Hvað er að Íslenskum stjórnvöldum...

Þetta er bottom lænið...

"Það er álit framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að sé heildarkostnaður við lántöku ekki tilgreindur geti það brotið í bága við neytendalöggjöf sambandsins."

Er það ekki bara af hinu góða að við vitum hver niðurstaða lánsins er....þetta er gott hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins...en við eigum ekkert að þurfa evrópusambandið til þess að segja okkur svona hluti...þetta kerfi sem er við lýði í dag...er merki um mannvonnsku.


mbl.is Lánin álitin ólögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Við skulum athuga það að þetta er bara ÁLIT hjá þeim....

Var ESB ekki með í því að vilja troða Icesave á okkur...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.2.2013 kl. 09:02

2 identicon

Við Íslendingar erum aðilar að EES samningnum og í tilskipunum sem honum fylgja eru m.a. reglugerðir um lánskjör almennings. Íslensk stjórnvöld hafa ekki fylgt þessu ákvæði eftir varðandi verðtryggðu lánin, þ.e.a.s. þá skyldu lánveitenda til að upplýsa lántaka um endanlegan kostnað lána, en það getur hann í raun ekki gert þegar höfuðstóll lánsins getur hlaupið til eftir mismikilli verðbólgu. Þess vegna skiptir álit ESB miklu máli í þessu máli því þessar reglur koma frá ESB.

Guðmundur (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 09:40

3 identicon

Það er fyndið að við skulum eingöngu hlýða niðurstöðum þegar þær eru okkur í hag.

Jón Flón (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 11:00

4 identicon

Jón, hvaða niðurstöðum er verið að hlýða? Það hefur enginn farið eftir neinum niðurstöðum í þessu. Af hverju fólk sem er með þessi verðtryggu lán fer ekki í mál við bankana og/eða ríkið til að skera úr þessu skil ég ekki. Það er hægt að fara með þetta alla leið fyrir EFTA dómstólinn og fá endanlega niðurstöðu þar.

Gulli (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 11:13

5 identicon

Lög um neytendalán.

I. KAFLI

Gildissvið og hugtök laganna.

1. gr. Lög þessi taka til lánssamninga sem lánveitandi gerir í atvinnuskyni við neytendur.

2. gr. Eftirtaldir lánssamningar eru undanþegnir lögum þessum:

a. Lánssamningar sem gilda skemmri tíma en þrjá mánuði.

b. Lánssamningar sem fela í sér endurgreiðslur án vaxta og kostnaðar.

c. Leigusamningar, nema eignarleigusamningar, sbr. lög nr. 19/1989.

d. Lánssamningar að lægri fjárhæð en 15.000 kr. eða hærri fjárhæð en 1.500.000 kr.

e. Lánssamningar sem tryggðir eru með veði í fasteign.

f. Lánssamningar í formi yfirdráttarheimildar af tékkareikningi.

g. Lánssamningar sem eru gerðir í því skyni að kaupa eða viðhalda fasteignum eða til þess að reisa, endurnýja eða endurbæta byggingu.

 

P722.18 (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 12:26

6 identicon

Kerfið var sett upp til að fleiri gætu eignast þak yfir höfuðið og til að hægt væri að safna sparnaði án mikillar áhættu. Án verðtryggingar fæst ekki langtímalán á lágum vöxtum. Og fáir þú ekki lán þá þarft þú að eiga fyrir íbúðinni. Ekki getur þú safnað þér fyrir henni því verðbólgan gerir að engu óverðtryggðan sparnað. Öll lán eru sparnaður einhvers.

Fyrir daga verðtryggingar brunnu peningar sem fólk átti í lífeyrissjóðum og sparnaður í bönkum. Mánaðar laun lögð inn voru orðin viku laun á nokkrum árum. Lán sem tekið var fyrir íbúð var orðið að verði bílskúrs. Lán voru lottóvinningar sem enginn fékk nema þekkja rétta fólkið. Lán uppá milljón 1983 sem dugði fyrir 3ja herbergja íbúð í vesturbænum væri ennþá milljón í dag án verðtryggingar. Hefðir þú verið til í að veita einhverjum það lán og fá það borgað á morgun?

Verðtryggingin var ekki sett á af einhverri mannvonsku. Verðtryggingin var sett á til að tryggja það að þeir sem væru að taka ævisparnað fólks að láni borguðu til baka sömu verðmæti þó krónan missti verðgildi.

Verðtrygging hefur sína kosti og galla. Kostirnir eru að þú getur sparað og lánað þann sparnað og fengið sömu verðmæti til baka. Gallarnir eru að takir þú lán þá þarft þú að borga sömu verðmæti til baka sama hver launaþróunin verður hjá þér.

Verði vísitölubindingin dæmd ólögleg þá einfaldlega bregðast lánveitendur og þeir sem vilja tryggja verðmæti síns sparnaðar við því þannig að þeir tapi ekki verðmætum. Lánstíminn styttist og vextirnir hækka.

DarioFrón (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 14:33

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigkja (undir dulnefninu P722.18)

Hvers vegna ertu að vitna í gamla og úrelta útgáfu af lögunum? Og heldurðu í alvöru talað að við vitum ekki af þessu sem þú ert að benda á og séum ekki búin að skoða það líka? (Þakka pent ef þú heldur að við séum það miklir kjánar.) Þessi hluti sem þú feitletrar var nefninlega felldur brott í ársbyrjun 2001. Síðan þá hafa húsnæðislán fallið undir neytendalánalög, eins og kemur skýrt fram í 1. gr c. laga nr. 179/2000:

http://www.althingi.is/altext/126/s/0555.html

F-, g- og h-liður falla brott.

Í áliti viðskiptanefndar segir um þessa breytingatillögu:

http://www.althingi.is/altext/126/s/0490.html

Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að f-lið 1. mgr. 2. gr. laganna, sem kveður á um að lánssamningar sem tryggðir eru með veði í fasteign séu undanþegnir lögum um neytendalán, verði breytt þannig að hann taki til lánssamninga sem Íbúðalánasjóður gerir eða annarra sambærilegra fasteignaveðlánasamninga sem gerðir eru vegna öflunar íbúðarhúsnæðis. Við athugun málsins kom í ljós að annars staðar á Norðurlöndunum falla lánveitendur sem veita lán með veði í fasteign til lengri tíma undir ákvæði laga um neytendalán. Ástæðulaust þykir að undanskilja slíka aðila ákvæðum laganna og þeirri skyldu að veita lántakanda upplýsingar um árlega hlutfallstölu kostnaðar af láni. Við meðferð málsins í nefndinni kom í ljós að Íbúðalánasjóður, sem er sá aðili sem gerir flesta lánssamninga vegna öflunar íbúðarhúsnæðis, er ekki mótfallinn því að ákvæði laga um neytendalán taki einnig til slíkra samninga. Með hliðsjón af þessu leggur nefndin jafnframt til að f-liður 1. mgr. 2. gr. laganna falli brott.

Undir álitið er ritað:

Alþingi, 9. des. 2000.

Vilhjálmur Egilsson,
form., frsm.
Jóhanna Sigurðardóttir.
Einar K. Guðfinnsson.
Lúðvík Bergvinsson.
Ögmundur Jónasson.
Gunnar Birgisson.
Hjálmar Árnason.

Af núgildandi útgáfu laganna er alveg ljóst að f-liðurinn er ekki lengur inni:

http://www.althingi.is/lagas/141a/1994121.html

2. gr. Eftirtaldir lánssamningar eru undanþegnir lögum þessum:
   a. Lánssamningar sem gilda skemmri tíma en þrjá mánuði.
   b. Lánssamningar sem fela í sér endurgreiðslur án vaxta og kostnaðar.
   c. Lánssamningar þar sem lán er veitt gegn lægra gjaldi en almennt gerist og stendur almenningi ekki til boða.
   d. Leigusamningar, nema eignarleigusamningar, sbr. lög um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði.
   e. Lánssamningar að lægri fjárhæð en 15.000 kr. …
   …

Punktalínurnar þarna síðast sýna hvar f-liðurinn var, áður en hann var felldur brott. Einhverjar fleiri spurningar?

Ég hef allavega eina spurningu til sigkja: Er einhver ástæða fyrir þvi að þú ert að reyna að tala þetta niður? Viltu kannski ekki farið farið sé að lögum hér á landi? Eða ertu andvígur leiðréttingu verðtryggðra lána?

Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2013 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband