Stend með hjúkrunarfræðingum.

Ég stend með hjúkrunarfræðingum í þessu máli...og stjórnvöldum er um að kenna að þessi staða skuli vera komin í þennan hnút!!

Við höfum aukið útgjöld til utanríkismála á milli ára um 1,4 milljarða..og ég vil endilega að fólk taki eftir því hvaða upphæð verði talað um þegar samningar dragast á langinn...við erum að setja 11,3 milljarða í utanríkismál...sem er 7 milljörðum of mikið....við eigum að hlúa að heilbrigðis og menntamálum umfram utanríkismál...mitt mat.


mbl.is „Hvergi nærri nóg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað stendurðu með hjúkrunarfræðingum Óskar sem og flestir Íslendingar!

En hvað með öll okkur hin sem vinnum EKKI í heilbrigðisgeiranum?

Er þetta fólk eitthvað meira fólk en við?

Egill Þór Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 00:49

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég er hliðhollur baráttu hjúkrunarfræðinga upp að vissu marki. Við vitum ekki hverju þau höfnuðu með 91% atkvæða.

Stundum týnist fólk í múgsefjun og gleymir hinum raunverulega tilgangi. Þjóðin, Ríkisjóður eru næstum gjaldþrota. Ef hjúkrunarfræðingar eru að fara fram á óraunhæfar kröfur þá verður ekkert að samningum og þeir sem hafa sagt upp starfi fara þá erlendis í störf sem hafa betri laun. Enginn vinnur, nema þeir sem ekki vilja eiga heima á Íslandi.

En það átti nátúrulega að ganga frá þessu máli fyrir áramót, en ekki bíða fram á síðustu stundu, og þar má ásaka stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi.

Kveðja frá las Vegas

Jóhann Kristinsson, 5.2.2013 kl. 01:48

3 identicon

Af hverju er alltaf birtur hálfsannleikur? Meðal dagvinnulaun hjúkrunarfræðings eru 381 þúsund krónur, að sögn. Hvað er verið að fela? Flestir vita að eðli þessa lífsnauðsynlega starfs er, að það byggir á vaktavinnu og álagi. Hver eru heildarlaun háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna annar vegar, og hjúkrunarfræðinga hins vegar að meðaltali? Ríkisstarfsmenn eiga nefnilega ekki kost á yfirvinnu í kreppunni, þó þeir vildu. Þetta vantar að fá upp á borðið og það strax! Annað er feluleikur!

Almenningur (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband