En ekki nógu góður fyrir Íslenska landsliðið???

Frábært hjá Gylfa..og gaman að sjá hvað hann er að bjarga Reading oft fyrir horn ef maður má nota þá skilgreiningu..hann er búinn að vera frábær í undanförnum leikjum..en ekki nógu góður fyrir Íslenska landsliðið?

Sú ákvörðun að velja hann ekki er alveg óskiljanleg..kannski ekki..sýnir kannski bara á því hvar landsliðið er statt á heimslistanum..hvernig haldið er á taumunum...það er raunstaða liðsins...sorglegt!!


mbl.is Gylfi Þór tryggði Reading sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Drengurinn er búinn að standa sig vel fyrir félagið en það er ekkert að marka íslenska landsliðið. Oft finnst mér aðstandendur landsliðsins skorta metnaðinn sem þarf. Við þurfum metnaðarfullan þjálfara sem hefur vilja til að læra af reynslunni.

Elvar (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 22:46

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Sammála!

Ægir Óskar Hallgrímsson, 24.3.2010 kl. 22:50

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Það er þá ágætt að a-liðið láti hann í friði...21 árs liðið þarf á honum að halda...

Halldór Jóhannsson, 24.3.2010 kl. 23:08

4 Smámynd: Leifur Finnbogason

Hann var meiddur í seinasta æfingaleik (og missti einnig af mikilvægum leik við Þjóðverja hjá U-21liðinu - skiljanlegra að velja hann þangað frekar en í æfingaleik við Kýpur) og á móti Færeyjum og Mexíkó í kvöld...gat hann ekki verið valinn. Hann er lykilmaður í sínu liði og dagsetningarnar eru ekki alþjóðlegir leikdagar. Í leiknum á undan því var öllum Íslendingum sama um hvort hann væri með eða ekki.

Hann mun hinsvegar verða valinn á árinu, það er alveg ljóst. Tjilliði bara eða sækið um starf landsliðsþjálfara sjálfir.

Leifur Finnbogason, 24.3.2010 kl. 23:44

5 identicon

Ég hef metnaðinn, en skortir reynsluna (og réttu samböndin).

Elvar (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 23:57

6 Smámynd: Hilmar Sigurðsson

25.3.2010 | 00:10

Ólafur er einhver sá jafnlélagasti

landsliðsþjálfari, sem fram hefur komið.  Hrokinn og sjálfhverfan, sem hann sýnir t.d. í viðtölum við fjölmiðla er alveg með ólíkindum.  Ekki þarf mörg orð um árangurinn.   Það er e-ð mikið að hjá KSÍ að hafa svona þjálfara í vinnu !

Hilmar Sigurðsson, 25.3.2010 kl. 00:13

7 identicon

Hann þótti sýna árangur með FH, en það þarf meira til.

Elvar (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband