Seðlabankinn tæki yfir lánasafn bankanna...

Eins og staðan er í dag...eru bankar landsins að setja ofurvexti á lán heimila í dag...við erum að borga á verðtryggðum lánum 4,15% vexti...verðtryggt????....hvaða rugl er það.

Er ekki alveg eins gott...eða kannski eina lausnin að Seðlabankinn tæki yfir lánasöfn bankanna..og myndi svo bjóða landsmönnum kjör sem landsmenn eiga skilið...segjum sem svo að bankinn gæti boðið 2,2% verðtryggða vexti og 6% óverðtryggða vexti...með þessu móti að Seðlabankinn tæki yfir lánasafnið..færi mikið fjármagn yfir í Seðlabankann.

Ástæðan fyrir þessum skrifum er sú..að það virðist ekki vera samkeppni á milli bankanna í dag..og á meðan svo er...þá er enginn ástæða til þess að hafa þessi lánasöfn á markaði.

Með þessari aðgerð myndum við losna fyrr út úr gjaldeyrishöftum...og neyslan í kjölfars lægra vaxta myndi aukast...það myndi skila sér í aukinni skattheimtu til ríkissins...og líka þetta myndi bæta hag Íslensku krónunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband