Evran á eftir að lækka meira!!

Evran á eftir að lækka meira næstu mánuði...skondið í ljósi þess að Samfylkingin er mikill stuðningsmaður evru..og mun mjög líklega halda áfram þeirri vinnu að taka upp evruna og ganga inn í glæpasamfélagið ESB..sem líklega enginn vill eftir ár eða svo...eins og ég hef áður bent á..þá er íslenska krónan mun sterkari gjaldmiðill.
mbl.is Evran ekki lægri í 14 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæpasamfélagið ESB. Þú ert vonandi ekki að tala um fólkið í þessum löndum...Ég á marga vini þarna úti sem ég tel ekki vera glæpamenn. Ég hef einnig búið úti í Danmörku og Svíþjóð ( ESB ríki) og tel þessi ríki, ekki vera glæpasamfélög. Svo væri gaman að vita hvar þú færð þessar upplýsingar um að evran muni lækka á næstu mánuðum...Er krónan sterkari gjaldmiðill? Hefurðu ekki tekið eftir öllu fólkinu sem á virkilega um sárt að binda vegna krónunnar. Fólk sem tók lán í erlendri mynt, fólk semþarf að kaupa matvörur sem hafa hækkað um 40-60% út af gengisfellinu krónunnar, verðbólgan sem er afsprengi gengisfalls krónunnar...

Ertu ekki að djóka?

Kveðja Guðbjartur

Guðbjartur (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 00:21

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Ekki blanda stjórnmálastéttinni við almenning..þetta er sitt hvor hópurinn..ég á við stjórnmálastéttina..almenningur á allt gott skilið..höldum því til haga.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 14.5.2010 kl. 02:05

3 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

já með evruna...ertu ekki að fylgjast með skuldastöðu þessara landa sem eru inn í þessu blessaða bandalagi..öll meira og minna gjaldþrota..og þú spyrð..þú átt eftir að sjá.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 14.5.2010 kl. 02:08

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Evrópusambandið er ekki þjóðríki, þar af leiðandi er útilokað að Ægir geti verið að tala um þegna þess, eða hvað Guðbjartur? Evrópusambandið er stofnun, og þar af leiðandi hlýtur hann að vera að meina stjórnendur þess.

Svo ég noti samlíkingu þá get ég fullyrt að íslensku bankarnir hafi stundað glæpastarfsemi, en með því er ekki þar með sagt að viðskiptavinir þeirra hafi verið glæpamenn, og ekki allir starfsmenn heldur.

Það er ekki að ástæðulausu sem ég vel þessa samlíkingu.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.5.2010 kl. 02:17

5 identicon

Þið meinið sem sagt að þeir sem stjórna í t.d. Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku séu glæpamenn...Eða eruð þið bara að tala um æðstu stjórnendur ESB? Bara að skilja hvert er verið að fara með ,,Glæpasamfélaginu"...Svo má auðvitað spyrja á hvaða hátt þeir eru glæpamenn ( stjórnendur ESB) ...ég er ekki alveg að sjá það...

Svo er eitt að skulda mikið og það hefur ekkert með gjaldmiðilinn að gera. ég get skuldað mikið í dollurum, evrum, íslenskum krónum og japönskum jenum og orðið gjaldþrota. Íslenska krónan er handónýtur gjaldmiðill Gengisfellingar yfir nokkrum áratugum með yfir 100 % verðbólgu og gengisfellingar núna sýna það...Fólk er að tapa aleigunni á báli íslensku krónunnar. Ég bara skil ekki  þegar fólk er að verja krónuna og segja hana vera svona rosalega góða fyrir okkur...

Kveðja Guðbjartur

Guðbjartur (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 13:22

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef það er eitthvað að krónunni, þá er það í hendi okkar Íslendinga sjálfra að gera nauðsynlegar úrbætur. Það sem er að Evrunni hinsvegar, er ekki á færi neinna Íslendinga að breyta. Í þessu liggur grundvallarmunurinn.

Það er ekki nafnið sem er prentað á seðlana eða litur þeirra sem hefur úrslitaáhrif á velgengni gjaldmiðils, heldur framkvæmd peningastefnu af hálfu útgefanda hans. Og gott fólk: vinsamlegast losið ykkur við þá ranghugmynd að pappírsmiðar og málmskífur séu fær um sjálfstæða ákvarðanatöku!

Guðmundur Ásgeirsson, 14.5.2010 kl. 18:29

7 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það sem ég skil ekki er glaðhlakkalegt viðhorf til ófarnaðar Evru og ESB. Í fyrsta lagi er of snemmt að sjá hvernig fer. Sögulega hefur gengi evru verið mikið lægra. Evran hefur lækkað en það er evrusvæðinu til hagsbóta. Til dæmis geta menn það fengi íslenskan fisk á lægra verði en áður. Íslendingar fá minna í sinn hlut og veitir þeim þó ekki af að fá aðeins meira. Þetta snýst ekki um að komast í ódýrar frí til Spánar. Þjóðverjar eiga mestan sparnað sinn í Evrum og því eru þeir áhyggjufullir yfir þróun mála. Þeir hafa þó hingað til grætt mest á ESB samstarfinu ef einhver hefur grætt mest á því. Fyrir Evrópu í heild er sameinað þýskalandu utan ESB mikið áhyggjuefni uppá stöðugleika og frið í álfunni og því væru það mikil ótíðindi ef þjóðverjar myndu ákveða að slíta því sambandi sem þar með myndi leysa upp ESB einsog við er að búast. Vangaveltur um þetta eru óraunhæfar enda yrði stutt í hernaðaruppbyggngu og stríð í álfunni, nokkuð sem er ekki hluti af langtíma hagsmunum íslendinga. Ég lýsi því hér með að menn einsog Guðmundur Ásgeirsson hafi ekki rökhugsun til að gagnrýna ESB heldur láti stjórnast af hatri og minnimáttarkennd. Það er sennliga gott fyrir hann og Heimsýnarklíkuna en vont fyrir þá sem vilja lifa á Íslandi góðu lífi í samvinnu við umheiminn einsog hann raunverulega er.

Gísli Ingvarsson, 15.5.2010 kl. 09:36

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Um glaðhlakkalegt viðhorf vil ég segja þetta: Við sem leggjum áherslu á að þessari bjánalegu umsókn Íslands verði kippt til baka hljótum að vona að það sem óhjákvæmilega mun sundra þessu bandalagi birtist sem fyrst.

Ég er í þeim hóp sem varðar ekkert um hvað er í boði hjá þessu bandalagi. Mín afstaða er sú að það sem eftir lifir af fullveldi okkar sé verðmætari eign en svo að það verði afhent fyrir nægilega stóran baunadisk.

Árni Gunnarsson, 15.5.2010 kl. 13:04

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hárrétt Árni.

Við fullveldissinnar gleðjumst alls ekki yfir óförum Grikklands, heldur erum við ánægðir með að hafa þó haft rétt fyrir okkur um ESB.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.5.2010 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband