Algert rugl!!!

Hverslags vitleysa er þetta..mér finnst það eigi ekki vera hægt að bæta við leikmönnum þegar úrslitakeppnin er hafin..þetta skekkir alla raunmyndina á styrk liðanna sem hafa verið að spila tímabilið..væri ekki nær að hafa eins og ég segi...loka á allar skiptingar þegar úrslitakeppnin er hafin!!

En nokkuð ljóst að Keflavík eru eitthvað smeykir..


mbl.is Nick Bradford í Keflavík á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nei það voru Snæfellingar sem voru smeykir..  því þeir náðu í nýjan kana fyrir leikinn í gær....

Efa það að Kef hefði náð í Nick ef Jeb hefði ekki verið kominn til Snæfells!!!  Þá bara spilað kanalausir á móti kanalausum Snæfellingum, hefði verið mjög skemmtileg rimma

RIP (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 16:50

2 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Bíddu nú við hvað Snæfell að gera? Jeb Ivey kom inn á síðustu stundu.

En það er rétt að þetta skekkir alla raunmyndina á styrk liðanna, félögin á íslandi eru háð erlendu leikmönnunum of mikið en það hefur verið að breytast síðustu árin sem betur fer.

Friðrik Friðriksson, 23.4.2010 kl. 16:51

3 identicon

Reyndar eru bestu menn beggja liða íslendingar (Hlynur hjá Snæ. og Hörður hjá Kef) og ef annarhvor þeirra hefði meiðst þá hefði þetta ekki staðið til boða....

Grunar að þessi regla verði endurskoðuð á næsta þingi....

RIP (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 17:05

4 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Mikið sammála þér RIP

Friðrik Friðriksson, 23.4.2010 kl. 17:21

5 identicon

Þetta er löglegt, en ótrúlega skrítið að leikmaður sem spilar með einu liði í úrslitakeppninni geti spilað með öðru í sömu keppni. Ætti ekki bara að loka á skipti um áramótin og þau lið sem ekki myndu þola að missa menn eins og Burns og Burton yrðu þá að bíta í það súra epli eins og gengur og gerist í öðrum íþróttum.

Rúnar G (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 17:38

6 Smámynd: Sigurður F. Sigurðarson

Svo er því við að bæta vegna fjárhagsins... auðvitað er gaman að vinna dollu en þetta er svo langt því frá einhver fúlga sem bíður meistaranna eins og í fótbolta þar sem öllu skiptir að vinna deildina og komast í fjármuni EUFA.  Körfuboltinn er bara útlát..  En því er ekki að neita að það er skemmtilegra að horfa á góða spila körfubolta en lélega og þar eru kanarnir tvímælalaust aðdráttarafl.

Sigurður F. Sigurðarson, 23.4.2010 kl. 17:40

7 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég er stuðningsmaður Keflavíkur og er algjörlega mótfallinn þessum leikmannaskiptum. Reglurnar þurfa að vera skýrar og ég trúi ekki öðru en settar verði harðari reglur varðandi þetta á næsta KKÍ þingi.

Gísli Sigurðsson, 23.4.2010 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband