Svíar vilja ekki evru..en ríkisstjórn Íslands vill evru????

Þetta er svo dæmigert fyrir þessa stjórn vitleysingaháttar..hún virðist gera allt öfugt við það sem á að gera...það eru allir að sjá hverslags drasl þessi evra er..en sæll þá ætla stjórnvöld væntanlega að flýta upptöku evru..er furða að maður er búinn gersamlega að missa trú á þetta embættismanna rugl.
mbl.is Svíar snúast gegn evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

þetta er frekar léleg frétt, ekkert talað um afhverju þeir vilja hana ekki. gætir alveg eins skrifað frétt um að svíjar vilja appelsínur frekar en epli.

GunniS, 28.2.2010 kl. 21:19

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Þetta er frétt um evru..ekki appelsínur eða epli..hvað er málið, ef þetta væri um epli eða appelsínur myndi ég skrifa um það???

Ægir Óskar Hallgrímsson, 28.2.2010 kl. 21:22

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikill munur er á þessum tveim samfélögum, bæði að stærð og gerð. Þó að Svíar séu fastheldnir á sína krónu, þá hefur það akkúrat ekkert að gera með söðuna hér. Ástandi hér á kronu og öðru er með þeim hætti að innganga í ESB og upptaka Evru mun væntanlega breyta hér miklu til hins betra. Við höfum í raun ekkert val, en hvort Svíar hafa val um gjaldmiðil þekki ég ekki.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.2.2010 kl. 21:29

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er eins og ESB sinnar séu allir með bundið fyrir augum og með eyrnaskjól þegar rök eru rædd. Þeir neyta að heyra það sem slæmt er en halda dauðahaldi í það sem þau telja gott. Jafnvel þó að dæmin sýni annað. 

Gunnar Heiðarsson, 28.2.2010 kl. 21:37

5 Smámynd: GunniS

og hvað er slæmt og hvað er gott, eins og ég segi að ofan þá er ekkert talað um það í fréttinni afhverju svíjar vilja ekki Evruna.

 ég hef heyrt að við losnum við verðtrygginguna ef við förum í ESB, bara það gerir inngönguna þess virði. 

GunniS, 28.2.2010 kl. 21:44

6 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það er nú hægt að afnema þessa verðtryggingu án þess að ganga í ESB. Þessi rök eru sama ruglið og heyrist þegar verið er að tala krónuna niður í skítinn.

Sindri Karl Sigurðsson, 28.2.2010 kl. 21:49

7 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Hólmfríður..ástæðan fyrir hruni krónunnar er ekki stærð hennar..þetta er mannanna verk..rekstur félagsins ríkissjóðs er illa rekinn, þar af leiðandi veikist krónan..að halda öðru fram er fáfræði.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 28.2.2010 kl. 21:51

8 identicon

Einn stór munur. Svíar hafa nothæfan gjaldmiðil en við ónýtan. Ægir segir að hrun krónunnar sé mannanna verk. Það er alveg rétt. En við Íslendingar erum snillingar í að eyðileggja gjaldmiðilinn. Við höfum haft óðaverðbólgu svo til allan tíma krónunnar. Ef við hefðum haft evruna, hefðum við ekki getað eyðilagt hana. Einfalt mál.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 22:20

9 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Svavar..við þurfum að skera niður hjá hinu opinbera..við erum að eyða umfram það sem við öflum, það er ástæðan fyrir hruni krónunnar..m.ö.o. embættismenn þjóðarinnar eru að reka ríkissjóð mjög illa..sbr. RUV..þar sem eru 25 markaðsstjórar..ég myndi hafa 3-4!!

Ægir Óskar Hallgrímsson, 28.2.2010 kl. 22:40

10 Smámynd: Anderson

Svavar... bara benda þér á að það hefur aldrei verið óðaverðbólga á Íslandi, þótt hún kunni að hafa verið mjög há hér áður fyrr.

Ægir... þú lætur eins og það eina sem veiki gjaldmiðil sé rekstur ríkissjóðs, og að halda öðru fram sé fáfræði. Þetta er rangt hjá þér. Vissulega veikir það gjaldmiðil, en það er engan vegin það eina sem veldur því. Stærð krónunnar hafði vissulega mikið að segja um hreyfingar á henni undanfarin ár, ég held að varla sé deilt um það af þeim sem til þekkja.

Við skulum ekki gleyma því að allir stórir gjaldmiðlar sveiflast mikið til, ekki aðeins smáir eins og okkar. Mér finnst stundum eins og fólk haldi að aðeins krónan sveiflist m.t.t. annarra gjaldmiðla. Ég ætla ekki að segja að krónan sé ónýt, það mun hins vegar töluverðan tíma að byggja hana upp að nýju. Krónan er töluverð blessun núna fyrir vöruskiptajöfnuð og vonandi hjálpar hún okkur að flýta fyrir efnahagsbata á næstu misserum og árum.

Anderson, 28.2.2010 kl. 23:02

11 identicon

Meðaltalsverðbólga krónunnar á ársgrundvelli síðastliðin 70 ár er 10 til 15 %.

Það kalla ég óðaverðbólgu. 

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 23:10

12 Smámynd: Fannar frá Rifi

Svavar. hvað er meðaltals verðbógla (veiking) dollars síðastliðin 70 ár? bara á síðastliðnum 10 árum hefur dollar og evran sveiflast á þann hátt að dollarinn veiktist um helming gagnvart evru. er dollarin ónýt mynt og ætti USA að taka upp evru?

Fannar frá Rifi, 28.2.2010 kl. 23:36

13 identicon

Svíar eru að snúast gegn evrunni vegna þess að þeir eru að sjá hvaða áhrif hún er að hafa í Evrópu á sama tíma og sænska krónan hefur komið Svíum tiltölulega vel út úr fjármálakrísunni. Kannanir sem gerðar voru fyrst eftir hrunið sýndu þveröfuga niðurstöðu, þá féll sænska krónan hratt en það hefur sennilega bjargað töluvert mörgum frá að missa störf, t.d. jókst eftirspurn eftir sænsku starfsfólki í Danmörku og verslun á Skáni hreinlega stóð í blóma vegna þess að sænska krónan var svo hagstæð fyrir Danina.

Á sama tíma og sænska krónan er svo að braggast er Evran komin í tilvistarkreppu, það vakti Svíana og sýndi þeim að þeir eiga ákaflega takmarkaða samleið með þjóðunum í Suður Evrópu og jafnvel enn minni samleið með Austur Evrópuþjóðunum sem eru að fara inn í Evruna.

Gulli (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 08:03

14 Smámynd: Anderson

Svavar: Þú kallar það óðaverðbólgu, segirðu.

Það er vissulega há tala, en það er ekki óðaverðbólga. Þú getur ekki notað skilgreint hugtak(e.hyperinflation) yfir stærðir sem hugtakið á ekki við. En ég skil vel að þér finnist þetta vera "óðaverðbólga"... en það gerir þetta samt ekki að því.

Anderson, 2.3.2010 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband