Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Dirk Kuyt

Mig langar aðeins stikla á þessum frábæra leikmanni Liverpool FC.

Staða á vellinum: Framherji/Kantmaður
Fæðingardagur: 22/07/1980

Hæð: 1,80

Leikir með Liverpool: 153
Mörk með Liverpool: 43
Landsleikir með Hollandi: 56
Mörk í landsleikjum: 13
Fyrrum klúbbar: FC Utrecht, Feyenoord

Fæðingarstaður: Katwijk, Holland

Dirk Kuyt er án efa einn duglegasti framherjinn í ensku deildinni ef ekki Evrópu.

Dirk Kuyt er fæddur í litlum fiskibæ sem heitir Katwijk og spilaði með liði bæjarins Quick Boys frá 5 ára aldri.

Þegar hann var 12 ára gamall var hann beðinn um að velja á milli þess að vera sjómaður eða knattspyrnumaður.

Sem betur fer valdi hann knattspyrnuna.

Dirk Kuyt fékk sinn fyrst atvinnumannasamning þá 18 ára gamall 1998 við Utrecht, og skoraði 6 mörk á sínu fyrsta tímabili og spilaði 30 leiki og hann var með þetta meðaltal næstu fimm ár.

Leiktímabilið 2002-2003 átti eftir að verða tímabil sem Kuyt mun ekki gleyma, Utrecht fær til sín nýjann stjóra að nafni Foeke Booy og Booy þessi lét Kuyt vera frammi alla leiktíðinna og skoraði hann 23 mörk, eitt af þessum mörkum kom í bikarúrslitaleik við Feyenoord og hann var kosinn maður leiksins.

Feynoord leist vel á Kuyt og keyptu hann til liðsins sama sumar til þess að leysa Pierre Van Hooijdonk af hólmi.

Á sínu fyrsta tímabili með Feyenoord 2003-2004 skoraði Kuyt 22 mörk.

Tímabilið 2004-2005 byrjaði hann að skora þrennu í fyrsta leik gegn De Graafschap og hann endaði svo tímabilið með að vera markahæstur með 36 mörk.

Tímabilið 2005-2006 var hann gerður að fyrirliða Feyenoord og það tímabil skoraði hann 25 mörk.

Hann lék með með Feyenoord í 3 ár og skoraði 83 mörk í 122 leikjum.

Hann var keyptur til Liverpool sumarið 2006 fyrir 9 millónir punda.

2006-2007 á sínu fyrsta tímabili með Liverpool skoraði hann 12 mörk í deildinni með Liverpool, en hann var meira og minna á kantinum og lék 34 leiki í deild.

2007-2008 lék hann 32 leiki í deild og skoraði 3 mörk.

2008-2009 lék Kuyt 38 leiki og skoraði í þeim 12 mörk.

 

 


1.575.000!!

Það er bara ekkert annað í stöðunni, bankar og það sem er tengt þessum stofnunum á ekki að vera með ofurlaun..þetta eru ofmetnar stofnanir og ættu með eðlilegu móti að vera langt á eftir mörgum stéttum í þjóðfélaginu, laun seðlabankastjóra eru allt of há og ber að lækka, eins laun bankastjóra..bankastjórar eiga að vera með 700.000 á mánuði sem er sanngjarnt að mínu viti..og seðlabankastjóri um 780.000 sem er einnig sanngjarnt.

Mín skoðun.


mbl.is Peningar eru ekki allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkun launa??

Er það ekki rétt munað hjá mér að Forsætisráðherra var búinn að boða launalækkun hjá hinu opinbera..eitthvað er þetta erfitt að lækka launa sumra en svo er búið að ráða mann í Seðlabankann sem er kosinn af pólítískum ástæðum, ekki faglegum, og hann er með 70% hærri laun en Forsætisráðherran (Flugfreyjan).Shocking

Bankaráð ákveða laun Seðlabankastjóra sem eru 1.575.000..eftir hverju er farið..þetta er nú meiri vitleysan.

374164134


Hver er sinnar gæfu smiður!!

Þetta er einkennileg yfirlýsing, hann segir ákvörðunina tekna þar sem störfum hans hafi obinberlega verið gerð tortryggileg...er bara ekki málið að " hver er sinnar gæfu smiður" !!
mbl.is Fer fram á lausn frá störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt mat hjá Sævari.

Þetta er alveg hárétt hjá Sævari, og lýsir kannski enn meir hverslags vinnubrögð eru hjá þessu Valsdæmi, þetta eru skítleg vinnubrögð hjá Val, og að mínu viti ættu Valsmenn að vera sektaðir fyrir þessi vinnubrögð, Gunnlaugur er samningsbundinn selfoss skyldi ég ætla.
mbl.is Sævar Þór: Skítleg vinnubrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert að ræða þetta, núna strax!

Þetta átti bara að gerast strax eftir tapleikinn við Paraguay á miðvikudaginn, Maradona er enginn þjálfari hann á bara að stíga til hliðar og það eitt myndi gera hann að sterkari persónu, og þar með viðurkenna það að hann ræður ekki við starfið, Argentínumenn eiga fullt af góðum leikmönnum og eiga að vera á HM í Suður-Afríku 2010, en þeir verða það ekki ef Maradona verður við völd, Maradona var frábær leikmaður, en er greinilega enginn hugsuður og á bara láta gott heita, fá Alfio Basile aftur ef hann hefur heilsu til og stýra skútunni í rétta átt, og byrja með sigri á móti Perú.
mbl.is Verður Maradona rekinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt hjá meistaranum!

Þetta er alveg hárétt hjá Meistara Rafael Benitez, og með sigri um helgina ættum við að saxa á líklega kandídata Chelsea um einhver stig..verðum að vona að Chelsea tapi allavega 2 stigum og við vinnum okkar leik..þá munar 4 stigum..koma svo.
mbl.is Benítez: Titillinn vinnst ekki í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virkilega!!!!

Og hvað ætla stjórnvöld að gera í því...annað en að úthluta fjármunum til fjármagnseigenda, og bjarga fólki sem á milljarðanna, og fella niður skuldir sem eiga milljarða, er þetta ekki á bandi stjórnvalda að hrinda fram áformum af stað, þá er ég ekki að tala um þetta blessaða hátæknisjúkrahús, heldur fyrirtæki sem myndu framleiða og gefa vel í kassann, málið er bara þannig Dr. Joseph Stiglitz að stjórnvöld eru getulaus ef það á að fara í framkvæmdir...hún hefur bara eina stefnu að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum...sorry!!

Til hvers??


mbl.is Mistök að nýta ekki auðlindirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað með útflutningstekjurnar??

Ég hélt að við hefðum sterkann atvinnuveg í útflutningi og að þetta myndi skila góðum tekjum í þjóðarbúið, en svo les maður fréttir dagsins að þeir sem standa í útflutningi vilja ekki skipta í krónur, hvaða fyrirtæki eru þetta, er þetta ekki kallað landráð, hvað er það með þetta pakk, krónan er ekkert verri miðill en annar, eins og allflestir vita er evran algjört rusl, og dollar væri sá miðill sem við ættum að byggja, en ég lýsi vantrausti á stjórnvöld og SÍ með það að láta þetta verða svona með þessum hætti, ég hélt að við gætum stólað á útflutninginn á þessum tímum.

SI


mbl.is Inngrip Seðlabankans með minnsta móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan styrkir Ísland!

Þetta er málið, við njótum góðs af því að hafa krónuna eins og hún er, ferðamannaiðnaðurinn blómstrar, framleiðslufyrirtækin sem selja vöru sína erlendis blómstra, og fyrirtæki sem eru alls kyns þjónustu blómstra, vegna veikingu krónunnar fæst meiri gjaldeyrir í kassann, og mitt mat er að við eigum að efla allskyns framleiðslufyrirtæki og úta þess konar starfssemi með öllu móti.
mbl.is Segir AGS standa sig betur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband