Lækkum frekar álögur á innlend fyrirtæki..

Ég mæli frekar með því að við lækkum álögur á íslenskum fyrirtækjum...ekki flytja orkuna út...sem myndi alveg örugglega fela það í sér að við yrðum látinn borga þetta með einum hætti eða öðrum.

Með því að lækka frekar álögur á íslensk fyrirtæki...styrkjum frekar íslenska garðyrkju...og flytjum út tómata, Agúrkur, alls konar kál...og góðu íslensku jarðaberin...ég tel að það sé frekar til að styrkja íslenskan efnahag..en það að flytja út orkuna gegnum sæstreng.


mbl.is Heildargróði af lagningu sæstrengs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Voðalega ertu með púkó hugmyndir.  Til að draga úr Co2 mengun þarf að draga úr allri framleiðslu.  Er ekki miklu hærra rafmagnsverð tilvalin leið?  Almenningur og íslensk fyrirtæki þurfa að venja sig við sult ef við ætlum að leggja okkar að mörkun í baráttunni gegn Co2.  Gróðurhús nota líka Co2 og varla stætt lengur að rækta mat innanlands. 

Ég mæli með orku í gegnum sæstreng til að koma okkur aftur á steinöldina.  Hættum að hugsa um hagsmuni almennings einu sinni og reynum að gera það sem er rétt fyrir móður jörð og alþjóðlega auðhringi.

Lengi lifi ESB og Rockefeller.

Björn Heiðdal, 6.7.2013 kl. 11:14

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Skynja kaldhæðni í þessu...en ok.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 6.7.2013 kl. 11:35

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér Ægir og ekki laust við að maður fái þá tilfinningu að eitthvað annað búi að baki en gróði fyrir okkur Íslendinga...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.7.2013 kl. 11:59

4 identicon

Hvað í ósköpunum gæti annað búið en gróði Íslendinga, Ingibjörg?

Við erum þegar að niðurgreiða rafmagn til garðyrkju um hundruðir milljóna á ári, til viðbótar við beingreiðslur til garðyrkjubænda. Er virkilega ekki nóg af liði nú þegar á framfæri ríkisins? Eitthvað þarf að standa undir öllum styrkjunum og raforkusala til útlanda gæti verið lausnin.

Það er annars að grunni til mjög vond hugmynd að selja íslenskt grænmeti eða ávexti til suðrænna landa. Það er mun skynsamlegra að nota sólina fyrir sunnan og sleppa flutningnum til útlanda og raforkusóuninni hérna. Að ætla að leiðrétta hnattstöðu Íslands með því að henda rafmagni á undirverði er ekkert sérstaklega góð hugmynd.

Úlfur (IP-tala skráð) 7.7.2013 kl. 00:34

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Við erum ekki bara að greiða niður rafmagn til garðyrkjubænda heldur líka til almennings og Úlfs.  Held bara hreinlega að öll fjölskylda Úlfs sé á framfærslu ríkisins með niðurgreiddu rafmagni.  Hvílík sóun og bruðl.

 Væri ekki miklu nær að selja rafmagnið sem Úlfur er að nota til Evrópu t.d. Noregs eða Hollands.  Er ekki miklu gáfulegra að selja rafmagnið sem Úlfur notar í dag til hollenskra gróðurhúsa eða gagnavera.  Auðvitað, einhvernvegin þarf ríkið að afla tekna svo það hafi efni á atvinnuleysisbótum handa Úlfi og fjölskyldu.

Björn Heiðdal, 7.7.2013 kl. 07:16

6 identicon

Eru einhverjar vísbendingar um það að evrópumenn bíði í biðröðum eftir rándýru íslensku grænmeti, ræktað í gróðurhúsum með niðurgreiddu rafmagni og fluttu um langan veg með skipum eða flugvélum?

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 7.7.2013 kl. 10:31

7 identicon

Vá hvað þú ert málefnalegur, Björn Heiðdal. Hvorki ég né neinn, að því ég best veit, af mínum skyldmönnum er á atvinnuleysisbótum. Ef að þú ert að gefa í skyn að það sé líklegra að halda uppi velmegun á háu atvinnustigi með viðskiptahindrunum, tollamúrum, sambandsleysi við umheiminn og sjálfsþurftarbúskap, þá mátt þú alveg hafa þá skoðun án þess að reyna að staðsetja mig á einhverjum ríkisspena.

Hins vegar er sannleikskorn í því að öll raforka á Íslandi sé niðurgreidd, þ.e. á þann hátt að við borgum í raun ekki fyrir þann umhverfiskostnað sem orkuframleiðslan veldur. En þeir sem eru á beinum niðurgreiðslum á raforku eru garðyrkjubændur í gegnum sérstaka styrki, Grímseyingar í gegnum sérstaka orkuframleiðslustyrki, dreifbýlisbúar í gegnum svokallaðar dreifbýlisniðurgreiðslur og heimili á köldum svæðum í gegnum svokallaðar rafhitaniðurgreiðslur eða húshitunarniðurgreiðslur. Enginn af minni nærfjölskyldu er hins vegar á þessum niðurgreiðslum, en er eitthvað sérstakt sem ég skrifaði sem að ýtti undir þá trú þína?
En af hverju ættum við að selja Hollendingum paprikur ef að við fáum meira (a.m.k. nettó) fyrir að selja þeim rafmagn?

Úlfur (IP-tala skráð) 7.7.2013 kl. 13:33

8 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég er ekkert að þykjast vera málefnalegur kæri Úlfur.  Né geri kröfu á þig að þú sért það.  Mér finnst bara fyndið að þú skulir ekki sjá samhengið í hlutunum eða ertu að leika úlf í sauðagæru.  Útflutningur á rafmagni er það vitlausasta sem hægt er að gera við orkuna okkar.  Nægir að nefna stórhækkað verð til almennings og smærri notenda.  Ef það dugar ekki má einnig benda á verulegt orkutap sem svona langur strengur hefur í för með sér.  Þessi atriði ættu að duga til að salta umræðuna um aldur og ævi.  En einhverjir sjá sér hag í því að rýra kjör almennings og normal fyrirtækja.  Essasú kæri Úlfur?

Björn Heiðdal, 7.7.2013 kl. 17:02

9 identicon

Björn Heiðdal, Landsvirkjun ræður í dag markaðsverði á raforku á Íslandi. Eftir sæstreng mun Landsvirkjun ennþá vera verðákvarðandi á innlenda markaðnum. Það er því ekkert sem segir að raforkuverð muni hækka að ráði til almennings á Íslandi við það að orkuöryggi landsins skáni og að við getum komið umframorkunni í góðum vatnaárum í verð. Nema þú vitir hvað Landsvirkjun hefur í hyggju. Í raun virkar sæstrengur sem nota á til massaútflutnings á orku svipað og álver. Ekki hafa "blessuð" álverinn hingað til valdið "stórhækk[un] verð[s]" til almennings. Af hverju ætti það að breytast?

Fullyrðingar þínar um að eitthvað muni gerast án þess að þú getir fært fyrir þeim nein rök, eru frekar veigalítið framlag til umræðunnar um streng, en auðvitað ert þú "ekkert að þykjast vera málefnalegur" þannig að þá er líklega best að taka ekkert mark á þér, hvort sem er.

Úlfur (IP-tala skráð) 7.7.2013 kl. 18:21

10 Smámynd: Björn Heiðdal

Úlfur, þú ert greinilega sauður í úlfagæru.  Þær skýrslur og önnur gögn sem hafa verið útbúin fyrir stjórnvöld nefna ýmis fáránleg dæmi um jákvæð áhrif af svona sæstreng.  Ísland er engin Tasmanía og ekki heldur Noregur.  Að tala um innfluttning á rafmagni, dýru rafmagni, sem einhvern sölupunkt fyrir þessum streng sýnir hvað umræðan er rugluð.

Ertu umboðsmaður fyrir vindmyllur eða tengdur þessu máli á einhvern hátt.  Þoli ekki komma sem vilja alltaf senda almenningi reikninginn.      

Björn Heiðdal, 7.7.2013 kl. 21:38

11 identicon

Það er rétt, Ísland er enginn Noregur. Noregur er orðinn svo vel tengdur við sín grannlönd að þeir strengir sem þeir eru að vinna að nú um stundir, til Bretlands og Þýskalands gera auðvitað mun minna gagn en fyrstu strengirnir þeirra. Því gæfi strengur frá Íslandi mun meira af sér en nýr strengur fyrir Norðmenn, en vissulega yrði hann dýrari.

Norðmenn flytja nú yfirleitt út rafmagn á sumrin og inn á veturna, út þegar það er logn og inn þegar það blæs. Danir framleiða hins vegar mest rafmagn þegar blönduðu hitaorkuverin þeirra þurfa að kynda dönsk hús á veturna, en loka jafnvel orkuverunum á sumrin þegar enginn er að kynda húsin sín. Þannig næst mun betri nýting á fjármunum bæði í DK og NO. En ég skynja að þú hefur mjög fyrirframmótaðar skoðanir á því að eiga viðskipti við útlönd og reynslusögur annarra ríkja munu hafa álíka mikil áhrif á þig og vatn á gæs. Leyfi mér að spá því að þú sér framsóknarmaður, opinber eða laumu.

Norðmenn flytja að jafnaði inn svipað mikið rafmagn á ársgrundvelli og þeir flytja út og græða við það á tá og fingri, annars væru þeir ekki að vinna að fleiri strengjum.

En nei, ég tel að leiðinn til hagsældar snúist um frjáls viðskipti og hámörkun arðs af auðlindum, þannig að ég er líklega ekki kommúnisti. Þá er ég ekkert sérstaklega hrifinn af vindmyllum.

Af hverju heldur þú að við flytjum eins mikið af fiski út ferskum og við getum frekar en að vinna þá í tætlur hér heima og seljann hann gamlan og frosinn til útlanda? Hvort kaupir þú ferskan eða unninn fisk þegar þú ferð í fiskbúðina? Getur verið að sala á raforku til evrópskra heimila á háálagstímum sé "hágæðavara" og að sala á massarafmagni til erlendra (hér er vísað til eignahalds) álbræðslna sé sala á lágæðavöru? Hvort eiga auðlindir okkar meira skilið?

Úlfur (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 01:26

12 Smámynd: Björn Heiðdal

Þú skautar framhjá allri gagnrýni, svarar henni ekki einu sinni.  Því hlýtur þú að vera tengdur þessu verkefni á einhvern áþreifanlegan hátt eða ertu hreinræktaður sauður í sauðagæru.  Allt tal um einhvern ofsagróða sem byggður er á mjög svo óljósum forsendum er tóm steypa.  Það er ekki hægt að gefa sér bestu mögulegu forsendur og sleppa umræðunni um ókostina eins og þú gerir.  Þeir sem ætla með umræðuna inn á þá braut eru að gefa sér niðurstöðuna fyrirfram.  Helvítis kommúnistar með grænni Framsóknarsultu á toppnum.  Ojjj.

Björn Heiðdal, 8.7.2013 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband