Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Er þetta löglegt?

Ég bara spyr hvort þetta sé löglegt að borga sér meiri arð en hagnaðurinn segir til um...er ekki arður borgaður út sem prósenta af hagnaði, allavega með því móti ætti að vera hægt að byggja félög upp, en ekki taka meiri arð en hagnað, hverslags bull er það.
mbl.is Arðgreiðslur Sjóvár árið 2007 meiri en hagnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG fá skell í næstu kosningum.

VG fær skell í næstu kosningum..afhverju jú fólk taldi sig vera kjósa ekki bara flokk sem vildi ekki fara inn í ESB, heldur einnig flokk sem væri með formann sem nyti trausts og virðingu vegna röksemi og trúverðleika, ég tel að Steingrímur hafi fallið mikið í áliti hjá mörgum VG sinnum, þessi stjórn er nú ekki það sterk að hún verður að halda mjög vel á spilunum svo ekki megi fara illa, það eru búnir 2 mánuðir og strax er hún farin að svíkja, hvernig verður þetta eftir eitt ár..guð minn almáttugur.
mbl.is Fréttaskýring: Rúmlega tuttugu hafa skráð sig úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur búinn að gera upp á bak.

Steingrímur er núna gersamlega búinn að gera upp á bak, ekki nóg með að hann svíkur sjálfann sig..einnig svíkur hann fjölda fólks sem kaus VG, og einnig gengur hann á bak við stefnu VG sem segir að inngöngu inn í ESB sé hafnað, en fólk mun muna eftir þessu að það voru félagshyggjuflokkarnir sem eiga að hlúa að fólkinu sem gerðu það að verkum að Ísland gékk inn í þetta bandalag.

Félagshyggjuflokkarnir sem ég og fleiri halda örugglega að þeir eigi að huga hagsmunum almennings, en það er öðru nær, nýfrjálshyggjan ber þessa tvo flokka ofurliði, og er þetta einn svartasti dagur Íslands í manna minnum, ég finn til með fólki.

Áfram Ísland (Ekki ESB).


mbl.is Blendnar tilfinningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fróðlegt viðtal.

Davíð fór mikinn í þessu viðtali sínu á Skjá1, og komst mjög vel frá sínu, ég bara rétt vona að þetta Icesave dæmi verði fellt á þinginu og afhverju láta ekki bara þessar þjóðir Breta og Hollendinga sækja sinn rétt á Íslandi, og Davíð kæmi aftur í stjórnmálin, mér sýnist vera þörf á því.
mbl.is Engin ríkisábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel orðað Árni.

Er bara ekki heilmikill sannleikskorn í þessu hjá Árna, öllu verður stjórnað af tveimur þjóðum Þýskalandi og Frökkum og ef fólk heldur virkilega að við fáum einhverja sér meðferð er það alger misskilningur, við höfum nú þegar allt það besta frá þessu evrópska dæmi, með inngöngu mun okkar hagur versna til mikilla muna og við munum engin áhrif hafa inn í ESB, þetta er bara Elítan sem hefur ekki hugmynd um hvað hún er að segja, og ef Samfylkingin ætlar að fara að semja fyrir okkur, er alveg eins gott að pakka saman.


mbl.is Eigum ekkert erindi í hið nýja Sovét
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB für alles!!

Það skildi þó ekki vera að þegar eins og ég bjóst við að sumir þingmanna ganga sína sannfæringu í ESB málinu, og ganga eftir stefnu VG en ef við vitnum bara í Alþjóðahyggju í stefnuskrá VG þar segir..

"Samskipti við Evrópusambandið ber að þróa í átt til samninga um viðskipti og samvinnu, m.a. á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópursambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað"

Ég veit ekki með aðra en ég þarf enga túlkun á þessu atriði, þetta segir alveg skýrt að inngöngu inn í ESB sé hafnað, en svo styðja menn eins og Steingrímur, Árni Sig, Álfheiður og Ögmundur inngöngu inn í bandalagið, er ekki til heiðarlegt fólk í dag, geta menn ekki farið eftir sinni sannfæringu, að vísu var gott hjá nýliðanum á þingi Ásmundi VG að svara þessu pakki á þinginu.


mbl.is Hjáseta kann að ráða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá Johnson.

Gott hjá Johnson að skella þessu fram, þetta er bara nákvæmlega sú mynd sem maður hefur í hugarlund varðandi Mourinho, með þessu móti fáum við virkilega að heyra sannleikann um fyrrverandi stjóra Chelsea, og er þetta ekki sami maður sem margir Chelsea menn vilja fá aftur, hrokagikk út í eitt, Moro vertu bara á Ítalíu um ókomin ár, og til hamingju Glen Johnson að vera kominn til Liverpool, HEPPINN!!
mbl.is Johnson sendir Mourinho tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúgun Samfylkingar?

Hvernig er það, eru ekki reglur/lög sem segja til um það að hver og einn þingmaður eigi að fara eftir sinni skoðun og standa á henni, það á greinilega ekki við hjá Samfylkingunni, þeim er ekkert heilagt, maður er gersamlega búinn að' fá upp í kok, fá kosningar strax og kjósum Borgarahreyfinguna og út með fjórflokkaruglið og spillinguna.

http://www.althingi.is/upptokur/horfa_asf.php/?lidur=&raeda=rad20090710T114111


Góðir leikmenn ávallt velkomnir!

Við erum með gott knattspyrnulið eitt af betri liðum Evrópu, og ef svo myndi gerast að Ribery kæmi myndi það styrkja liðið enn frekar og ætti að tryggja okkur sess á meðal bestu liða Evrópu næstu árin, kaupin á Glen Johnson voru enn ein snilldarkaupin hjá meistara Benitez, án efa besti hægri bakvörðurinn á Englandi í dag, það vantar ekkert neitt ofsalega mikið upp á til þess að við verðum ógnandi á öllum vígstöðvum.
mbl.is Benítez vísar Ribéry-fréttum á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð tíðindi.

Þetta eru góð tíðindi, ég hef fulla trú á því að hvalaskoðun eigi eftir að reynast okkur vel um ókominn ár, gjaldeyristekjurnar 2 milljarðar verða smámunir eftir 3-4 ár að mínu viti, þetta spyrst út og mér skilst að hvalaskoðunarfyrirtækin eru að gera vel sem ekki skemmir, áfram á þessari braut, eflum ísland eins mikið og við getum.

Áfram Ísland.

Ísland.


mbl.is Hvalaskoðun vex hröðum skrefum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband