Enn ein vitleysan af hálfu stjórnvalda..ESB sinnar gera allt til þess að samþykkja Icesave..og hvernig væri það þá að þeir sem vilja borga þetta..geta látið taka þetta af sínum reikningum.
Þessi síða ætti kannski að bjóða upp á að fólk gæti gefið upp bankareikning..þar sem hægt væri að draga af fólki til þess að borga Icesave.
Icesave Já Takk opnar síðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 243240
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júní 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Um bloggið
Ægir Óskar Hallgrímsson
Bloggvinir
- fosterinn
- einarben
- valdivest
- sjonsson
- haddih
- tbs
- marinogn
- animal1
- baldher
- hector
- nafar
- skak
- malacai
- bassinn
- gudrununa
- solvi70
- ibvfan
- ludvikludviksson
- fullvalda
- 5flokkurkarla
- gumson
- launafolk
- astroslena
- liverpoolfootballclub
- egill
- flinston
- jonvalurjensson
- seinars
- heimssyn
- gattin
- helgigunnars
- georg
- zumann
- ludvikjuliusson
- ea
- bofs
- tilveran-i-esb
- thjodfylking
- thjodarskutan
- kristjan9
- pallvil
- rosaadalsteinsdottir
- samstada-thjodar
Athugasemdir
Segjum sem svo að Icesave samningnum yrði hafnað, en dómsmálið sem fylgi í kjölfarið endi á versta veg og okkur beri að bæta innistæðueigendum að fullu, auk skaðabóta til Breta og Hollendinga. Væri þá ekki sanngjörn krafa sbr. röksemdarfærslu þinni að ofan, að fyrsta skrefið yrði að ganga að bankareikningum þeirra sem voru andsnúnir samningnum?
Það er nefnilega ákveðin áhætta fyrir hendi sama hvort við skrifum undir eða ekki. Þú hlýtur auðvitað að vera tilbúinn að taka sömu ábyrgð og þú krefur aðra um, eða hvað?
Jón (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 23:05
Æðisleg rök...þér hefur væntanlega ekkert dottið neitt annað í hug en að borga kröfu sem ég á ekkert í..hvernig væri að leitast við þann mann sem er ábyrgur fyrir þessum gjörðum..eða m.ö.o. fyrri eigendur Landsbankans..væri ekki nær að leita á hann áður en leitað er til fólks sem á ekkert skylt við þennan reikning..sem er ekkert annað en aðgöngmiði að ESB...því kommasambandi.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 13.2.2011 kl. 23:10
Magnað að vefsíðan skuli vera svona rauð hjá þér....þegar það er deginum ljósara að þú ert helblár í gegn......
Jón Kristjánsson, 13.2.2011 kl. 23:20
Ægir, þú ert sjálfur frekar dapur í röksemdafærslunum. Íslenska ríkið (þar með þú) braut EES lög þegar það mismunaði innistæðueigendum íslensku bankanna með því að tryggja innlendar innistæður að fullu en láta þær erlendu tapast.
Hvort sem þér líkar það betur eða verr þá er það stærsta vandamálið í þessu og það myndi gjörsamlega ríða okkur að fullu að tapa þannig málaferlum.
Þar fyrir utan þá tel ég að það pínulitla sem við eigum eftir af orðspori okkar erlendis færi endanlega í ruslatunnuna ef við neitum alfarið að borga þetta.
Þú getur haldið áfram að vera í fýlu út af þessu ef þú vilt, en þú ættir frekar leggja tilfiningarnar til hliðar og láta skynsemina ráða ferðinni og vega og meta kosti og galla við samninginn. Því miður þá er illskársti kosturinn að samþykkja samninginn. Þá er loksins hægt að horfa fram á veginn frekar en leggja framtíð Ísland undir í 50/50 happdrætti sem tekur mörg ár að fá á hreint og kostar okkur milljarða, bæði vegna málaferlanna sjálfra og ekki síst vegna þess að þess að uppbygging landsins dregst enn meira á langinn.
Magnús Ó. (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 23:36
Frábær hugmynd hjá síðuhöfundi!
Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2011 kl. 23:50
Hvaða gáfumenni standa að baki þessari síðu? Ég held að þetta ágæta fólk sem ætti flýta sér hægar og að vanda betur til verka. Í þessum stutta texta tekst þeim að koma fyrir a.m.k. 4 stafsetningarvillum :-)
Guðjón Rúnar (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 23:56
Þeir sem tala fyrir já-i á Icesave...hafa ekki hugmynd um undir hvað þeir eru að kvitta..hvernig væri að við (þjóðin) fengum að sjá samninginn..eigum við sem sagt að samþykkja óútfylltan víxill..sá sem gerir það er ekki með öllu ráði,
Og annað..það veit enginn hvað mikið færst í kröfur Landsbankans..bankinn fór í þrot..og þarna eru kröfuhafar..þið getið fengið Landsbankann..það er það besta sem við getum boðið..ég kvitta ekki undir óútfylltann tékka.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 14.2.2011 kl. 00:01
Einmitt Guðjón..fjórar villur...þetta er tær snilld.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 14.2.2011 kl. 00:05
Þjóðarleiðtogar þessa lands skrifuðu sitt samþykki árið 2008 á ábekingarstrikið á óútfyllta útrásar-víxlinum! Af hverju halda sumir að það sé hægt að bakka núna? Ábyrgðarmenn fyrir Íslensku útrásargræðginni (sem er þjóðin sem svaf á gagnrýnis-vaktinni) verður að borga hvort sem hún vill eða á fyrir skuldinni eða ekki!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.2.2011 kl. 00:12
Það er algjör óþarfa alhæfing að halda því fram að ESB sinnar vilji borga Icesave. Icesave og ESB eru tvö aðskilin mál, það vita allir sem vilja vita, ég styð ESB en vil ekki borga Icesave. Það á við um flest alla stuðningsmenn ESB enda kemur Icesave þessari umsókn ekkert við.
The Critic, 14.2.2011 kl. 00:27
Nú..hvað er þá þetta hér.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 14.2.2011 kl. 00:31
Segjum sem svo að Icesave samningnum yrði hafnað, en dómsmálið sem fylgi í kjölfarið endi á versta veg og okkur beri að bæta innistæðueigendum að fullu, auk skaðabóta til Breta og Hollendinga.
Ætli við yrðum ekki alveg jafn illa sett og ef samþykkt á Icesave 3 endar á versta veg, aftur á móti eru munurinn sá að ef við lendum illa út úr dómsstólum þá getum við greitt í krónum og við getum notað 100% of eignum landsbankans upp í kröfur.
Íslenska ríkið (þar með þú) braut EES lög þegar það mismunaði innistæðueigendum íslensku bankanna með því að tryggja innlendar innistæður að fullu en láta þær erlendu tapast.Íslenska ríkið braut ekki lög þegar það ákvað að tryggja allar innistæður á Íslandi en hvergi annarsstaðar, það er búið að reyna á neyðarlögin fyrir dómsstólum oftar en einu sinni og hafa þau haldið.
Þar fyrir utan þá tel ég að það pínulitla sem við eigum eftir af orðspori okkar erlendis færi endanlega í ruslatunnuna ef við neitum alfarið að borga þetta.
Það eina sem er að skaða orðspor landsins erlendis er þessi vanhæfa ríkisstjórn með öllu sínu rugli, í staðin fyrir að segja bara strax að við borgum ekki fyrir skuldir einkabanka þá eru þau að lofa upp í ermina á sér, koma engum málum í gegn og eru upp á móti hverju öðrum (pólitísk kreppa).
Hvort sem þér líkar það betur eða verr þá er það stærsta vandamálið í þessu og það myndi gjörsamlega ríða okkur að fullu að tapa þannig málaferlum.
Hvort sem þér líkar það betur eða verr þá mun samþykki á Icesave gjörsamlega ríða okkur að fullu ef það endar á versta veg.
en þú ættir frekar leggja tilfiningarnar til hliðar og láta skynsemina ráða ferðinni og vega og meta kosti og galla við samninginnNóg er nú af göllunum við þennan samning, of háir vextir, ólögvarin krafa, greiðsla í erlendum gjaldeyri, bara 50% af eignum gamla landsbankans fara upp í kröfurnar, setur mikið álag á okkar eigin gjaldeyrir þar sem það þarf að eyða meira af gjaldeyri til að halda krónunni upp(verður nauðsynlegt til að enda ekki í ofurskuld við fall krónunnar) og margt fleira.
ekki síst vegna þess að þess að uppbygging landsins dregst enn meira á langinnUppbygging á landinu mun fyrst fara tefjast ef þessi samningur verður samþykktur, þetta er ekkert smá upphæðir sem þarf að borga í vexti af þessu, sem þýðir að það verður samdráttur hér, minna kemur inn í ríkiskassann í formi vaxta þar sem margir missa vinnu, aukin úgjöld ríkissins vegna atvinnuleysis, hærri vextir á erlendum lánum(ótrúlegt en satt þá virkar það líka svona erlendis, því meira sem ríki skulda því verri kjör fá þau á lán sín).
Þá er loksins hægt að horfa fram á veginn frekar en leggja framtíð Ísland undir í 50/50 happdrætti sem tekur mörg ár að fá á hreint og kostar okkur milljarða
Að samþykkja Icesave 3 kemur til með að kosta okkur mjög marga milljarða og tekur líka mörg ár að klára, með dómsstóla leiðinni þá er 50/50 gott eða slæmt undir hjá þjóðinni um framtíðina en með samþykki Icesave 3 er 100% vont.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 14.2.2011 kl. 00:36
Frábær hugmynd hjá þér Ægir - þeir sem skrá sig inn á Icesave já takk - skrá sig þá jafnframt fyrir því að greiða Icesave úr egin vasa - aldeilis frábær hugmynd hjá þér!
Benedikta E, 14.2.2011 kl. 00:37
Sæll Ægir, ég er hjartanlega sammála þér í þessari bloggfærslu þinni, við þjóðin eigum að kjósa um öll meiriháttar mál, annað er eitthvað annað en lýðræði, en þeir hafa(Auðvaldið og embættismannaklíkan)stjórnað landinu frá upphafi með einræði, mér dettur oft í hug sovétríkin gömlu þegar ég hugsa um pólitík og stjórnsýslu hér á landi.
Svo finnst mér ákveðin heigulsháttur í fólki að geta ekki komið fram undir eigin nafni!!!!!!!!
kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 14.2.2011 kl. 00:46
Mér finnst að allir sem geta sýnt fram á það að þeir hafi talað gegn útrástarvíkingum og aðferðafræðunum sem líf okkar var byggt á frá 1993-2008 eigi að fá aflátt af skattgreiðslum vegna Icesave.
Við berum nánast öll ábyrgð á því umhverfi sem viðgekkst á íslandi fyrir hrun, og skapaði þetta skrímsli, með því að spila með og mótmæla ekki. Ég kaus gegn síðasta samningi, en ég myndi kjósa með þessum, og ég er viss um að meirihluti myndi kjósa með í þetta skipti. Flestir sem ég hef talað við vilja fá Icesave burt.
Einar (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 01:04
Ok..þá er það komið á hreint..við erum ekkert að tala um hvort við þurfum að borga þetta..eða getum borgað þetta..bara kjósa með þessum til að fá hann burt..flott..sem sagt fólk er tilbúið að kvitta á óútfylltan tékka og segja like á það..bara til þess að koma þessu Icesave frá...þvílíka vitleysu og rök hef ég aldrei heyrt um..ég vil bara benda á að staða okkar mun versna til muna ef þetta verður samþykkt.
Frá því Svavars samningurinn var felldur..hefur okkar staða bara styrkst..og á meðan ég veit ekki hve mikið við fáum úr kröfum Landsbankans..og hvenær það kemur eða hvort..get ég með engu móti sagt Já...það er algerlega glórulaust!!
Ægir Óskar Hallgrímsson, 14.2.2011 kl. 01:12
Ég vorkenni manninum sem stofnaði síðuna. Hafi hann greindarvísitölu yfir 50, þá mun hann sjá hvað þetta er heimskulegt áður en hann deyr, og hversu rangt og siðlaust. Hann mun gráta mikið á banabeðinu. Lífið er stutt. Lengri er skuldaklafi afkomendanna, og á meðan er helsta, stærsta og mesta orsök barnadauða í heiminum hvorki matarskortur né sjúkdómar, heldur þjóðarskuldir, fyrirbæri sem margir eru að reyna að gera ólöglegt, og þar getur Ísland hjálpað!!! Þeir sem vilja kynna sér þetta mál, og vilja ekki bregðast skapara sínum, mannkyninu, siðmenningunni og framtíðinni og jarðarbúum öllum er bent á vefinn http://www.makepovertyhistory.org Sameinust hjálpum þeim! = Skrifum ekki undir, heldur setjum lagalegt fordæmi sem mun bjarga lífi okkar minnstu bræðra!!!!!!!!
Passion (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 01:18
Ég held Ægir, að menn eins og þú séu bara að leita sér að einhverju til að berjast við.
Einar (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 12:23
Magnús Ó., það er ekkert í Evrópulögum sem bannar að mismuna innstæðueigendum eftir ríkisfangi, og allra síst þegar lagaumhverfið var neyðarlög á þeim tíma. Hins vegar er mjög skýrt ákvæði í Evrópulögum sem BANNA RÍKISÁBYRGÐ Á INNSTÆÐUTRYGGINGASJÓÐUM!
corvus corax, 14.2.2011 kl. 12:36
Mer persónulega finnst alveg magnað að það er sama á hvað blogg maður kikir þá eru persónuegar svifirðingar og dónaskapur það sem hæðst ber !!.Persónulega segir mer það bara eitt ...viðkomandi persóna er að virkilega lágu plani og ætti að ath fyrst sjalfann /sjálfa áður en ráðist að öððrum Það lengi er eg buin að vinna við fólk að eg veit nokk hvað eg er að fara !! I annann stað, þá er ekkert að þessari ,siðu her er bara venjulegur maður að setja fram sinar skoðanir sem eru jafnframt okkar hinna margra lika Og auðvitað er beit samband á milli ESB OG ICESAVE þvi i ESB verður ekki farið nema búið se að semja um Icesave "SEGIR" Jóhanna ! Nú Stjórnlagaþingið er alveg sama bullið ,þvi það þarf að breyta i Stjórnarskránni vissum artiðum fyrir Inngöngu i ESB og Johanna ætlaði Stjórnlagaþinginu að gera það svo ekki bæri eins mikið á ymsu !!svo allt hangir þetta á sömu spitunni hennar Jóhönnu !! En eg mæli alveg með þvi að þeir Borgi Icesave sem vilja það og þá fyrir okkur hin lika !!! Það er svona álika rettlátt og það sem er ætlast af alþjóð núna !!!! Fyrir Auðmannavaldið !!
Það er annars ótrúlegt að sjá og upplifa Island i dag ! Það er svo mörgum um hugað að leggja allt i rúst af eigin pólitiska poti ,að það slær öllu við fyrr og siðar ! Liklega eiga við komandi hvorki börn ne aldraða ástvini og ERU BARA EINIR I HEIMINUM ?????? skiljanlegt !! það þrifst ekkert nálægt svona sálum !! Gott Ægir ,haltu bara áfram ,gangi þer vel !!
Ransý (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 15:05
Margir vilja samþykkja Icesaveskuldbindinguna bara til að losna við umræðuna,þrasið og óþægindin. Önnur Þekkt aðferð til að flýja óþægindi er einfaldlega sjálfsmorð. Ætli þetta sé ekki efnahagslegt sjálfsmorð að skrifa undir þetta rugl!
Aðrir telja okku skuldbundna að borga þetta ,því afglaparnir sem ollu þess fóru eins og hræddir rakkar og samþykktu á þjóð nánast opinn tékka , bara til að kaupa sér frið og koma þessu "frá" og yfir á framtíðina til úrlausnar. Þeir ræflar höfðu einfaldlega ekkert umboð til þess að skuldbinda sína þjóð með þessum hætti. Því eru það ekki gild rök að við þessvegna beri okkur að taka á herðar okkar icesaveklafann sem með réttu er þeirra Landsbankamanna að axla.
Hið eina rétta er að vísa á þrotabú Landsbankans og eigendur hans sem stóðu fyrir þessum efnahagsglæpum. Ríkisstjórn Íslands getur skuldbundið sig að liðsinna Bretum, Hollendingum o.fl. til að ná fengnum af því hyski, hvar sem til næst.
Kristján H Theódórsson, 14.2.2011 kl. 15:44
Auðvitað eiga allir Sjálfstæðismenn að borga þennan Icesave reiking og enginn annar. Þetta er mál er allt komið út af Sjálfsæðismönnum .. hvort sem það eru stjórnmálamenn eða góðvinir þeirra sem áttu Landsbankann. Sama hvar á þetta mál er litið voru Sjálfstæðismenn með puttana í þessu öllu saman. Þannig að þeir sem eru svo heimskir að vera Sjálfstæðismenn .. upp með veskin og borgið þennan reikning eftir ykkur.
Gunnar Pálsson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 18:55
Skoðaðu málið í víðara samhengi. Þjóðarskuld er óréttlátt hugtak, og ólöglegt með öllu samkvæmt lögum Evrópusambandsins. Við vinnum þetta mál ef það fer fyrir rétt. Margir áhrifamestu menn heims berjast nú fyrir afnám skulda fátæku þjóðanna http://www.makepovertyhistory.org Það eru þjóðarskuldir sem valda neyð þessara þjóð umfram allt. Alnæmisfaraldurinn væri ekki það sem hann er, ef ekki færi mestallur peningur margra þjóða í að borga niður þjóðarskuldir. Haítí var nærri jafn aumt fyrir og eftir náttúruhamfarirnar, afþví það land eyðir nær engu í heilsugælsu, menntamál, löggæslu og fleiri þörf mál, afþví einfaldlega þar er enginn peningur eftir þegar Frökkum eru greiddar sínar árlegu skuldir. Sama gildir um öll fátækustu ríki þessa heims. Menntun og allt er þar í lamasessi fyrst og fremst út af skuldum. Leiðtogar fjölda trúarbragða, framámenn í viðskiptalífinu, þar á meðal sumir af heimsins ríkustu mönnum, poppstjörnur og þeir bestu meðal þjóðarleiðtoga, leita nú leiða við að fella niður þessar skuldir þessara þjóða, og sú rödd verður sífellt háværari leiðin sé einfaldlega að banna þjóðarskuld sem hugtak. Þar gæti Icesave málið reynst góður prófsteinn. Ef við vinnum það mál, þá hafa þessar þjóðir lagalegt fordæmi fyrir alþjóðadómsstólum. Við erum því að vinna öllum heiminum gagn með að gefast ekki upp, en vinna okkur sjálfum og okkar minnstu bræðrum ómælanlegt tjón ef við gefumst upp fyrir óréttlátum og úreltum kröfum. Eins og barbararnir komu til Róm, þá munu okkar minnstu bræður heyja stríð við hinn Vestræna heim fyrr eða síðar, og leggja hann í rúst, ef þeir neyðast til þess, afþví við höldum áfram að arðræna þá en leitum ekki réttlætis og leiða til að byggja upp stöðu þeirra heima fyrir. Og þeir hafa þjóðir tilbúnar að hjálpa þeim, vopnmargar og með tilgang andstæðan okkar menningu. Og þeir myndu sigra í fullum rétti. En ef réttlætið nær fram að ganga, til dæmis með hjálp lagalegra fordæma, þá kemur aldrei að þessum skuldadögum. Ég er lögfræðimenntaður og hef kynnt mér vel öll mál þar og veit hvað staðan er alvarleg. Alþjóðahagsmunir eru að borga ekk Icesave, og við berum meiri skyldur gagnvart mannkyninu í heild og möguleikum á friði í framtíðinni, en einhverjum miðstéttar Bretum sem voru sviknir af eigin ríkisstjórn, og svikararnum Gordon Brown, en ekki okkur, og Hollendingum sem ekki eru að deyja um þessar mundir. Óréttlætið þrífst líka á lagalegum fordæmum, og Icesave málið verður notað til að klekkja á okkar minnstu bræðrum þegar þeir leita réttar síns gagnvart fyrrverandi nýlenduherrum sem nú kúga þá með skuldahlekkjum, ef við gefumst upp og borgum. Jafnvel þó við náum bara að borga mun minna en nú er lagt upp með, mun það hjálpa verst stöddu þjóðum heims og bjarga fjölda mannslífa.
Eitt mannkyn - Einn heimur - Stöndum saman gegn kúgurum mannkynsins!!!
Skilaboð til "Já manna" (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 22:30
Sem sagt ef ég skil þennan sem skrifar hér að ofan. Þá erum við sambærilegt land við Afríkuríki. Það er sjálfsagt að Íslenskir bankar undir Íslensku eftirliti taki innistæður fólks bótalaust að minnstakosti ef þeir eru Bretar og Hollendingar. Og ef ríki sér ekki um að fjármálastofnanir hagi sér á ábyrgan hátt þá sé það bara tap viðskiptamanna. Ríkinu beri ekki að sjá til þess að þeir geti uppfyllt sínar skyldur eins og að skila peningum sem þeir eru að geyma fyrir fólk. Skrítið að ég hef ekki heyrt að því að innistæður Íslendinga í bönkum hafi horfið eins og Icesave innistæður. Eins þá bendi ég á að Ríkjum EES bar að koma upp kerfum sem TRYGGÐU lágmarks innistæður. Þeim bar því að sjá til þess að þessi kerfi virki. Þessvegna hafa jú innistæður um alla Evrópu verið varðar.
Síðan er annar kafli sem fjallar um yfirlýsingar ríkistjórnar Íslands um að allar innistæðu séu varðar i Íslenskum bönkum, samkomulag okkar við Breta og Hollendinga frá því 2008 um að við myndum tryggja að allir fengju lágmarkstryggingu á Icesave. Nú 3 samningar sem við höfum gert um greiðslur af Icesave. Svona gætum við haldið áfram.
Magnús Helgi Björgvinsson, 15.2.2011 kl. 09:34
Ægir: Það eru skilyrði að Icesave deilan verði leyst, en í því fellst ekki að Icesave verði borgað.
Deilan gæti t.d. verið leyst með því að senda málið fyrir dómsstóla sem skera út um það hvort okkur beri að borga.
The Critic, 15.2.2011 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.