Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Æðislegur endir á árinu!!

Þetta er glæsilegt, hefur þetta lið ekki annað að gera en að skemma eigur annara, ég er ekki að sjá að nokkur græði á því að skemma eigur annars fólks, þetta er grátlegur endir á slæmu bankaári.

Vonandi eiga Íslendingar góð áramót, og ég óska öllum Gleðilegs nýs árs og friðar, og vonandi að það rætist úr hjá allflestum á nýju ári.


mbl.is Fólk slasað eftir mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er æðislegt!!

Það liggur við að það komi eitthvað nýtt á hverjum einasta degi, er ekkert farið að sjá fyrir endanum á þessu, og alveg með ólíkindum að það skuli ekki einhver vera kominn á bak við lás og slá, hvað er málið, það er eins og allt sé í stakasta lagi og ekkert hafi í skorist, á þetta bara að ganga svona áfram, maður er alveg búinn að fá upp í kok af þessum viðbjóð.
mbl.is Rannsaka millifærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei spurning.

Þetta var leikur sem við áttum frá A-Ö bara spurning um hvort við myndum skora éður ei, en það tókst og efsta sætið er okkar og vonandi vinnst sigur norður í landi á sunnudaginn einnig, það er möguleiki að Torres verði með.Smile
mbl.is Keane með tvö og Liverpool aftur á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan klikkar ekki!!

Það væri nú skemmtilegra að fá svona frétt á jákvæðari nótum, ekki eitthvað hálfvirði, það væri nú töluvert skemmtilegra að fá þetta fólk hingað á "eðlilegum" kjörum, en á móti kemur við ættum að fá pening inn í landið, þetta telur allt saman.
mbl.is Ísland á hálfvirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvelt, vantar samkeppni!

Það ætti ekki að verða mikið vandamál, við erum á toppnum og ættum að getað nælt í sex stig í næstu tveimur leikjum.
mbl.is Liverpool ætlar að halda efsta sætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endilega!

Bara flott, skiptir ekki máli hvaða lið við fáum, förum áfram, er hissa á moroninó að vilja ensk lið, ég tel þau öll betri en Inter.
mbl.is Mourinho vill fara á Anfield
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það virkilega!!!

Er þessi blaðamaður að fatta þetta þremur mánuðum síðar, afhverju kom þessi grein ekki strax þegar glæpurinn var framinn, það vissu allir afhverju þessi brown gerði það sem hann gerði, og það sem þessi blaðamaður segir er hárétt, og kemur mér bara alls ekkert á óvart, en gott hjá þessum blaðamanni að stíga fram og tjá sig um þennan verknað, íslenskir blaðamenn mættu taka hann sér til fyrirmyndar.
mbl.is Brown sparkaði í Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamli KB banki??

Er þetta ekki bara í skjóli eigenda gamla KB sem kaupa bankann, einhver Lýbiskur banki kaupir, og síðan fer þetta til einhvers aðila tengt gamla KB, mín skoðun.
mbl.is Eignast líbýskur banki Kaupþing í Lúxemborg?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Benitez er snillingur.

Hann lætur ekki þessa blaðasnápa slá sig út af laginu, hann er alltaf með svörin á hreinu, alveg sama hvað þessir blaðasnápar reyna, Rafael Benitez er án efa einn besti stjóri okkar tíma.
mbl.is Benítez: Góður sigur á erfiðu liði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann gefur sig þó fram!

Hann má þó eiga það að hann gefur sig fram og veit upp á sig sökina, nú bíða hans væntanlega tími inn í réttarsalnum, og alveg með ólíkindum að þetta skuli ekki vera búið að gerast hér á landi einnig, það er eins og menn komist upp með allann fjandann á fróni.

Áfram Ísland.


mbl.is Bagger í haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband