Segja rétt frá!

Við skulum fara með rétt mál hérna, ekki vera með eitthvað púður út í loftið, ok segjum svo að íbúðaverð lækki um 30% segjum bara allt fari á versta veg, þá er fólkið sem fjárfesti í þessum eignum ekkert búið að tapa þessum peningum, þetta er niðursveifla sem gengur yfir á einhverjum tíma.

Að vera segja svona hluti finnst mér vera afskaplega óábyrgt og þið blaðamenn megið vanda orðavalið aðeins betur fólkið sem er að kaupa sér þak yfir höfuðið er að stofna sína fjölskyldu á ekkert að lesa svona óábyrgða frétt.

Þetta er kannski niðursveifla en með tíð og tíma mun þetta jafna sig og vonandi að fjölskyldum þessa lands eigi bjarta framtíð fyrir höndum og vonandi að sem flestir fái þak yfir höfuðið.


mbl.is Úr 5 milljónum í plús í 5,5 milljónir í mínus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: molta

Betra að segja, heldur en þegja, segi ég :D

Það er ekkert víst að fasteignaverð fari til baka að einhverju marki, við höfum búið við óvenju hátt fasteignaverð nú síðustu ár, þar sem byggingakostnaður er talsvert lægri en markaðsverð.

Það sem er óréttlátt eru auðvitað verðtryggðu lánin.  Meðan fólk í nágrannalöndum sem býr við eðlilega vexti (lægri en af okkar verðtryggðu lánum) auk þess að þau eru ekki verðtryggð, þetta fólk á orðið húsnæði sitt, svona ekki seinna en ríflega fertugt, kanski fimmtugt. 

Ég sé ekki fram á að eignast nokkurntíma meira í húsnæði mínu, heldur en sem nemur hækkun húsnæðisverðs umfram verðbólgu.

molta, 12.4.2008 kl. 11:18

2 identicon

Ef ég hefði ekki asnast til að lesa textann við hlið myndarinnar af höfundi bloggsins þá hefði gagnkommentið sjáfsagt orðið lengra. 

Tek undir með molta. 

Magnús (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband