Flott.

Bara glæsileg niðurstaða, var ekkert annað í stöðunni, fyrst deiluaðilar geta ekki komist að niðurstöðu...vel gert..þjóðarhagsmunir umfram sérhagsmuni.
mbl.is Lög um frestun verkfalls samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Það er okkur líka til lukku að hér er við völd stjórn sem þorir og hefur þekkingu að taka ákvarðanir þjóðinni til heilla. Guð hjálpi okkur ef vinstri stjórn væri nú við völd. Flugmenn eiga samúð mína alla enda þarf vissulega að bæta kjör þeirra og vonandi semst sem fyrst, ein milljón - 1 og hálf eru ekki ýkja miklar tekjur þannig lagað m.v þau lán og kostnað sem flugmenn hafa lagt á sig vegna náms. Einnig bera þeir gríðarlega ábyrgð. Hinsvegar varð að setja lög, meiri hagsmunir fyrir minni þó svo enginn velkist í vafa um að kjörin þurfi að bæta

Baldur (IP-tala skráð) 15.5.2014 kl. 15:34

2 identicon

Hvað er flott við það að ríkisstjórnin taki stjórnarskrárvarin réttindi af launafólki? Fyrir hvaða hagsmuni? Jú hagsmuni hlutabréfabraskarans. Þú gerir þér grein fyrir því að í sumar verða 18 flugfélög að fljúga til og frá Keflavík og Icelandair er bara eitt af þessum 18 félögum. Með þessari lagasetningu er einmitt verið að verja einkahagsmuni á kostnað réttinda allra launþega í landinu.

Þess utan stenst þessi lagasetning enganvegin þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar til þess að hægt sé að setja lög á verkföll. Þessi skilyrði eru eftirfarandi:

1 - vegna þjóðaröryggis eða almannaheilla

2 - til að firra glundroða eða glæpum

3 - til verndar heilsu eða siðgæði manna

4 - til verndar réttindum og frelsi

Verkfallslögin stangast sérstaklega á við síðustu tvö ákvæðin, þ.e.a.s. siðgæði, réttindi og frelsi.

Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 15.5.2014 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband