Geta bara sjálfum sér um kennt!!

Ég hef enga samúð með Bandaríkjamönnum...þetta stórveldi viðskiptaheimsins, er gersamlega búið að spila botninn úr buxunum..Bandaríkin voru fyrir 40 árum eitt mesta iðnveldi heimsins..bílaiðnaðurinn..fjármálamarkaðurinn..og svo ´ætti lengi telja...en hvað svo.

Svo kemur græðgin..en heimskan einnig..ákveða að flytja mörg góð fyrirtæki frá Bandaríkjunum..í þeirri von að hagnaður fyrirtækisins muni glæðast..sem hann hefur gert..ekki spurning..en eftir situr bandarískur almenningur..alltaf fleiri og fleiri..án vinnu.

Svona hefur þetta gengið..og efnahagur landsins átti að hanga á fjármálamarkaði..heilu borgirnar eru að leggjast í eyði..og eina ráðið að mínu viti er að efla framleiðslufyrirtæki..og þannig myndu hjól efnahagslífsins snarbatna.

En þessar tölur eru ekkert að koma upp núna...þetta er búið að vera svona viðvarandi í mörg ár....vextir þeir lægstu..í þeirri von um að efnahagur landsins skáni...en "no cigar"


mbl.is Skuldir sliga Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

En heldurðu að þetta muni gera nokkuð annað en drukkna í fréttum af nauðgunarákæru yfirmanns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins?

Sá sóðakall hefur svosem áður orðið uppvís að hórdómsbrotum og eflaust margoft keypt sig undan réttvísinni með áhrifum sínum og peningum. Að það skyldi ekki vera leyft í þetta sinn, og hvernig það var tímasett, er hinsvegar of spes til að geta verið tilviljun. Það væri barnaskapur að gleypa við þessu umhugsunarlaust. Og með því er ég ekki að meina að hann sé endilega hafður fyrir rangri sök, heldur þvert á móti að hann hafi þarna gefið færi á sér sem valdamiklir aðilar gátu einfaldlega ekki látið hjá líða að notfæra sér. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá fréttina er: hver mun taka við af honum? Nú hefur verið upplýst að IMF verði fyrst um sinn stýrt af John Lipsky, fyrrum aðalhagfræðingi risabankans og CIA-handbendisins JPMorgan, en hann hlaut eldskírn sem efnahagsböðull á vegum IMF í Chile 1978-80.

Þeir sem kunna að leggja saman tvo og tvo hljóta að geta séð stóru myndina í þessari endurtekningu á Spitzer vændiskonumálinu, Assange smokkaleysismálinu, og fjölmörgum samskonar ófrægingarherferðum.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.5.2011 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband