Íslensk stjórnvöld eiga að svara þessu!

Íslensk stjórnvöld ber að svara þessu undir eins og aðstoða íslenska útflytjendur..það er verið að skemma útflutning landsins og koma óorði á útflutning okkar..ég ætla að vona að utanríkisráðherra taki í taumanna og geri eitthvað við þessu..þetta getur ekki gengið svona..að hryðjuverkamenn gangi endalaust lausir.

"Þetta eru hryðjuverkamenn"..rétt mat hjá Kristjáni.

279960141_748200a2a7_o


mbl.is „Þetta eru hryðjuverkamenn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Reka stíla upp í rassgatið á þessum lýð, og byrja á Árna Finnssyni

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.4.2010 kl. 14:24

2 identicon

Það þarf enginn að hjálpa okkur að eyðileggja orðspor okkar, við erum fullfær um það sjálf.  Alltaf þurfum við að gera það sem okkur finnst rétt alveg sama hvað öðrum finnst.  Almenningsálitið í heiminum er á móti hvalveiðum og þá eigum við að hætta þessu í bili.  Þetta skiptir engu máli í heildardæminu en skemmir gríðarlega fyrir okkur.

Ólafur Gíslason (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 14:41

3 identicon

Ég er mjög hliðhollur hvalveiðum með kvóta. En hinsvegar er ég ekkert viss um að veiðar á dýrum sem umheimurinn virðist elska meira en allt geri ekkert annað en að skaða orðspor Íslendinga enn frekar. Þetta er allt spurning um hagsmuni. Það að leggja af hvalveiðar ef það þjónar betur hagmunum Íslendinga út á við, væri kannski lausn. T.d. gefur hvalaskoðun mikið meiri gjaldeyristekjur heldur en hvalveiðar. Það er alltaf best að hugsa um hagsmunina fyrst og fremst, en ekki gera eitthvað út af geðþótta. Ef síðarnefnda verður fyrir valinu munum við aldrei losna úr þessari kreppu. Við verðum því miður að taka mið af hvað umheimurinn hefur að segja. Við flytjum mikið að vörum bæði til Hollands og Bretlands. Við eigum ekki efni á því að láta þá sniðganga vörunuar okkar. Grimsby hefur ítrekað leitað leiða til að fá meiri þorsk frá Noregi, svo þeir þurfi ekki að vera jafn háð Íslendingum um þessa afurð sjávarins. Við verðum að láta hagsmunina ráða ferð ef við ætlum að byggja upp öflugt atvinnulíf.

Jóhann (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 14:41

4 identicon

Nei, Íslensk stjórnvöld mun ekki svara þessu.  Þau vilja nefnilega ekki styggja "vini sína" í ESB.

Mörlandinn (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 14:41

5 identicon

Munið, að hvalir éta um 2,5 - 3,0 mio. tonna af fiski á Íslandsmiðum ár hvert.

Þetta er kallað afrán hvala.

Ársæll B. Þórðarson (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 14:43

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ólafur Gíslason ef almenningsálitið erlendis væri mótfallið notkun raforku, ætlar þú þá að hætta því?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.4.2010 kl. 14:46

7 identicon

Mörlandinn: VG er í stjórn og hafa alltaf verið á móti ESB, þótt að nokkrir hafi greitt með aðildarviðræðum. Það þýðir ekki að þeir séu með ESB aðild. Þetta er mjög skrýtin ríkisstjórn, í svona stóru máli eru þeir með þveröfugt mat. Persónulega finnst mér Ísland ekki eiga heima í ESB. Við erum 1000 km frá Noregi, 990 km frá Skotlandi og 450 km frá Færeyjum. Við eigum bara að verða 51 ríki Bandaríkjanna. Hér tala 99% ensku enginn nennir að læra eitthvert Norðurlandamálanna, allir horfa á heilalausa Ameríska skemmtiþætti, prófaðu bara að kveikja á Stöð 2 eða Skjá einum. Við eigum orðið lítið skylt við Evrópu. Ég segi bara að við ættum að taka upp enska tungu, við erum allaveganna á góðri leið með það, ætli það sé ekki bara "common sense (kommon sens)". Að lokum vil ég segja "hi (hæ)" og "bye-bye (bæ-bæ)", og "kommon maður!" ("Come on" maður)

Jóhann (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 14:52

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það var margbúið að segja fólki að hætta væri á þessu og reyndar nánast alveg öruggt.

Að versla með fin whale er brot á alþjóðasamningum eins og Greenpeace bendir á:

"The international trade in fin whales and other whales is banned under CITES - the Convention on International Trade in Endangered Species of Wild Flora and Fauna."

Þeir segja líka að hafnaryfirvöld og eigandi skipsins hafi stoppað frekari flutning þegar þeir sáu hvað lá undir:

"Following our protest this morning, Rottderdam port police have promised that a whale meat shipment en route to Japan from Iceland will remain at the port. The ship's owner has decided to off load the Fin whale meat rather than become complicit in the trade in an endangered species."

http://www.greenpeace.org/international/news/rotterdam-whale-meat-blockade

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.4.2010 kl. 14:54

9 identicon

Held að það eigi að kæra viðkomandi hafnaryfirvöld fyrir að uppfylla ekki kröfur um hafnarvernd og varnir gegn hriðjuverkum.

Manni finnst hundleiðinlegt að það sé búið að loka mörgum höfnum á Íslandi fyrir umferð og ekki hægt að taka bryggjurúnta á þeim allt vegna Evrópusambandsreglna um hafnarvernd og varnir gegn hriðjuverkum.  Svo eru ESB löndin greinilega ekki að standa sig.

En hvalveiðar eru bara partur af sjálfbæru samfélagi þar sem það þarf að grisja stofninn svo hann gangi ekki um of á aðra fiskistofna.

Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 14:58

10 identicon

Það ætti að setja Kristján í fangelsi upp á vatn og brauð. Hann er sú gerð af mönnum sem Ísland þarf minnst á að halda á þessum erfiðu tímum. Sýnir útlandinu fingurinn, ómenntaður frekjudallur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 15:10

11 identicon

Alveg rétt hjá þér Ólafur. Íslendingar eiga að hætta að veiða hvali í útrýmingarhættu. Íslendingar og Japanir eru nánast þeir einu, sem ekki vilja virða hvalveiðibannið, vegna fégræðgi.Sérfræðingar annarra þjóða eru á einu máli um að þessar tegundir séu í útrýmingarhættu. Ekki viljum við að Afríkubúar fái að stunda veiðar á fílum þar sem þeir eru í útrýmingarhættu. Við skemmum miklu meira fyrir okkur með því að virða ekki alþjóðalög og er nú ekki á það bætandi. Þetta var flott framtak hjá grænfriðungum. Það er kominn tími til að Íslendingar virði alþjóðalög. Víkingatímanum er lokið.

Steini (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 15:10

12 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það má vel vera að almenningsálitið út í hinum stóra heimi, sé á móti hvalveiðum.  Af hverju skildi það nú vera?  Er það ekki bara fyrst og fremst vegna þeirrar myndar sem dregin er upp af "hvölum" sem skepnum?  Saklaus, gáfuð dýr, sem einhverjir "villimenn" á Norðurslóðum og Japanir reyndar veiða sér til skemmtunnar.

 Er einhvers staðar í texta "friðunnarsinna" kafli um hversu mikið þessi saklausu og gáfuðu dýr éta mikið úr "fæðubúri" þjóðarinnar ? ( Fiskinn í kringum landið)

Hópar friðunnarsinna (öfgahópar) hafa viljað refsa Íslendingum fyrir þorskveiðar því þorskveiðarnar, ræna hvalinn fæðu sinni.

 Sú þjóð eða einstaklingur, sem lætur stjórnast af einhverju sem heitir "almenningsálit" mun aldrei öðlast það sjálfstæði sem nauðsynlegt til að skapa sér lífvænleg lífsskilyrði.  það álit sem þjóðir og einstaklingar skapa sér útávið er sú mynd sem viðkomandi aðilar gefa umheiminum af sér og finnist þeim aðilum, almenningsálitið vinna gegn þeim, þá kynna menn sinn málstað og berjast fyrir honum í stað þess að lúffa fyrir almenningsáliti, sem myndað er á fölskum forsendum.

 Eftir að hvalveiðar hófust aftur hér við land, þá hefur aðsókn í hvalaskoðanir aukist og þar með tekjur af hvalaskoðun.

 En þessi frétt gerir samt sem áður málflutning Nátturverndarsamtaka Íslands ómerkan, þar sem þeirra málflutningur hefur að stórum hluta verið byggður á því að enginn vilji kaupa af okkar hvalaafurðirnar.

 Ástæður þess að þeir í Grimsby eru að leita meira til Noregs með kaup á þorski þaðan eru fyrst og fremst vegna þess að Norðmenn og Rússar hafa stóraukið þorskveiðar sínar í Barentshafi á meðan við Íslendingar höfum dregið okkar saman og einnig ber að líta til þess 5% skatts sem ríkisstjórnin setti á "gámafisk", sá skattur hefur svo til útrýmt útflutningi á gámafiski og þar með þeim markaði.  Þannig að aukin eftirspurn Breta á þorski frá Noregi hefur að langmestu leiti um framboð og eftirspurn að gera heldur en einhverjar aðgerðir eða áróður öfgahópa.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.4.2010 kl. 15:16

13 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Stjórnvöld munu vinna á móti hagsmunum okkar í þessu máli sem og öðrum -

ofbeldislýðurinn mun hafa betur í bili og haukur Kristinsson fagnar -

Kristján er maður sem er búinn að berjast gegn ofurefli í mörg ár - hann mun hafa sigur að lokum og hans sigur verður okkar sigur -

þá mun ofbeldislýðurinn væla.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.4.2010 kl. 15:23

14 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það á að skjóta þessa andskota þar sem til þeirra sést.

Finnst grátlegt að í miðri Brussel-elítunni skuli þeir sjálfir ekki fara eftir þeim reglum sem þeir setja sjálfir en við, bullustamparnir í eftirlitsnáðunginni, nei farið eftir hverju priki og punkti.

Sindri Karl Sigurðsson, 2.4.2010 kl. 16:15

15 identicon

Ef almenningsálitið í heiminum væri á móti því að anda að sér loftið myndi ég þá hætta því?  Nei!  Hvurslags rök eru þetta?  Það er bara þröngur hagsmunahópur hér á landi sem hefur hag af hvalveiðum og þetta skiptir engu máli fyrir þjóðarbúið.  Vandamálið er að fólkið sem er á móti hvalveiðum heldur að nautakjöt og kjúklingar séu framleiddir í verksmiðjum, ísbirnir eru litlir krúttlegir hnoðrar og hvalir og höfrungar bjarga lítlum börnum úr hættu í barnaþáttum.  Í raun eru þetta ótrúlega grimm rándýr en okkur gengur ekki vel að kynna þær staðreyndir.  En gamlí íslenski hrokinn er enn til staðar og við gerum bara það sem okkur sýnist.

Ólafur Gíslason (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 16:28

16 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Hvernig er HAFNARVERNDIN hjá Hollendingum??? Allavega er það þannig hér á Íslandi sem er í þessu tollabandalagi schengen að það má enginn óviðkomandi koma inná hafnarsvæði þar sem millilandaskip eru...

Ef hafnir ega að uppfylla skilirði um hafnarvernd þarf að vera mannheld girðing umhverfis hafnarsvæðið þannig að enginn komist yfir nema fuglinn fljúgandi. Nú ætti semsagt að kæra hafnaryfirvöld þarna í Hamborg fyrir að standa ekki við reglugerð um hafnarvernd.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 2.4.2010 kl. 16:40

17 identicon

Ekki hef ég neitt á móti að hvalir séu veiddir,en aftur þá má líta á þetta svona.

Þessi bárátta er þúinn að standa í á milli 20-30 ár er ekki kominn tími til að viðurkenna að hún sé töpuð, almenningsálitið er á móti þessu. þetta basl í Kristjáni gerir ekkert nema að eyðileggja þá ímynd sem miklu fleirra fólk hefur verið að reyna að selja það er hreina og ósnorta nátturu.

Ef þið viljið meina að almenningur erlendis sé illa upplýstur, er þá ekki best að Kristján taki að sér að fræða þennan sama almenning um hans hlið á málinu, þar sem mér synist að eini aðilinn sem einhver hagsmuni  hefur af þessum drápum er hann.

Loki (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 16:48

18 Smámynd: Sigurður Eggert Halldóruson

Hárrétt hjá Ólafi Gíslasyni.

Sigurður Eggert Halldóruson, 2.4.2010 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband