Ekki á Íslandi...Nei!!

Þetta er æðislegt, þarna er einn banki tekinn yfir og stjórnendur ákærðir, sem að mínu viti er eðlilegt, en hér á landi fóru 3 stærstu bankarnir í þrot, og allir stjórnendur bankanna labba um götur borgarinnar eins og ekkert hafi í skorist..þetta er Nýja Ísland.
mbl.is Stjórnendur bankans ákærðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, hér er allt löglegt ... en siðlaust. Um göturnar ganga moldríkir siðleysingjar ... og svo við hin stórskuldugu aumingjarnir.

Eva Ólafs (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 11:04

2 identicon

Taktu eftir þessari línu í fréttinni:
"Hvað Ernst og Young varðar hafi fyrirtækið „"ekki ástundað góðar reikningsskilavenjur“ við uppgjör bankans fyrir ársskýrslur sem lagðar voru fram fyrir árið 2005 og 2006"

Það tók Danina þetta langan tíma að rannsaka og ákæra, og þetta var bara einn banki af fjölmörgum, ekki allt kerfið eins og hérlendis. Kannski allt í lagi að gefa okkar ákæruvaldi samskonar tíma?

BB (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 11:11

3 identicon

Menn verða að átta sig á því að um er að ræða tröllvaxið verkefni fyrir hinn sérstaka saksóknara. Svona mál eru gríðarlega umfangsmikil og flókin. Það þarf einfaldlega að margfalda starfsmannafjöldan þar með svona 10. Það eru óraunhæfar væntingar hjá hinum óþolinmóða almenningi að heimta fangelsisdóma þegar í stað.

Það er líka skemmtilegt að sjá að skv. blaðamanninum þá verður endurskoðunarfyrirtækið Ernst og Young einnnig ákært. Ég vona að endurskoðunarfyrirtækið fái ekki fangelsisdóm!

Kristín (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband