Þvílíkt bull!!

Þetta eru ekki verðlaun fyrir leikmann ársins, heldur verðlaun fyrir góða ferilsskrá, að fá útnenfingu sem leikmaður ársins er tómt bull, væri svipað og Rasheed Wallace fengi útnefndan sem leikmaður ársins í NBA, algjör vitleysa.

Ryan Giggs er ekki leikmaður ársins, leikmaður sem er meira og minna búinn að sitja á bekknum og þegar hann kemur inná, þá rífur hann kjaft, algjört bull.


mbl.is Giggs leikmaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

leikmenn völdu... hvaða röfl er þetta í þér?

jói (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 23:17

2 Smámynd: Ólafur Gíslason

"The 35-year-old had picked up the young player's award twice and has now been voted for the top accolade by his fellow professionals following his exemplary season, which looks likely to end with his 11th Premier League title."  tilvitnun í Soccernet.com lýkur.

Það eru hinir leikmennirnir sem kjósa hann, en hvað vita þeir?  Þú ert með þetta allt á hreinu og veist hvað prýðir leikmann ársins.

Ólafur Gíslason, 26.4.2009 kl. 23:21

3 Smámynd: Björn Jónsson

Af hverju hefurðu þá ekki bara samband við þá sem völdu hann og bendir þeim á hversu vitlausir þeir eru ??????

Björn Jónsson, 26.4.2009 kl. 23:39

4 identicon

Hættu þessu væli heimska rotta, klárlega bara bitur Liverpool maður.

Árni (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 23:40

5 identicon

Hjartanlega sammála þér!

Þetta er algjör brandari!!
Maðurinn hefur varla spilað í 90 mínútur í allan vetur...

Gerrard hefur haft höfuð og herðar yfir alla þessa leikmenn í vetur...

Páll Pálsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 23:44

6 Smámynd: Óli Sveinbjörnss

Þú veist vonandi að það er verið að fjalla um fótbolta ?

Og greinilega hefur þú miklu meira vit á þessu en allir leikmenn í ensku meistaradeildinni ?

Meira að segja meira vit á þessu en leikmenn Liverpool ?

Eða ertu kannski bara sour looser ?

Óli Sveinbjörnss, 26.4.2009 kl. 23:45

7 Smámynd: Ragnar Martens

Ég þarf ekki að nefna það að það eru leikmenn sem velja þetta, en það hefur ekki verið nefnt að þó svo að hann spili ekki alla leiki og sé ekki með markahæstu mönnum þá er nærvera hanns gríðarleg. Hann hefur spilað í vetur allar stöður í framlínunni. Hann er AÐALMAÐUR í liði Heims,Evrópu, Englands,Deildarbikarmeistarana. Ferge sparar hann fyrir stóruleikina eða setur hann inná þegar í óefni er komið. Hann er alltaf með betri mönnum í liðinu sem er í 1.sæti í ensku, í undanúrskitum í CL og FA cup.

Það hefði verið kjánalegt að það hefði ekki verið MAN UTD maður sem væri valin. Og ég geri ekki upp á milli Ronaldo, Rooney, Vidic, Van der Sar, eða Giggs.

Giggs hefur reyndar sýnt mesta stöðugleikan af áðurnefndum.

Ragnar Martens, 27.4.2009 kl. 00:02

8 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Menn mega ekki missklija, Man utd eiga alveg skilið að fá einn leikmann úr sínum röðum, en ef ég mætti velja, þá væri nafn Giggs ekki það nafn sem mér dytti í hug, það eru fleiri sem væru á undan í goggunarröðinni, mitt mat.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 27.4.2009 kl. 00:08

9 identicon

Þó að það séu leikmenn sem velja þann leikmann sem sem þeir telja að hafa verið bestur úr þessum litla hópi, þá eru það ekki leikmennirnir sem velja þennan litla lista til að byrja með, er það nokkuð?

Ryan Giggs átti aldrei að fara á þann lista til að byrja með, það er ekkert flóknara en það.

Auðvitað voru alltaf góðar líkur á að hann myndi vinna ef hann yrði valinn á listann, enda talað um hann í fjölmiðlum sem einhvern guð fyrir að hafa náð svona góðum árangri síðustu ca. 17-18 ár með Man. Utd. Og kannski réttilega. Það breytir því ekki að hann er EKKI besti leikmaðurinn í deildinni á þessu tímabili.

Þetta eru verðskulduð heiðursverðlaun sem hann fær, en hann á EKKI að fá þau með þessum hætti! Frekar hefði hann bara átt að fá heiðursverðlaun sem eru kölluð heiðursverðlaun í staðinn fyrir þetta. Þetta er brandari. Lélegur brandari meira að segja.

Bragi (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 00:36

10 Smámynd: Ragnar Martens

Bragi

Hann hefur verið valin af mótherjum sínum BESTUR. Hversvegna hefur þú meira vit á þessu en leikmenn?

Það skiptir ekki máli afhverju hann var á þessum lista. Ef það væri einhver betri þá hefði hann verið valin

Ragnar Martens, 27.4.2009 kl. 00:44

11 identicon

Náðirðu ekki hvað ég sagði í síðasta svarinu mínu?

Hann átti aldrei að komast á þennan litla lista til að byrja með. Leikmennirnir velja ekki listann.

Vit leikmanna vék fyrir tilfinningum í þetta skipti verð ég að segja. Vidic og Gerrard hafa báðir verið mun betri en Giggs á þessu tímabili, um það er ekki hægt að rífast.

Bragi (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 00:58

12 identicon

Skil nú ekki afhverju val leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar á leikmanni ársins skuli vera eitthvað til þess að rífast um...

 Persónulega finnst mér þessi verðlaun einmitt vera "heiðursverðlaun" og þar af leiðandi ekki skipti það miklu máli. Þeir leikmenn sem hafa fengið þessi verðlaun í gegnum árin segja einmitt að þeim þyki þetta vera mikill heiður að mótherjar sínir skuli velja sig leikmann ársins.

Menn tala um að Giggs hafi ekki átt að vera á listanum til að byrja með, en hann var það engu að síður (án þess að ég hafi hugmynd um hverjir setja saman þennan lista) og mótherjum hanns fannst hann eiga þau skilið. Ef þeir kjósa þennan vettvang til þess að heiðra annan fótboltamann, hvort sem það er fyrir góðan feril eða góða frammistöðu á þeirri leiktíð, þá er það þeirra mál og ekki okkar að þræta fyrir.

Þau verðlaun sem skipta að mínu mati meira máli og verðlauna frekar frammistöðu leikmanns er val íþróttafréttamanna á leikmanni ársins. Þeir eru í langflestum tilfellum óháðir, og verðlauna eingöngu frammistöðu ákveðins leikmanns á líðandi leiktíð.

Það finnst mér hins vegar eitthvað til þess að rífast um...

Hörður (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 01:42

13 identicon

Ojbara, vertu ekki svona ógeðslega bitur Púlarafjandi ! Að segja að Giggs komi inn á og rífi kjaft er eitthvað það mesta kjaftæði sem ég hef lesið .. maðurinn er með eindæmum prúður og skynsamur leikmaður .... maður sér nú peyja eina og Torres og Gerrard rífa meiri kjaft eins og einhverjar smástelpur... pffff.

Ómann (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband