Er þetta eitthvað grín??

Er einhver svona gríndagur í gangi, eitthvað svona atast í mönnum dæmi, sá sem leggur það til að Giggs verði kosinn leikmaður ársins er ekki alveg með "fulle femm", Hansen hlýtur að hafa verið undir einhverjum áhrifum einhvers konar lyfja, nafn Giggs kemur ekki fyrir í mínum huga sem leikmaður ársins, frekar Vidic, Gerrard, Alonso eða Terry svo einhverjir séu nefndir.


mbl.is Vill að Giggs verði valinn sá besti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Ég er ekki alltaf sammála púllurum, hvorki núverandi né fyrrverandi, en þessum manni er ég svo sannarlega sammála, og loksins kemur e.h. af viti frá púllara. Giggs á svo sannarlega þennan heiður skylið, og þó fyrr hefði verið.

Hjörtur Herbertsson, 15.4.2009 kl. 17:48

2 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Alonso?? who?

Giggs verður valinn, leiðinlegt fyrir þig...

Þórður Helgi Þórðarson, 15.4.2009 kl. 17:49

3 identicon

alvegin innilega sammála... Gerrard er búinn að vera svo miklu betri en Giggs. Þetta yrði hneyksli ársins ef þetta yrði málið. Giggs hefur vissulega átt frábæran feril en eigum við að verðlauna það í þessu vali - ónei. Barnaskapur að halda því fram.

Frelsisson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 19:28

4 Smámynd: Ragnar Martens

Þú verður að vera grínast. Alonso? Terry?

Sorry en Giggs verður valin. Hann er lifandi GOÐSÖGN sem einhverja hluta vegna hefur ekki hlotið þennan heiður.

Ragnar Martens, 15.4.2009 kl. 20:43

5 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Erum við ekki að tala um tímabilið 2008-2009, ég er ekki að tala um tímabilið 1998, maðurinn hefur ekkert spilað, og er bara skugginn af sjálfum sér, ef Giggs er nefndur, þá er Alonso alveg örugglega inn í myndinni, Giggs er gamalmenni.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 15.4.2009 kl. 21:55

6 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Prentvillupúkinn eitthvað að trufla Ægi.. allt í góðu.

Rétt Giggs er mikilmenni

Þórður Helgi Þórðarson, 15.4.2009 kl. 22:04

7 Smámynd: Ólafur Gíslason

Giggsarinn verður valinn, ekki spurning.  Hann er búinn að standa sig ágætlega í ár og líklegt að þeir laumi inn "læftæm atjífment" stigum á hann.  Hugsanlega fær þó Liverpool "consolation price" þar sem þeir vinna ekkert annað og Gerard verður valinn.

Ólafur Gíslason, 15.4.2009 kl. 23:10

8 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Ég er ekki alveg sammála þér Ægir að Giggs hafi ekkert spilað, hann er búinn að spila þó nokkuð í vetur, og átti til að mynda frábæran leik í kvöld. Svo held ég að ég muni það rétt að Ferguson hafi haft það á orði, að Giggs væri betri og betri með árunum. Það er alveg rétt hjá þér Frelsisson að Giggs hefur átt frábæran feril, og hann hlýtur að hafa átt það á þessu tímabili, fyrst hann er einn af þeim tilnefndu.

Hjörtur Herbertsson, 16.4.2009 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband