Enn lækkar evran!!

Þetta fer að verða athyglisverðara með hverjum deginum...Helgi Hjörvar hefur greint okkur frá því að það séu 4 gjaldmiðlar sem munu vera allsráðandi í heiminum...og evran sé ein af þeim...

Evran hefur verið að lækka..og mun lækka..vandræði evrubandalags er rétt að byrja...Þýskaland getur ekki staðið undir öllum þessum skuldbindingum..öllum vandræðum skuldsettra ríkja...og nú hafa Slóvakar neitað að lána Grikkjum..sem ýtir enn meir undir vandræði evru.


mbl.is Enn lækkar evran gagnvart krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ægir minn.

Þú þarf að svara ýmsu spurningum sjálfur áður en þú lætur svona rullu frá þér fara. 

1) Fyrsta lagi heitir þetta fyrirbæri sem þú virðist vera svo í nöp við, Evrópusambandið!!

2) Evran hefur verið að styrkjast síðusta mánuðinn gagnvart dollara þangað til í dag og þá hleypur þú upp til handa og fóta og tyggur moggafrétt Oddssonar eins og heilagan skilning á þróun í heimsmálunum. 

3) Auðvita er Evran einn af fáu alvöru gjaldmiðlum þessa heims. Það vita allir hugsandi menn, ekki bara Helgi.

4) Ef staða evrunar er slæm, hvernig ætlar þú að þá að lýsa krónunni. Ég vona að þú sért það vel gefinn að þú áttir þig á því að hún er ekki einu sinni á markaði!!!!

Hörður Hinrik Arnarson (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 23:01

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Sæll Hörður...gott að fá þig hérna inn til þess að viðra þinni skoðun á þessum blessaða miðli...en það er nú bara með þessa blessaða evru þína að hún er að mestu keyrð af sterkasta ríki heims..ég bara fyrir þig er ég ekkert að byrja að fylgjast með fjármálamarkaðnum..hef fylgst með honum í mörg ár..dollarinn á líklega eftir að veikjast einnig..og evran mun veikjast enn meir..vegna mikilla skulda evruríkja..og alveg eins með dollarann..þá eru 52 ríki bandalags Ameríku einnig stór skuldug.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 12.8.2010 kl. 00:07

3 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Og annað hörður...ekki trúa þeirri vitleysu að krónan muni falla vegna hvé hún smá hún er...þeir sem halda því fram...hafa ekki vit á efnahagsmálum.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 12.8.2010 kl. 00:10

4 identicon

Ægir.

Án þess að vera með hroka langar mig að leiðrétta þetta með fylkin í Bandaríkjunum. Þau eru aðeins 50 en vegna prentvillu í gamalli kennslubók hér á Fróni heldur helmingur landsmanna að fylkin séu 52. 

Sennilega hef ég ekkert vit á efnahagsmálum en krónan féll um 350% á einu ári frá haustdögum 2007. Úr 80 kallinn á evru í 300 kallinn áður en hún var tekin af markaði. Afhverju? Gjaldmiðill Grikkja "evran" hefur fallið um 13 - 15% í þessum verstu efnahagshörmungum sem skollið hefur á Evrópu síðan 1929, en flestir íslendingar telja Grikki vera í miklu verri stöðu en við íslendingar. Svarðu afhverju krónan hrundi svona illa í samanburð við gjaldmiðil grikkja? Hefur það ekkert með stærð hennar að gera????

Ef þú vilt lifa í heimi þar sem kapitalískt hagkerfi ræður ríkjum er krónan dragbítur dauðans sem dregur máttinn úr neytendum hægt en örugglega.

Ég spyr að lokum. Ert þú með íslenskt húsnæðislán?

Hörður Hinrik Arnarson (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband