Góð hugmynd.

Styðjum skotana í þessu, þarf bara að laga þennan EES samning, og taka þetta reglugerðafargann út, eflum EFTA klálega.


mbl.is Skotar íhuga aðild að EFTA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sammála því að það væri gott að efla EFTA.

En hvað finnst þér vera að EES-samningnum?

Hvaða reglugerðafargan viltu „taka út“ nákvæmlega?

Hvaða áttu við með þeim orðum, úttekt eða fjarlægingu?

Guðmundur Ásgeirsson, 25.10.2016 kl. 17:36

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Sælir Guðmundur, erum við ekki að fá alls kyns reglur sem eru ekkert að bæta okkur sem þjóð, við eigum bara alltaf að huga að því sem bætir okkur, það er alveg klárt fullt af reglum sem við þurfum ekkert, erum við ekki sjálfstæð.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 25.10.2016 kl. 22:02

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það eru allskonar reglur sem gilda í gegnum EES-samninginn, og langflestar þeirra eru ekkert sérstaklega slæmar, sumar mjög góðar eins og til dæmis allt regluverk um neytendarétt og samkeppnismál. Auðvitað eru skrýtnar reglur inn á milli sem passa ekki nógu vel fyrir Ísland, en þær eru sem betur fer fáar. Þegar EES-samningurinn var gerður þá var það einmitt til þess að "velja úr" það sem var talið heppilegt en skilja undan flest það óheppilegasta fyrir íslenska hagsmuni. Það var í eina skiptið sem við fengum að "kíkja í pakkann" og velja úr honum bestu bitana og EES var útkoman.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.10.2016 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband