Viðreisn og Björt Framtíð vilja börnin í herinn..

Og þetta vilja Viðreisn og Björt Framtíð, að börnin okkar fari í Evrópska herinn..glæsileg framtíð barnanna okkar, með Viðreisn í aðalhlutverki.


mbl.is Vill stefna að Evrópuher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ægir - þessi Evrópuher á að ganga út á náið samstarf og aukna skilvirkni hjá ATVINNUherjum ESB-landa, aðeins þau lönd sem hafa slíkan her munu taka þátt. Í honum á ekki að vera fólk í herskyldu, og ekki stendur til að neyða þau lönd sem ekki hafa herskyldu að taka hana upp. Í fréttinni er vitnað í Irish Times. Írar hafa verið beittir þrýstingi til að taka þátt í hernaðarsamstarfi ESB. Þeir hafa, einir allra ESB-þjóða með atvinnuher, ekki viljað taka þátt í því.  

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 12.11.2016 kl. 20:33

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Það er kannski svoleiðis núna...ESB var ekki hugsað í fyrstu nema efnahagsbandalag...núna er þetta orðið að einhvers konar evrópusambandsríki, þar sem allar ákvarðanir fyrir 30 þjóðir eru teknar á einum gerspilltum stað...í tímana rás, myndu þeir gera kröfu um að öll lönd sendu mannskap í her.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 12.11.2016 kl. 21:17

3 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

ESB er ekki þjóðríki og verður það aldrei. Herskylda hefur næstum því alls staðar verið lögð niður í Evrópu og það stendur ekki til að innleiða hana aftur. Hverju erum við bættari með því að hvert Evrópuríki eyði gífurlegum fjárhæðum í að framleiða herþotur, skriðdreka o.s.frv. sem nágrannaríki í nokkurra tuga kílómetra fjarlægð eru líka að framleiða? Tillögur um svokallaðan Evrópuher snúast aðeins um sparnað, verkaskiptingu í stað óþarfs tvíverknaðar og framleiðniaukningu. Það er auk þess niðurlægjandi fyrir Evrópu að vera enn svona háð hernaðaraðstoð Bandaríkjanna, þegar við vitum að ESB er stærsti og ríkasti markaður heims.

Sæmundur G. Halldórsson , 12.11.2016 kl. 21:38

4 identicon

Jafnvel þótt ESB yrði sambandsríki eins og USA, breytir það ekki því að Evrópuherinn verður byggður upp af atvinnuhermönnum, og það er ekki hægt að skylda einn einasta mann til að gerast hermaður að atvinnu.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 13.11.2016 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband