Cameron vill að þingið fari eftir kosningunni.

Cameron er alveg skýr, hann vil að þingið fari eftir kosningunni, og næsti forsætisráðherra fari í að byrja útgönguna...vonandi sem fyrst.


mbl.is Ekki víst að Bretar fari úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rétt hjá þér, Ægir. Og Þórhallur hefur rangt fyrir sér. Fyrst Skotland er ekki sjálfstætt ríki (ennþá), þá geta Skotar ekki breytt orðnum hlut, sama hvað Nicola Sturgeon vill. Og ég minnist þess ekki síðast þegar ég las 50. grein Lissabonsáttmálans, að þar hafi nokkuð verið minnzt á neitunarvald sjálfstjórnarhéraða. Sennilega hefur Þórhallur bara lapið þetta upp eftir Sturgeon og komið með tilheyrandi fullyrðingar án þess að hafa haft fyrir því að lesa 50. greinina gaumgæfilega, því að hann er sjálfur ESB-sinni.

Sennilegasta útkoman er að samningaviðræður m.t.t grein 50 verði hafnar eftir sumarfríin og verður lokið eftir 2 ár eða meira, og meira en líklegt að Bretland fái sömu stöðu og t.d. Noregur eða jafnvel Sviss.

Hvort Skotar fái sjálfstæði í millitíðinni gæti tafið úrsögnina en ekki komið í veg fyrir hana. Því að það gilda svipaðar reglur fyrir Skotland og Cataluña, að heimastjórnarhéruð sem fá sjálfstæði verða að sækja um aðild sem slík, eftirá.

Pétur D. (IP-tala skráð) 28.6.2016 kl. 21:55

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hann heitir reyndar Baldur, ekki Þórhallur. Og staðreyndin er sú að jafnvel þeir sem vildu út sjá nú eftir öllu saman því það er komið í ljós að það er engin áætlun í gangi og alger óvissa um hvað bíður Breta.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.6.2016 kl. 22:46

3 identicon

Bið forláts á þessari nafnavillu.

Já, það getur verið að nokkrar hræður hafi séð eftir því að hafa kosið Leave. En að Bretland sé ekki lengur aðili að þessu stórveldi kúgunar þýðir ekki heimsendi, þvert á móti. Ef öll framtíðin eftir Brexit væri niðurnjörvuð, þá yrði það bara annað stirðnað stjórnskipulag. Athugaðu að Bretland er fyrsta ríkið sem yfirgefur ESB, sem í raun átti ekki að geta gerzt, svo að það hefur ekki reynt á neitt ennþá. Nú munu koma í ljós allir þeir möguleikar sem Bretar eiga, nú þegar þeir eignast landið sitt aftur og geta ráðið sér sjálfir. Líklegasta lendingin er að þeir verði áfram í EFTA/EES eins og fyrr er sagt og geri tvíhliða samninga við sambandið svo og við önnur ríki, svo að allir viðskiptahagsmunir haldast og nýir myndast, en þeir þurfi ekki lengur að gleypa allt skrifræðið, drottnunarsýkina og heimskuna sem einkennir ESB.

Pétur D. (IP-tala skráð) 28.6.2016 kl. 23:55

4 identicon

Þú ert að gleyma því Pétur að aðild að EES krefst þess að þú takir við sama "skrifræði, drottnunarsýki og heimsku" sem einkennir ESB. Það eina sem hverfur ef Bretar ganga í EES er geta þeirra til að hafa áhrif á lög og nýtt neitunarvald á þau.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.6.2016 kl. 12:47

5 identicon

Nei, Elfar, þetta er ekki rétt hjá þér. Neitunarvaldið var afnumið um leið og ESB komst á koppinn. Það var afnumið vegna þess að það stóð samrunanum fyrir þrifum (of mikið fullveldi/afskiptasemi þjóðríkjanna). Nú er í allflestum málum krafizt aukins meirihluta (qualified majority), t.d. Þýzkaland, Frakkland og tvö önnur ríki á meginlandinu til að samþykkja lög og reglugerðir og það er krafizt hindrandi minnihluta (blocking minority) til að koma í veg fyrir samþykkt. Ríkjum fyrir Blocking minority getur verið erfitt að safna saman og ég held ekki að Bretum hafi nokkurn tíma tekizt það.

Pétur D. (IP-tala skráð) 29.6.2016 kl. 18:31

6 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Við bjóðum Breta velkomna í EFTA.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 29.6.2016 kl. 22:29

7 identicon

Hér er áhugavert myndband um hvernig unga fólkið vælir yfir niðurstöðunum, slær um sig alls konar bjánalegum klisjum en veit samt ekki neitt um ESB.

https://www.facebook.com/UKIPTyldesley/videos/1802994003253870/

Pétur D. (IP-tala skráð) 1.7.2016 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband