Glymur hæst í tómri tunnu!

Alltaf gaman að þessum greiningardeildum..bulla eintóma þvælu út í loftið, það tekur enginn eftir þessum deildum..enda er þetta algjörar loftblöðrur sem tala...eins og máltækið segir...

"Það glymur hæst í tómri tunnu"

Í fyrsta lagi hefur nánast ekkert verið fjárfest á Íslandi hvort eð er..ef eitthvað er þá fjárfestum við erlendis..þessi Christanssen ætti bara að fara leita sér að annari vinnu eða loka á sér túllanum.

Segjum NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni um næstu helgi..og styrkjum stöðu Íslands.


mbl.is Tvær kreppur blasa við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segjum bara Christanssen að fara í endurmenntun.

Þessir útlendingar eiga ekkert að vera að derra sig við okkur snillingana á klakanum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 17:10

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Rétt..eða snúa sér að öðru!!

Ægir Óskar Hallgrímsson, 28.2.2010 kl. 17:15

3 identicon

Kannski allt í lagi að benda á að þessi Christianssen hefur áður haft óþægilega rétt fyrir sér hvað efnahagsástand á Íslandi varðar, og var úthrópaður á svipaðan hátt þá og í þessu bloggi. 

Jón (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 17:54

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

hvenær hefur aukin skuldasöfnun leit til betri afkomu ríkis eða bara einstaklinga?

Jón ef það er svona gott að taka á sig auknar skuldir, geturu þá ekki tekið á þig bílalánsskuldina mína? 

Fannar frá Rifi, 28.2.2010 kl. 18:08

5 identicon

Ég var nú bara að benda á að hrokinn sem einkenndi viðbrögðin við varnaðarorðum Lars Christianssen árið 2006 virðist endurtaka sig aftur og aftur.  Við vitum allt best og förum okkar fram hvað sem tautar og raular.  Ég hef alveg nóg með mínar skuldir en þær væru kannski ívið lægri ef við hefðum hlustað á Lars hérna um árið í stað þess að svara með sama hrokanum og núna.

Jón (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband