ESB að hrynja!!

Þetta er alls ekki rétt hjá þessum blessaða manni..það eru um 75% Íslendinga sem vilja ekki inn í þetta glæpasamfélag...þetta dót sem ESB heitir er að hrynja...þökk sé krónunni að við erum á floti.

Atvinnuleysi á Íslandi er um 8-9%..ef við værum með evruna..þá væru um það bil 20% atvinnuleysi...það er það greinilega sem Össur vill..evran mun lækka um komandi misseri..og krónan styrkjast til muna.


mbl.is Aukinn stuðningur við aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Akkúrat, hann er greinilega ekki með fúlli femm maðurinn !!!

Guðmundur Júlíusson, 23.7.2010 kl. 21:52

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nýleg könnun sýndi að það eru 60% á móti ekki 75%.

Ef þú segir að ESB er að hrynja... hvað er þá Ísland?? Kannski löngu hrunið.

Ég mundi ekki þakka krónunni að við séum á floti. Það er meira þökk sé Seðlabanka Íslands og gjaldeyrishöfum að krónan sé á floti.

Sú staðreynd sem þú hendir fram að ef við hefðum verið með evruna væri 20% atvinnuleysi er þvæla. Það er 20% atvinnuleysi á Spáni en það er 4,6% atvinnuleysi í Hollandi. Og Holland notar Evru.

Þú ert að segja að krónan er að bjarga okkur vegna þess að hún hefur fallið svo mikið og hjálpað útflutningsfyrirtækjunum okkar. Þannig að þú segir að það sé jákvætt að gjaldmiðill fellur.

Síðan segiru að evran mun lækka um komandi misseri. Það á að vera jákvætt fyrir ESB vegna þess að það hjálpar þeirra útflutningi og gerir ESB samkeppnishæfara. En þú orðar þessa lækkun neikvætt.

Svo segiru að krónan mun styrkjast??  Bíddu varstu ekki að segja að það er þvílíkt happ fyrir okkur að krónan er veik. Af hverju viltu þá að hún styrkist?

Í stuttu máli þá stendur ekki steinn yfir steini í þessari færslu.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.7.2010 kl. 22:28

3 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Gaman að fá bullara að tjá sig...sem sýnir bara best á því að þú telur SÍ vera bjargvætt...guð minn almáttugur...hann er vandinn...SÍ veikir krónuna...og stjórnmálastéttin.

Og varðandi ef Evran væri hér...þá væri um það bil 20% atvinnuleysi...ef ekki meira...

Af hverju féll krónan...einfalt...ríkisbúskapurinn er að skila slæmu búi...við erum að eyða umfram efni...ef ríkisbúskapurinn væri rekinn við núllið..þá væri krónan ekki á þessum slóðum...það voru teknir af stjórnmálastéttinni 250 milljarðar til þess að bjarga fjármagnseigendum...það er aðal orsök veikingar..

Evran er drasl...þetta vita allir....ef Þýskaland væri ekki í ESB...þá væri ekkert bandalag.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 23.7.2010 kl. 22:43

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ægir þú ert með á nótunum og hefur hárrétt fyrir þér með ESB það er að hrynja eins og spilaborg!

Sigurður Haraldsson, 24.7.2010 kl. 00:02

5 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Takk Sigurður...við verðum að svara þessu glæpahyski...sem gengur um og stelur pening frá fólki sem virkilega skapar peninginn.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 24.7.2010 kl. 00:50

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Ægir, þetta er í fyrsta skiptið sem ég heimsæki síðuna þína og ég á örugglega eftir að gera það oft. Mér finnst gaman að hitta fólk sem hefur sömu skoðanir og ég á landinu okkar góða.

Ég er mentunarsnauður sjómaður og skil ekkert í tölum. Eftir hrun bankanna varð ég nokkuð ánægður með það, þessir bankamenn með sínar mastersgráður í talnafræðum komu landinu í slæma stöðu. Ég hins vegar er í góðum málum vegna þess að ég þekki aðeins einfaldar reikniformúlur.

Þruman, Sleggjan og Hvellurinn slær fram þrumu með miklum hvelli og ræðir um tölur varðandi atvinnuleysisprósentur og lækkandi gjaldmiðla. 

Svona þvarg skiptir engu máli.

Ástæða þess að við fáum góðar tekjur af útflutningum er einföld og hana skil ég vel, þótt ég sé hvorki háskólamenntaður né þekki flókna tölfræði.

Þetta er einmitt krónunni að þakka og því, að við erum ekki í ESB. Verð á mörkuðum hefur ýmist staðið í stað eða lækkað. Þarf nokkuð að segja meira án þess að fara út í tilgangslaust þvarg?

Jón Ríkharðsson, 24.7.2010 kl. 00:54

7 identicon

Nú tel ég mig vera nokkuð hlutlausan um þetta máli.

En það er hálf grátlegt að lesa þessar færslur hjá þér Ægir, staðhæfingar út í loftið án þess að rökstyðja eitt eða neitt. 

" það eru um 75% Íslendinga sem vilja ekki inn í þetta glæpasamfélag"

Þetta er bara ekki rétt, talan er nógu há fyrir sem vill ekki ganga í ESB, óþarfi að ýkja þetta svona.

 "Og varðandi ef Evran væri hér...þá væri um það bil 20% atvinnuleysi...ef ekki meira..."

HVaða rök hefur þú fyrir þessu????

"það er það greinilega sem Össur vill."

Nú er ég yfirleitt aldrei sammála þessum atvinnupólitíkus en enginn Alþingismaður vill mikið atvinnuleysi fyrir landið.

"Evran er drasl...þetta vita allir"

Nú afhverju er það? Hún er að styrkjast aðeins miðað við aðra stóra gjaldmiðla, endilega rökstyddu þetta aðeins.

"Af hverju féll krónan...einfalt...ríkisbúskapurinn er að skila slæmu búi"

Já þetta er pottþétt svona einfallt, hefur ekkert að gera með neitt annað

Svo aðeins til að svara honum Jóni.

Enginn af þessum bankamönnum, þá meina ég þessum svokölluðu útrásarvíkingum var með mastersgráður. Mesta lagi með BS gráðu (trúlega BA).

Ef það er svona gott að gjaldeyrir falli. Afhverju reynir fólk þá að halda honum stöðugum? 

Þér er semsagt sama þó að verðbólga fari úr böndunum bara á meðan að meiri peningur fæst fyrir fiskinn. Látum alla þjóðina þjást fyrir atvinnugrein sem svara um 6% af landsframleiðslu. Það er skynsamlegt.

Þetta snýst allt saman um jafnvægi og stöðuleika. Sumir halda að það fáist með ESB en aðrir ekki.

Ég persónulega hef gaman að því að lesa um mismunandi skoðanir fólks, ekki bara lesa það sem ég er sammála, láta mata mig af því sem ég held að sé rétt, heldur reyna að fræða mig um málið frá mismunandi sjónarhornum þannig maður getur haft upplýsta skoðun. Ætlunin mín er ekki að móðga eða vera með leiðindi en hingað mun ég trúlega aldrei koma aftur vegna þess að þetta virðist bara vera einhver köll út í loftið án þess að rök fylgji, hvernig á maður að geta tekið mark á því?

Tryggvi (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 03:51

8 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Jón takk kærlega..vertu ávallt velkominn...

Tryggvi...ok...varðandi evruna..evran í dag er í frjálsu falli..á þeim tíma sem bankarnir féllu..þá var evran of sterk að flest allra mati..þar á meðal mínu mati..af hverju ástæðan er einföld...það er alltaf að verða meiri og meiri atvinnuleysi..og það þarf að borga þessu fólki peninga..þú hefur væntanlega lesið þér um að það verði að koma til hækkunar á lífeyrisaldri..vegna þess að fólk mun væntanlega lifa lengur...osfr.....

Tryggvi..þú ert bara bullari....af hverju hrundi krónan????....ertu ekki að skilja þetta..krónan hrundi vegna þess að ríkisbúskapurinn var ofþanninn...ef ríkisbúskapurinn væri rekinn með afgangi á hverju ári..alltaf væri peningur eftir...til þess að styrkja undir Íslensku krónuna..en ekki fallandi evru..og þar af leiðandi styrkjum heimili landsins...þá verður líf okkar betra á Íslandi.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 24.7.2010 kl. 10:43

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll aftur Ægir minn, þetta eru að verða fjörugar umræður. Það er alltaf gaman þegar þvargarar bætast í hópinn. Sjálfur hef ég nú gaman af þvargi, enda er það mikið stundað í tilbreytingaleysinu úti á sjó.

Tryggvi telur sig vera að leiðrétta mig, en ég á bágt með að sjá í hverju leiðréttingin er fólgin. Ekki voru allir bankamenn með mastersgráður, ég veit það vel en þeir voru margir. Það voru til á góðæristímanum svo nefnda menn sem unnu í bönkum og menn sem stunduðu útrásarviðskipti. Ef nafni Hannesar Smárasonar er "googlað", þá kemur það fram að hann státar af mastersgráðu. Var hann annars ekki eitthvað viðriðinn útrásarmennsku?

Hagfræðingar með mastersgráður og minni gráður þvarga um tölfræði fram og til baka. Hún ein og sér skiptir ekki máli, heldur eru það staðreyndir.

Það gengur betur að reka þjóðfélagið og skapa útflutningsverðmæti einmitt vegna krónunnar. En ég veit að hún skapar ekki fullkomið efnahagslíf, enda er gallalaust efnahagskerfi hvergi þekkt á byggðu bóli.

Ægir minn, ég spái því að Tryggvi eigi eftir að renna augum aftur yfir síðuna og athuga viðbrögð manna við sínum skoðunum. Þú átt örugglega eftir að finna fleiri athugasemdir frá honum á síðunni hvort sem þér líkar það betur eða ver.

Þvargarar bloggheima eru nefnilega af Mosdalsættinni, þeir koma "alltaf aftur og aftur og aftur".

Jón Ríkharðsson, 24.7.2010 kl. 16:22

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hannes smárason er verkfærðingur með MBA gráður frá M.I.T... einn virtasti skóli í heimi.

Björgólfur er með BS gráðu í viðskiptafræði frá New York. En pabbi hans droppaði úr lögfræðinámi í HÍ.

Pálmi í Fons er með BS og Master í Rekstrarhagfræði frá Svíþjóð. Hann byrjaði í doktorsnámi en hætti.

Jón Ásgeir er með verslunarpróf. Hann fór ekki í háskóla. Og bakkabræðurnir fór aldrei í háskóla heldur.

Sigurjón bankastjóri er verkfræðingur.

Bjarni Ármansson bankastjóri Glitnis er með bs gráðu í tölvunarfræði.

Róbert Wessmann er BS viðskiptafræði frá HÍ.

Lárus Welding bankastjóri Glitnis er viðskiptafræðingur frá HÍ með próf í verðbréfamiðlun.

 Hreiðar Már bankastjóri Kaupþings er með BS gráðu viðskitpafræði frá HÍ.

Sambandi við menntun og tengsl við hrunið þá er bara allur gangur á þessu. En það er samt líklegra fyrir fólk sem fer í viðskptafræði eða hagfræði að þeir láta til sín taka í atvinnulífinu fremur en fólk sem fer í heimsspeki eða bókmentafræði. Það fólk lætur ljós sitt skína á öðum vettvangi líklega. 

Sleggjan og Hvellurinn, 24.7.2010 kl. 16:50

11 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

http://danskeanalyse.danskebank.dk/link/DBSEMUPoll240610/$file/DBS_EMU_Poll_240610.pdf

Hér er frétt frá Danske Bank um að Danir vilji ekki taka upp Evruna. Undarlegt hvað íslenskir ríkisfjölmiðlar eru ESB sinnaðir, þeir flytja neikvæðar fréttir af ESB eða Evru, fólk þarf þess vegna að fylgjast með erlendum fréttasíðum á netinu eða erlendum sjónvarpsstöðvum til þess að geta séð í gegnum blekkingarverfinn.

Össur er örvæntingarfullur enda að missa af fínum stólum í Brussel, hann sér fram á atvinnuleysi þegar að þessi ríkisstjórn fellur enda mun ekki nokkur maður með viti kjósa hann eða aðra Samfylkingarþingmenn aftur á þing. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 24.7.2010 kl. 20:12

12 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

þarna verð ég að leiðrétta mig, íslenskir ríkissfjölmiðlar flytja ekki neikvæðar fréttir af Evru eða ESB.

Guðrún Sæmundsdóttir, 24.7.2010 kl. 20:13

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sú staðreynd að Danir vilja ekki taka upp evru er ekki neikvæð frétt um ESB. Danska krónan er bundin Evru og ef þeir taka upp Evru þá verður frekar lítil breyting.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.7.2010 kl. 20:33

14 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Evran er ekki nema 11 ára gamall gjalmiðill, og ætlar ekki að lifa af sína fyrstu kreppu. það að fólk vilji taka hana upp í stað krónu er vægast sagt skammsýni og ábyrgðarleysi. Danir Svíar og Bretar ætluðu allir að taka upp Evru en það lítur ekki út fyrir að þær þjóðir láti verða af því.

Guðrún Sæmundsdóttir, 24.7.2010 kl. 21:25

15 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Þetta er rétt hjá þér Guðrún...ég hélt að ríkisfjölmiðillin myndi taka upp það sem er í gangi hverju sinni...en RUV og Baugsblaðið með Þorsteinn Pálsson sem fremsta mann..vilja ekki tala um svo margt sem er neikvætt við ESB.

Gaman að sjá þrumuna,sleggjan og hvellurinn nefnir alla þessa menntamenn...þetta kemur bara því ekki við hvé menntaður þú ert...eða ertu að gefa í skyn að þeir sem eru menntaðir eru allir eins slæmir viðskiptamenn eins og þeir sem þú nefnir....þetta snýst um traust fyrst og fremst.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 25.7.2010 kl. 01:14

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Rétt hjá þér Ægir. Traust og heiðarleiki skiptir öllu. Eg nefndi nokkra útrásarvíkinga og menntun þeirra vegna þess að menntun bar á góma í umræðunni hjá þér. Annars hef ég ekkert sérstakan áhuga á fólki og menntun þeirra.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.7.2010 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband