Flottur leiðtogi, Theresa May.

Mitt mat á stöðu mála, er að Theresa May getur bara vel við unað, og ætti að fá góðan byr í seglin eftir þessar kosningar, nasistarnir höfðu vonast efir að fá eitthvað fylgi, en Corbyn leiðtogi þess flokks mun aldrei ná neinu flugi...en vel gert Theresa May, og áfram gakk úr Evrópusambandinu.


mbl.is „Hefjumst nú handa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að boða til kosninga og tapa hreinni meirihlutastöðu þætti engum nema fávita vera flott. Sennilega er þetta glappaskot endirinn á pólitískum frama May. Henni verður seint fyrirgefið að hafa skitið svona rækilega uppá bak.

Viðræðum um úrsögnina verður nú sennilega frestað og allt ferlið fer í hægagang. Slagkraftur og samningsstaða Breta er í rusli eftir þessar kosningar. Stjórnarkreppa og aðrar kosningar í haust eru ekki fjarlægur möguleiki.

Gústi (IP-tala skráð) 9.6.2017 kl. 14:39

2 identicon

Þessi kona er lúser og mun fljótt hætta í pólitík. Hún skar hressilega niður í löggæslumálum í sinni ráðherratíð í innanríkisráðuneytinu, kjósendur hafa ekki gleymt því.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 9.6.2017 kl. 23:03

3 Smámynd: Merry

Boris Johnson fyrir PM ?

Merry, 10.6.2017 kl. 00:11

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eru nazistar í Verkamannaflokknum, Ægir? Nefndu þrjá!

Er annars nokkuð sammála mati Gústa og Sigurðar á May, eins og hún hefur sýnt að vera (og vera ekki!). Og gaman væri að fá Boris Johnson sem forsætisráðherra, þótt fleiri komi til greina.

Jón Valur Jensson, 10.6.2017 kl. 01:51

5 identicon

Vá, þú ert alveg úti að skíta, afsakið orðbragðið! Að segja að Theresa May geti "vel við unað", þegar hún eyðilagði fyrir Tories í kosningabaráttunni og stóð sig ömurlega og missti að lokum tryggan meirihluta er bara fáránlegt. Hún ætti að segja af sér strax! Og að kalla Verkamannaflokkinn nasista er gjörsamlega ömurlegt og sýnir bara hversu úti á túni þú ert. "Corbyn mun aldrei ná neinu flugi..." biddu, varstu ekkert að fylgjast með? Labour bætti við sig um 30 sætum með hann sem formann Þar sem hann nennti að tala við fólk, annað en hún!

skúli (IP-tala skráð) 10.6.2017 kl. 13:06

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Óneitanlega eru gildar ábendingar í innleggi Skúla hér á undan.

Og ætlar þú svo, Ægir, að gerast einn helzti málsvari fyrir nýjan flokk? (sem mér skilst að eigi að tengjast Sigmundi Davíð, enda varstu á stofnfundi málfundafélags hans), eins og þú ert þegar byrjaður í innleggjum á Útvarpi Sögu og boðar þar stofnun hans ekki seinna en í haust.

Ég held þú verðir að endurnýja frá grunni þekkinggu þína á brezkum málefnum -- og kannski ýmsu öðru -- áður en þú gerist sá málsvari, ef ekki á illa að fara fyrir málflutningi þínum.

Jón Valur Jensson, 10.6.2017 kl. 15:04

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þurfa þá sumir að skíta upp á bak til þess að teljast flottir leiðtogar?:)

Jónas Ómar Snorrason, 18.6.2017 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband