Einhver verður að svara til saka....

Ég dáist að Víglundi Þorsteinssyni, og styð hann í þessu máli, vegna þess að ég vil fá sannleikann upp á borð.

Þetta sagði fyrrverandi fjármálaráðherra um víglund...

FME með skituna upp á bak eins og vanalega...í staðinn fyrir að gera hreint fyrir sínum dyrum..þá er hjólað í manninn.

Ég er á þeirrar skoðunnar að þarna liggi mikill fnykur í allri stjórnsýslunni...og alveg hreint með ólíkindum að píratar sem tala fyrir allt upp á borðið, skuli ekki vera í forsvari í þessu máli, og krefjast rannsóknar.

 


mbl.is Afhenti ríkisbanka án heimilda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Kapteinninn eltir allt sem Samfylkingunni hugnast,allt frá því að hún/hann hélt lífi í ríkisstj. Jóhönnu.

Helga Kristjánsdóttir, 4.5.2015 kl. 16:00

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já algjörlega, það þarf að svara og taka ábyrgð á þessum gjörningi...

Það má velta því fyrir sér af hverju píratar hafa ekki tekið á þessu máli...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.5.2015 kl. 18:26

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það má líka velta því fyrir sér að Píratar HAFA einmitt tekið á þessu máli og eru eini flokkurinn á núverandi þingi sem hefur gert það. Kannski það sé þess vegna sem þær mælast núna með meira fylgi heldur en ríkisstjórnin?

Guðmundur Ásgeirsson, 4.5.2015 kl. 18:54

4 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þið eruð aldeilis brattar Helga og Ingibjörg, ef þið eruð ekki í því að skjóta sendiboðann, þá er farið með rangt mál. Framsóknarflokkurinn byrjaði á því að verja ríkisstjórn Jóhönnu og Steingrím falli fyrir kostningar 2009. Gegn því m.a. að endurskoða stjórnarskrána í þeirri mynd, sem gert var, en tók þá U beigju. Á landsfundum beggja stjórnarflokka og í stefnuyfirlýsingu þeirra fyrir kostningar 2009, var kveðið fast að því að Ísland ætti að fara í viðræður við ESB. Birgita, Þór og Margrét studdu einungis það sem þeim þótti koma almenningi fyrir bestu. Það hugnast ykkur kannski ekki!!!

Jónas Ómar Snorrason, 4.5.2015 kl. 20:01

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er til einskis, að persónu/flokksdæma málin.

Það á að sjálfsögðu að opinbera allt í kringum Víglundarmálið, þótt mér hafi fundist í upphafi málsins, að Víglundur væri of einbeittur í að hengja syndaselinn Steingrím J. Sigfússon einan fyrir allt sem misfórst.

Ég var, og er víst enn, of dómhörð, en hef þó lært að ekki er það í nokkurs manns valdi að dæma réttlátlega, í dómaraspilltu réttaleysis-samfélagi.

Það er ekki lausnarmiðað, að ætla að hengja einhverja ákveðna flokka/ráðherra fyrir varnarlausan vandræðagang, embættisstýrt siðleysi og spillingu stjórnsýslunnar. Hvorki fyrr né nú!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.5.2015 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband