Draga þessa vitleysu til baka undir eins....

Ég biðla til utanríkisráðherra að draga þessa umsókn til baka undir eins...þjóðin var aldrei spurð og fékk ekki að kjósa um þetta ferli.

Ég skora á utanríkisráðherra..og fara efir þjóðarvilja og draga þessa umsókn til baka skilyrðislaust....það er ekkert umboð sem embættismenn hafa til þess að vera í þessari aðgerð.


mbl.is „Við gerum þetta með okkar hætti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir hafa þá ekki heldur umboð til að draga umsóknina til baka. Þessir embættismenn hafa sama umboð og hinir fyrri og hafa ekki heldur spurt þjóðina. Hræðist þú svona mikið vilja þjóðarinnar að þú vilt ekki þjóðaratkvæði. Dó lýðræðisást þín við það að þeir sem þú fylgir komust til valda?

SonK (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 02:46

2 identicon

SonK

Þjóðin VILDI þjóðaratkvæði um hvort sækja ætti um aðild.

Af hverju ÞORÐU þið (ESB innlimunarsinnar) því ekki ?

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 08:34

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

SonK... meirihluti þjóðarinnar sagði vilja sinn í ný-afstöðnum Alþingiskosningum og í þeim kom skýrt fram að meirihluti Þjóðarinnar er andvígur þessu ESB ferli, meirihluti Þjóðarinnar kaus flokka sem höfðu það ákveðið á stefnuskrá sinni að stöðva ferlið tafarlaust og því yrði ekki haldið áfram nema að undangengni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það sem hefur breyst núna er að við erum komin með fólk við völd sem segir Þjóðinni eins og er, fólk sem kemur fram við þjóðina af virðingu, það er annað en fráfarandi Ríkisstjórn gerði, sú Ríkisstjórn gerði í því bera lygar á borð fyrir okkur Þjóðina og hvert bullið á fætur öðru til þess eins að valda úlfúð og ólgu vegna þess að það hentaði betur frekar en að segja eins og er...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.6.2013 kl. 09:49

4 identicon

Lausnir strax, engar nefndir, var sett í nefnd fram á vetur af fólki við völd sem segir Þjóðinni eins og er, fólki sem kemur fram við þjóðina af virðingu. Fólki sem fékk kosningu útá lausnir strax í sumar á skuldavanda heimilanna.

Skattalækkanirnar til ykkar koma kanske seinna segir fólkið við völd sem segir Þjóðinni eins og er, fólkið sem kemur fram við þjóðina af virðingu, fólkið sem lofaði skattalækkunum strax og var kosið þess vegna. Fólkið sem taldi brýnasta málið og algert forgangsatriði að lækka tekjur þjóðarinnar af sameiginlegri auðlind okkar.

Við kjósum ekki um ESB er predikað af fólki við völd sem segir Þjóðinni eins og er, fólki sem kemur fram við þjóðina af virðingu. Fólki sem síðustu 4 ár hefur hamrað á lýðræðislegum rétti þjóðarinnar til að kjósa beint um viðræðurnar og skildu stjórnvalda til að leita beint til þjóðarinnar um áframhald.

Nú á bara að haga sér eins og fyrri stjórn. Það sem hefur breyst núna er að við erum komin með fólk við völd sem hagar sér eins en heitir bara öðrum nöfnum. Lýðræðisást ESB andstæðinga er horfin, fuðraði upp eins og kosningaloforð.

Ágúst M. (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband