Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Miðaverð of hátt!

Þessi aðsókn koma held ég engum á óvart, það spilar margt inn í þetta efnahagsástandið er búið að leika landann grátt, og ekki er það trúverðug stjórn vinstri manna að fara gera nokkurn skapaðan hlut, en það sem á stórann hlut í minnkandi aðsókn að mínu mati er of hátt miðaverð, fólk heldur að sér höndum vegna óvissunnar og er ekkert að fara með alla fjölskylduna á leiki, lækka miðaverð með því móti gætu þessar tölur varið hækkandi, mitt mat.
mbl.is Færri áhorfendur í fyrstu fimm umferðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru júnætid menn núna!!

Glæsileg úrslit alheimur, ég vil óska alheiminum til hamingju með sigur Barcelona í Meistaradeild Evrópu þar sem þeir höfðu tögl og haldir, það var bara eitt lið inn á vellinum nánast, til hamingju Barcelona.
mbl.is Barcelona Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð hugmynd.

Það var mikið að það kom góð hugmynd frá stjórnvöldum, þetta eru án efa bestu tíðindi sem Íslendingar hafa fengið lengi, vonandi að úr rætist, verður fróðlegt að sjá hvort af þessu yrði, en góð hugmynd engu að síður.

Áfram Ísland.


mbl.is Festa gengið í 160 - 170
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BLA BLA BLA BLA............

Þvílíkt innantómt bull og vitleysa, spunameistarinn er aðalmaðurinn enn og aftur og Gylfi sýndarmennskan uppmáluð, og hvað kemur í ljós.....EKKERT!!

Svona mun þetta verða næstu mánuði, aðgerðarleysið verður algert, og engin á þinginu hefur hugmynd hvað á að gera, jú Samfylkingin ætlar inn í ESB, það er lausn þjóðarinnar!!!!


mbl.is Kominn tími ákvarðana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kobe frábær.

Kobe Bryant fór fyrir sínum mönnum eins og ávallt og leiddi liðið til sigurs í þessum gríðarlega mikilvægum leik og eru LA Lakers nú komnir með  heimaleikjaréttin að nýju og settu Denver upp að vegg, Gasol var einnig traustur.

LA Lakers
Bryant  41 stig
Gasol    20 stig
Ariza     16 stig
Denver
Anthony 21 stig
Billups    18 stig
Andersen 15 stig


mbl.is Kobe með 41 stig í sigri Lakers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantaði Íslenskt gen!!

Þetta er stór munur á þessum heimshluta fólks sem fremur einhvern glæp í Asíu og svo hins vegar hérna á Íslandi, hann fremur sjálfsmorð vegna þess að hann hafi þegið mútur, en hér á Íslandi stela menn hundruði milljarða og ganga stoltir um götur borgarinnar.
mbl.is Ekki slys heldur sjálfsvíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækka laun þingmanna!

Mitt mat á stöðu mála er þannig að laun þingmanna ætti að taka til endurskoðunnar, stjórnvöld eru að hluta til sek um hvernig komið er fyrir okkar þjóð, eins og Steingrímur J. segir, að " við þjóðin" ( hvernig sem Samfylkingin túlki það) eigi að axla ábyrgð, þess vegna lýsi ég ábyrgðinni að stórum hluta á Alþingi Íslendinga, fólkið sem kom okkur í þessa stöðu, og ætti að taka á sig all verulegar launalækkanir, mitt mat.
mbl.is Flytur skýrslu um efnahagsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerrard er meistari.

Þessi ummæli koma mér ekkert á óvart, við vorum hársbreidd frá þessum blessaða titli Liverpool átti marga góða leiki í vetur og hefði alveg átt skilið að vinna þessa keppni, en leikur á sunnudag þar sem það verður síðasti leikur Hyypia hjá Liverpool og mun hann bera fyrirliðabandið í þeim leik, heilt yfir er Liverpool búnir að eiga góða leiktíð.
mbl.is Steven Gerrard: Stoltur af frammistöðu liðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsti ákvörðunardagur verður spennandi.

Síðasti vaxtaákvörðun olli vonbrigðum þó svo þetta hafi verið fín lækkun, en raunverðbólga er nánast engin, eða við núllið, þess vegna vil ég frekar að það sé horft fram á við í staðinn fyrir að horfa alltaf aftur, á meðan við horfum aftur þá blæða fyrirtækjum út, og það er nokkuð sem við viljum alls ekki, ef horft væri fram á við þá væri hægt að lækka vexti niður í jafnvel 8% núna í Júní, en það mun aldrei gerast.
mbl.is Tveir vildu lækka vexti meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland >> nýja Kúba??

Spurt er, er Samfylkingin og Vg að fara sólíalískustu leiðina næstu fjögur árin eins og nokkuð getur verið, eins og Guðmundur Steingrímsson segir að það eru menn sem eru búnir að kaupa sig inn í greinina, og búnir að leggja mikla peninga í þetta, á svo núna að taka það frá þeim aftur, þetta verður bara eins og með ESB og kvótann, það mun aldrei nást sátt um þessi tvö stóru mál.

Já Nei Já Nei stjórnin mun ekki leysa þetta.


mbl.is Veruleikafirrtur grátkór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband