Füle er Fúll...

Þetta eru gleðitíðindi fyrir Ísland...og Íslenska hagsmuni...en þetta er ekki alveg búið..við verðum að afturkalla aðlögunarferlið að fullu...stjórnmálastéttin hefur ekkert umboð til þess að vera að standa í þessum gjörning.

Evrusinnar tala um það að þeir vilji kjósa um hvort haldið yrði áfram....afhverju var ekki kosið um á sínum tíma..hvort við vildum fara í þetta ferli éður ei....þá var ekkert spurt...enda er fátt um svör frá evrusinnum þegar maður spyr þessarar spurningar.

En þetta eru góð tíðindi fyrir okkur Íslendinga...og vonandi að við förum að halla okkur til vesturs..og gera fríverslunarsamninga við önnur ríki.

 


mbl.is Vonsvikinn með ákvörðun Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju Íslendingar !

Gleðilegan 17 Júni.

Magnús Orri (IP-tala skráð) 13.6.2013 kl. 17:20

2 identicon

"..afhverju var ekki kosið um á sínum tíma..hvort við vildum fara í þetta ferli éður ei.." Vegna þess að það var meirihluti á alþingi sem vildi það, þingmenn úr nær öllum flokkum, og þá vildi einnig yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar fara í þessar viðræður. Í dag eru um 60% þjóðarinnar sem vilja halda viðræðum áfram, sé eitthvað að marka skoðanakannanir. Þannig að meirihluti þjóðarinnar hefur verið, og er, fylgjandi viðræðum og engin ástæða til að kjósa um þær eða hætta þeim.

Einnig má benda á það að Evrópuandstæðingar töluðu um það, án stuðnings þings eða þjóðar, að þeir vildu kjósa um hvort haldið yrði áfram....af hverju ekki að kjósa þá núna fyrst þeir hafa loks þingstyrk til að láta þann draum sinn rætast?

Og alþingi hefur ótvírætt umboð til þess að vera að standa í þessum gjörning. Það er eitt af hlutverkum alþingis og tilgangur með tilveru þess að semja fyrir Íslands hönd.

SonK (IP-tala skráð) 13.6.2013 kl. 17:57

3 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Ok..ef þetta eru rökin....

Segir Sonk..

Vegna þess að það var meirihluti á alþingi sem vildi það, þingmenn úr nær öllum flokkum, og þá vildi einnig yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar fara í þessar viðræður...

Nú þá þarf þessi ríkisstjórn ekkert að taka mark á því að kjósa um hvort hætta beri umræðum..það er komin ný stjórn..sem ber að afturkalla þessa vitleysu.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 13.6.2013 kl. 18:14

4 identicon

Auðvitað þarf hún ekki að taka mark á neinu. Hún hefur sama umboð og síðasta ríkisstjórn til að gera það sem hún vill og getur. En það er bara undarlegt að sama fólk og var hvað ákafast að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu skuli ekki vilja heyra áhana minnst þegar þeir stjórna. Jafnvel svolítið fyndið að þeir sem hve hæst gagnrýndu framferði síðustu ríkisstjórnar segjast núna ætla að haga sér eins.

"Skítt með þjóðarvilja og lýðræði." virðist vera mottó þeirra sem stjórna Íslandi á hverjum tíma, sama úr hvaða flokki þeir koma. 

SonK (IP-tala skráð) 13.6.2013 kl. 19:22

5 identicon

"En það er bara undarlegt að sama fólk og var hvað ákafast að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu skuli ekki vilja heyra áhana minnst þegar þeir stjórna. Jafnvel svolítið fyndið að þeir sem hve hæst gagnrýndu framferði síðustu ríkisstjórnar segjast núna ætla að haga sér eins."

Algjörlega sammála þessu! Af hverju er fólk allt í einu hrætt við að kjósa um þetta núna?

Skúli (IP-tala skráð) 14.6.2013 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband