBL !

Ég hef ekki séð samninginn og hlakka til að fá að lesa hann þegar þetta ferli klárast.

Og að fá að kjósa um þetta mál þegar að því kemur.

Ef hann verður felldur þá það, en það er hluti af lýðræðisríki sem við búum í. 

Vona að afturhaldsöflin fá þessu ekki stöðvað.

Það er ekki heil brú af viti sem and ESB sinnar hafa komið með sem hægt er að mæla með.

Kveðja

Jóhannes 

Jóhannes B Pétursson, 10.4.2012 kl. 08:48

7 identicon

Við kjósum um þetta í næstu Alþingiskosninum. Átakalínurnar verða um ESB og niðurstöður í næstu kosninum nægja, ef flokkar sem eru andsnúnir ESB vinna kosningarnar þarf ekkert að kjósa neitt frekar um það.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 09:57

8 identicon

Ein smá viðbót. VG er ekki talinn með hann er með öllu ómarktækur.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 09:59

9 identicon

Algjörlega sammála þér Krisján B.

V.G. Þau eru orðin að skoffínum í íslenskri stjórnmálasögu....

Jóhanna (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 10:52

10 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Sæll Kristján

Þinn málflutningur minnir mig á öfga þjóðernissinna sem voru uppi á fjórða áratug Þýskalands.

Vona að hann verði ekki ofaná.

Klárum samningana og látum þjóðina kjósa já eða nei !

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 10.4.2012 kl. 17:06

11 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Jóhanna

Um skoffín tala bara þau sem það þekkja og jafnvel eru.

Það er til málsháttur sem er svona :

don't argue with an idiot, an idiot will drag you down to their level, and beat you with experience

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 10.4.2012 kl. 17:30

12 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Eitt skil ég ekki.

Við hvað eruð þið hrædd ?

Að við gætum fengið góðan samning við ESB ?

Þá gætum við losnað við þetta EES vandamál sem gerir ekkert annað en að senda á okkur regluverk sem við höfum ekki neitt að segja um og verðum að innleiða.

Við fórum á sínum tíma í EES til að fá lækkun á tollum fyrir okkar útfluting.

Það voru sömu sjónarmið þá með og á móti eins og eru í dag.

Flestir eru á því í dag að það var jákvætt að fara í EES.

Erum meira og minna í ESB í gegnum EES.

kanski að segja okkur úr EES líka ?

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 10.4.2012 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband