Skítalykt af málinu??

Einkennilegt að núna skuli koma upp sú umræða að reisa verksmiðju á Íslandi, þegar félög tengd þessu hafa verið tengt eignarhaldi gamla KB banka og svo núna eru allir vinir og eru tilbúnir að greina hagkvæmni að reisa verksmiðju hér...ég spyr hvað hangir á spýtunni.

Felst í greiningunni einhvers konar niðurfelling af einhverju tagi, maður spyr sig alls konar spurninga á þessum tímum, þetta félag hafði nægan tíma til þess að koma upp verksmiðju hér á landi, en að sjálfsögðu sjá þeir tækifæri í að reisa fyrirtæki hérna, gömlu bankarnir búnir að eyðileggja krónuna okkar og hvað er betra en að koma til Íslands í veikum miðli og reisa verksmiðju, þeir sjá væntanlega veikann miðil næstu ár.


mbl.is Verksmiðja Bakkavarar gæti skapað 750 ný störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hverjir áttu Kaupþing og keyrðu krónuna í þrot??

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 09:46

2 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Góðir punktar hjá þér...

Halldór Jóhannsson, 13.6.2009 kl. 09:46

3 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Ragnheiður þú veist það alveg eins og ég að gamli KB var almenningshlutafélag, og því fylgir kosning í stjórnir sem síðan ákveða hverjir eru hvar, það sem keyrði krónuna í þrot var þessi skelfilega skuldsetning, krónan er ekki vandamál Íslendinga, vandamál gömlu bankanna var óreiða af verstu sort, og það átti bara ekki vera hægt að koma bönkum á Íslandi í þrot, sem sýnir bara enn og aftur hve slakir stjórnendur voru við völd, eins og ég hef margoft sagt.

En óreiðan er yfirstaðinn að vísu er ég mjög fylgjandi þessarri stefnu að enginn skuli vera með hærri laun en Forsætisráðherra, það hefur enginn gott af því að vera með yfir 1,5 milljón á mánuði.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 13.6.2009 kl. 10:04

4 Smámynd: Halla Rut

Því lengur sem líður frá hruninu því betur sjá menn, eins og þú segir hér í athugasemd þinni Ægir, að þetta er í raun sök þeirra stjórnmálamann er hér voru við völd undanfarna tvo áratugi. Slakir spilltir stjórnmála menn, sem fannst flott að fylgja útrásavíkingunum í elítunni, unnu ekki störf sín og gengu veg auðmannanna en ekki þeirra er treystu þeim og kusu þá til starfa.

Flest þetta fólk sem sveik okkur svo duglega á fullum launum er enn við völd og enn að þiggja frá okkur laun. Á meðan svo er eigum við litla von um að snúa blaðinu við hér á landi og verða heiðarlegt og lýðræðislegt samfélag.

Halla Rut , 13.6.2009 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband