...enda töpuð orrusta!!

Við hverju býst þessi þingmaður við...það sem Daminaki var að gera á sínum tíma, voru eingöngu hótanir..það stóð aldrei til að refsa um eitthvað sem ekkert er tilefni til.

Ísland á fullann rétt að veiða úr þessum stofni, og alveg með ólíkindum að þetta styrkjabandalag, sleppi ekki stoltinu, og rétti út sáttarhönd, og ganga að tillögum Íslendinga og Færeyinga..tillögur sem eru sanngjarnar.

Áfram Ísland. 


mbl.is ESB hætt við að refsa Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nema ESB sjái það að ef rök Íslands séu látin gilda þá geti Íslendingar ekki gert neinar kröfur þegar (og ef fer sem horfir þá er það þegar en ekki ef) þorskur, síld, loðna, kolmunni o.fl. tegundir fara að færa sig út úr okkar lögsögu. Þá veiða aðrir og nota sanngirnisrökin okkar gegn okkur.

Við gætum setið uppi með það sem eftir verður af makríl meðan við horfum á Norðmenn, Færeyinga og Skota moka upp fiski sem við gáfum frá okkur rétt til að veiða. Það getur verið hættulegt þegar veðurfar og hitastig sjávar er að breytast að segja þjóð í fullum rétti að veiða það sem kemur innfyrir þeirra lögsögu. Fordæmið gæti kostað okkur meira en hrunið.

Oddur zz (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 22:25

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gefum friði möguleika. (Jonh Lennon).

ESB verður að standa undir friðarbandalags-nafnbótinni, og virðist ætla að gera það.

Gefum öllum tækifæri.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.10.2013 kl. 23:46

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Oddur zz, þessi athugasemd þín hlýtur að vera grin, nema þá að þú hafir ekki nokkra glóru um neitt sem út úr þér kemur.

Man varla eftir athugasemd sem meikar jafn lítinn sens og þessi.

Það sem þis sófaglóbalistarnir látið út úr ykkur...ja hérna hér...

Jón Steinar Ragnarsson, 10.10.2013 kl. 01:08

4 identicon

Auðvitað er þetta grín, og eins fyndið og vitlaust og 2005~2007 þegar verið var að spá hruni bankanna okkar - öruggustu banka í heimi með gáfuðustu stjórnendurnar. Drep fyndið þegar við erum svo sniðug að við skjótum okkur í fótinn.

Oddur zz (IP-tala skráð) 10.10.2013 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband